„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2022 12:18 Jóna Alla Axelsdóttir var við störf í Fields þegar árásarmaðurinn hóf skothríð í gær. Samsett Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. Tilkynnt var um árásina á Fields-verslunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn á sjötta tímanum í gær og hinn 22 ára grunaði árásarmaður handtekinn á vettvangi. Hann gekkst við verknaðinum í yfirheyrslu lögreglu í nótt og er sagður hafa beitt riffli við árásina. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Þau sem létust í árásinni voru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk, og fjörutíu og sjö ára rússneskur karlmaður. Fjórir til viðbótar voru særðir skotsárum - auk þess sem tugir slösuðust í óðagotinu sem varð í verslunarmiðstöðinni þegar maðurinn hóf skothríð. Áttaði sig ekki á hættunni fyrr en hún sá framan í fólkið Jóna Alla Axelsdóttir er búsett í Malmö en vinnur í verslun í Fields. Hún var þar við störf þegar hún sá fólk á harðahlaupum á gangi verslunarmiðstöðvarinnar. „Fólk hópaðist í aðra áttina og svo í hina. Svo eiginlega áttaði ég mig meira á þessu þegar ég sá svipinn á fólkinu. Ég sá að fólk var hrætt og að það var eitthvað að. Fólk fór að fela sig inni í verslunum og meðal annars inni hjá okkur. Og í gegnum fólkið inni í verslun komumst við að því að það væri einhver með byssu frammi á gangi,“ segir Jóna. „Í minningunni eru þetta svona fjögur skot sem ég heyrði. En ég einhvern veginn get ekki verið viss, þetta er allt í móðu.“ Óraunverulegar aðstæður Jóna og samstarfskona hennar, auk fólks sem leitað hafði skjóls inni í búðinni, komust út úr versluninni gegnum lager. Jóna segir upplifunina hafa verið súrrealíska - algjört skelfingarástand hafi gripið um sig. „Ég heyrði skothljóð en ég ætlaði samt ekki að trúa þessu. Auðvitað heldur maður ekki að þetta komi fyrir sig eða gerist nálægt sér yfir höfuð. Svo er maður hlaupandi úti á götu að reyna að hringja í fólkið sitt. Er að reyna að ná í það ef eitthvað skyldi koma fyrir. Þetta er hræðileg staða og maður veit auðvitað ekki hvernig maður bregst við. Ég náði að halda nokkuð góðri ró og það er allavega gott að vita að maður getur það.“ Fields verður lokað næstu vikuna en Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur minntist fórnarlambanna fyrir utan verslunarmiðstöðina í morgun. Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Kaupmannahafnarbúar slegnir Helga Hauksdóttir sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir að þrátt fyrir allt hafi lífið gengið sinn vanagang í borginni í morgun. „En auðvitað er fólk slegið hérna og við erum það öll í sendiráðinu. Yfir þessum hræðilegu fréttum frá í gær,“ segir Helga. Ekki er nema rétt rúm vika síðan tveir voru myrtir í skotárás í Osló. „Eflaust hafa margir hugsað að Kaupmannahöfn eða Danmörk yrði kannski ekki undanskilin. En svona almennt þá er Danmörk bara mjög friðsælt land og gott að búa í og Kaupmannahöfn er öruggur staður. Þannig að þetta kemur manni þannig séð á óvart en þó ekki heldur,“ segir Helga. Jónshús í Kaupmannahöfn verður opið frá tvö til sex að dönskum tíma í dag en þangað geta Íslendingar í borginni leitað. Íslenskur prestur verður á staðnum auk sendiráðsstarfsmanna. Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Þrjú létu lífið og fjögur flutt á sjúkrahús vegna skotárásar í Field's í Kaupmannahöfn Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02 Höfuðborginni breytt á svipstundu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. 3. júlí 2022 23:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tilkynnt var um árásina á Fields-verslunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn á sjötta tímanum í gær og hinn 22 ára grunaði árásarmaður handtekinn á vettvangi. Hann gekkst við verknaðinum í yfirheyrslu lögreglu í nótt og er sagður hafa beitt riffli við árásina. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Þau sem létust í árásinni voru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk, og fjörutíu og sjö ára rússneskur karlmaður. Fjórir til viðbótar voru særðir skotsárum - auk þess sem tugir slösuðust í óðagotinu sem varð í verslunarmiðstöðinni þegar maðurinn hóf skothríð. Áttaði sig ekki á hættunni fyrr en hún sá framan í fólkið Jóna Alla Axelsdóttir er búsett í Malmö en vinnur í verslun í Fields. Hún var þar við störf þegar hún sá fólk á harðahlaupum á gangi verslunarmiðstöðvarinnar. „Fólk hópaðist í aðra áttina og svo í hina. Svo eiginlega áttaði ég mig meira á þessu þegar ég sá svipinn á fólkinu. Ég sá að fólk var hrætt og að það var eitthvað að. Fólk fór að fela sig inni í verslunum og meðal annars inni hjá okkur. Og í gegnum fólkið inni í verslun komumst við að því að það væri einhver með byssu frammi á gangi,“ segir Jóna. „Í minningunni eru þetta svona fjögur skot sem ég heyrði. En ég einhvern veginn get ekki verið viss, þetta er allt í móðu.“ Óraunverulegar aðstæður Jóna og samstarfskona hennar, auk fólks sem leitað hafði skjóls inni í búðinni, komust út úr versluninni gegnum lager. Jóna segir upplifunina hafa verið súrrealíska - algjört skelfingarástand hafi gripið um sig. „Ég heyrði skothljóð en ég ætlaði samt ekki að trúa þessu. Auðvitað heldur maður ekki að þetta komi fyrir sig eða gerist nálægt sér yfir höfuð. Svo er maður hlaupandi úti á götu að reyna að hringja í fólkið sitt. Er að reyna að ná í það ef eitthvað skyldi koma fyrir. Þetta er hræðileg staða og maður veit auðvitað ekki hvernig maður bregst við. Ég náði að halda nokkuð góðri ró og það er allavega gott að vita að maður getur það.“ Fields verður lokað næstu vikuna en Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur minntist fórnarlambanna fyrir utan verslunarmiðstöðina í morgun. Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Kaupmannahafnarbúar slegnir Helga Hauksdóttir sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir að þrátt fyrir allt hafi lífið gengið sinn vanagang í borginni í morgun. „En auðvitað er fólk slegið hérna og við erum það öll í sendiráðinu. Yfir þessum hræðilegu fréttum frá í gær,“ segir Helga. Ekki er nema rétt rúm vika síðan tveir voru myrtir í skotárás í Osló. „Eflaust hafa margir hugsað að Kaupmannahöfn eða Danmörk yrði kannski ekki undanskilin. En svona almennt þá er Danmörk bara mjög friðsælt land og gott að búa í og Kaupmannahöfn er öruggur staður. Þannig að þetta kemur manni þannig séð á óvart en þó ekki heldur,“ segir Helga. Jónshús í Kaupmannahöfn verður opið frá tvö til sex að dönskum tíma í dag en þangað geta Íslendingar í borginni leitað. Íslenskur prestur verður á staðnum auk sendiráðsstarfsmanna.
Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Þrjú létu lífið og fjögur flutt á sjúkrahús vegna skotárásar í Field's í Kaupmannahöfn Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02 Höfuðborginni breytt á svipstundu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. 3. júlí 2022 23:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17
Þrjú létu lífið og fjögur flutt á sjúkrahús vegna skotárásar í Field's í Kaupmannahöfn Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02
Höfuðborginni breytt á svipstundu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. 3. júlí 2022 23:37