„Danmörk varð fyrir skelfilegri árás á sunnudagskvöld. Nokkrir voru drepnir og enn fleiri særðir. Saklausar fjölskyldur að versla eða borða. Börn, unglingar og fullorðnir,“ segir í yfirlýsingu Mette Frederiksen.
Hún sendir samúðarkveðjur til aðstandenda og þeirra sem urðu vitni að þessum hræðilega atburði. „
„Ég hvet Dani til þess að standa saman á þessum erfiðu tímum. Bjarta sumarið hefur verið hrifsað af okkur á hrottalegan hátt. Það er óskiljanlegt.“
Þá sagði Frederiksen að „öruggu og fallegu“ höfuðborg Dana hefði verið breytt á sekúndubroti.
„Að lokum vil ég hvetja alla til að fylgja fyrirmælum yfirvalda áfram.“
Ástandið kalli á samheldni
Drottningin og krónprinshjónin hafa sendu einnig frá sér yfirlýsingu vegna árásarinnar:
„Í kvöld höfum við fengið átakanlegar fréttir af alvarlegu atvikunum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Við vitum ekki að fullu umfang harmleiksins en þegar er ljóst að fleiri hafa týnt lífi og að enn fleiri hafa slasast. Hugur okkar og samúð er með fórnarlömbunum, aðstandendum þeirra og öllum þeim sem urðu fyrir barðinu á harmleiknum. Ástandið kallar á samheldni og umhyggju og viljum við þakka lögreglu, neyðarþjónustu og heilbrigðisyfirvöldum fyrir skjótar og árangursríkar aðgerðir á þessum tímum,“ segir í yfirlýsingunni.
„Við stöndum með ykkur“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vottar Dönum einnig samúð sína á Twitter.
Hjerteskærende nyheder fra København i aften hvor menneskeliv er blevet tabt på grund af uforståelig og meningsløs vold. Den danske befolkning er i Islændingernes tanker i dag. Vi står med jer.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 3, 2022