Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2022 11:26 Flutningar eiga stóran þátt í losuninni. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands, en Hagfræðideild Landsbankans birti Hagsjá um loftlagsmál í dag en þar kemur einnig fram að heildarlosun hagkerfisins 2021 var um fjórðungi minni en á árinu 2018. Samkvæmt hagsjánni minnkaði losun frá atvinnulífi á Íslandi um 14 prósent árið 2019 og 19 prósent árið 2020 og segir að gjaldþrot WOW air og fækkun ferðamanna hafi átt hlut að máli árið 2019. Losun heimila minnkaði um 4 prósent árið 2019 og svo um 13 prósent á árinu 2020. Samanburður milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs sýnir þróunina nær í tíma. Heildarlosun frá hagkerfinu jókst um 6 prósent milli áranna 2021 og 2022. Mismundandi þróun meðal atvinnugreina Fjórar greinar hafa losað um og yfir 80 prósent af heildarlosun atvinnulífsins síðustu ár; landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar, framleiðsla málma og flutningar á sjó og með flugi. Þróunin í þessum greinum hefur verið ærið mismunandi á síðustu árum. Losun frá flugi jókst töluvert frá 2016 til 2018 í takt við mikla fjölgun ferðamanna hingað til lands. Losunin minnkaði svo verulega 2019 og 2020. Losun frá flugi á árinu 2021 var 76% minni en árið 2016. Sé litið á samanburð fyrstu fjögurra mánaða hvers árs má hins vegar sjá að losun frá flugi hefur aukist verulega, eða rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2021 og 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði um 4,6 prósent í heiminum 2020 og stóðu vonir margra til þess að það væri upphafið af nýjum tímum með sífelldri minnkun losunar. Nú sýna tölur að áframhaldandi minnkun er ekki raunin þar sem losunin jókst um 6,4 prósent í fyrra og náði aftur því stigi sem hún var á áður en faraldurinn brast á. Helstu ástæðu aukningar er að finna í iðnaðar- og orkuframleiðslu á meðan aukningin hjá heimilum og í flutningum er enn ekki mikil. Nýjar aðstæður varðandi orkuframleiðslu- og notkun auki ekki á bjartsýni um að draga fari verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Stríðið í Úkraínu og lokun á orkukaup frá Rússlandi hafa einnig breytt aðstæðum mikið og snögglega í þá átt að heimurinn verður háður mikilli notkun jarðefnaeldsneytis lengur en margir óskuðu eftir. Umhverfismál Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands, en Hagfræðideild Landsbankans birti Hagsjá um loftlagsmál í dag en þar kemur einnig fram að heildarlosun hagkerfisins 2021 var um fjórðungi minni en á árinu 2018. Samkvæmt hagsjánni minnkaði losun frá atvinnulífi á Íslandi um 14 prósent árið 2019 og 19 prósent árið 2020 og segir að gjaldþrot WOW air og fækkun ferðamanna hafi átt hlut að máli árið 2019. Losun heimila minnkaði um 4 prósent árið 2019 og svo um 13 prósent á árinu 2020. Samanburður milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs sýnir þróunina nær í tíma. Heildarlosun frá hagkerfinu jókst um 6 prósent milli áranna 2021 og 2022. Mismundandi þróun meðal atvinnugreina Fjórar greinar hafa losað um og yfir 80 prósent af heildarlosun atvinnulífsins síðustu ár; landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar, framleiðsla málma og flutningar á sjó og með flugi. Þróunin í þessum greinum hefur verið ærið mismunandi á síðustu árum. Losun frá flugi jókst töluvert frá 2016 til 2018 í takt við mikla fjölgun ferðamanna hingað til lands. Losunin minnkaði svo verulega 2019 og 2020. Losun frá flugi á árinu 2021 var 76% minni en árið 2016. Sé litið á samanburð fyrstu fjögurra mánaða hvers árs má hins vegar sjá að losun frá flugi hefur aukist verulega, eða rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2021 og 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði um 4,6 prósent í heiminum 2020 og stóðu vonir margra til þess að það væri upphafið af nýjum tímum með sífelldri minnkun losunar. Nú sýna tölur að áframhaldandi minnkun er ekki raunin þar sem losunin jókst um 6,4 prósent í fyrra og náði aftur því stigi sem hún var á áður en faraldurinn brast á. Helstu ástæðu aukningar er að finna í iðnaðar- og orkuframleiðslu á meðan aukningin hjá heimilum og í flutningum er enn ekki mikil. Nýjar aðstæður varðandi orkuframleiðslu- og notkun auki ekki á bjartsýni um að draga fari verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Stríðið í Úkraínu og lokun á orkukaup frá Rússlandi hafa einnig breytt aðstæðum mikið og snögglega í þá átt að heimurinn verður háður mikilli notkun jarðefnaeldsneytis lengur en margir óskuðu eftir.
Umhverfismál Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira