Fótbolti

Bar­ca vill halda Frenki­e en að­eins ef hann tekur á sig launa­lækkun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frenkie de Jong í leik með Barcelona.
Frenkie de Jong í leik með Barcelona. vísir/getty

Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun.

Hinn 25 ára gamli Frenkie hefur verið orðaður við Manchester United undanfarnar vikur. Erik Ten Hag, nýráðinn þjálfari Man Utd, vann með Frenkie hjá Ajax og þá þarf Barcelona nauðsynlega að taka til bókhaldinu hjá sér til að félagið geti skráð þá leikmenn sem félagið hefur nú þegar samið við.

Hollenski miðjumaðurinn hefur sýnt Man United takamarkaðan áhuga og virðist sem hann hafi lítinn áhuga á að færa sig frá Katalóníu til Manchester. Vilji Frenkie vera áfram í röðum Barcelona þarf hann hins vegar að semja við félagið upp á nýtt.

Hann er sem stendur með samning til ársins 2026 en Barcelona vill að hann taki á sig launalækkun. Geri Frenkie það þá getur hann verið áfram á mála hjá félaginu. 

Samkvæmt ítalska blaðamanninum Fabrizio Romano hefur miðjumaðurinn engan áhuga á að taka á sig launalækkun þó hann vilji vera áfram í Katalóníu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×