Lögreglan er fyrir alla Fjölnir Sæmundsson skrifar 5. júlí 2022 13:01 Ég tók við sem formaður stéttarfélags lögreglumanna fyrir um ári síðan og fljótlega fór ég að velta fyrir mér með hvaða hætti félagið gæti lagt sitt að mörkum til baráttu hinsegins fólks í samfélaginu. Innan lögreglunnar eins og annarstaðar starfar auðvitað fólk með mismunandi kynhneigðir og ég fór að hugsa um hvort að þessir félagar mínir ættu ekki rétt á, vildu og þyrftu á auknum stuðningi félags síns að halda. Ég taldi og tel mikilvægt fyrir samfélagið að gera betur sýnilegt hversu fjölbreyttur hópur fólks starfar innan lögreglunnar. Ég spurðist því fyrir um hvort Landssamband lögreglumanna gæti með einhverjum hætti lagt sitt að mörkum til Hinsegindaga. Þegar ég bar þessa hugmynd upp varð ég strax var við ákveðna tortryggni hjá aðilum sem starfa að málefnum hinsegin fólks. Mér var vel tekið af öllum þeim sem ég ræddi við en var tjáð að þátttaka félags sem á einhvern hátt tengdist lögreglunni yrði líklega ekki vel séð inna hinsegin samfélagsins. Þetta urðum mér auðvitað viss vonbrigði því líkt og áður segir sá ég þetta sem tækifæri til þess að veita hinsegin lögreglumönnum aukin stuðning og gera þá betur sýnilega innan lögreglunnar. Ég tel að þessi aukni sýnileiki gæti hjálpað mikið til í samfélagsumræðunni og við að útrýma fordómum. Margir virðast líta á lögregluna sem mjög einsleitan hóp sem er auðvitað ekki rétt heldur starfar þar fjölbreytur hópur fólks með mismunda kyn, kynhneigð, þarfir og langanir. Það eru mér auðvitað líka vonbrigði að hópur hinsegin fólks í samfélaginu skuli líta á lögregluna sem einhverskonar andstæðing sinn. Auðvitað er ég ekki svo blindur eða gleyminn að ég viti ekki að mjög víða í samfélaginu hafa á síðustu árum og áratugum verið fordómar gagnvart hinsegin fólki, bæði hjá ýmsum ríkisstofnunum og hjá einstaklingum í samfélaginu og því má telja fullvíst að líka hafi verið fordómar meðal sumra lögreglumanna í gegnum tíðina. En ég hafði á einhvern hátt í einfaldleika mínum talið mér trú um að þeir tímar væru liðnir og samskipti lögreglu við hinsegin fólk undanfarin ár hefðu ekki gengið verr eða betur en við aðra borgara landsins. Þó ég sé ekki í stöðu til þess að lofa því þá er ég alveg sannfærður um að stjórnendur lögreglunnar í dag eru tilbúnir að biðjast afsökunar á framferði lögreglunnar þegar hún hefur brotið á fólki vegna kynhneigðar þess. Til þess að græða slík sár mætti til dæmis safna slíkum sögum saman til að læra af þeim og fá þá sem telja að brotið hafi verið á til að segja sína sögu. Fyrir slíku fyrirkomulagi eru nokkur fordæmi hér innanlands og erlendis. Það er ungu fólki nauðsynlegt að eiga fyrirmyndir á sem flestum sviðum samfélagsins og því tel ég mjög mikilvægt fyrir ungt hinsegin fólk að vita að innan lögreglunnar starfar fjöldi hinsegin fólks og að þau geta fundið sínar fyrirmyndir þar. Mér finnst áríðandi að koma því á framfæri að lögreglan er fyrir alla. Öll eiga að fá sömu þjónustu hjá lögreglunni óháð kyni eða kynhneigð og öll eiga að geta starfað innan lögreglunnar óháð kyni eða kynhneigð. Lögreglumenn er sú starfstétt sem á að tryggja að farið sé að lögum og að lýðræði og mannréttindi séu virt í hvívetna í samfélaginu öllu. Það er einlæg von mín og trú að hinsegin samfélagið og lögreglan taki höndum saman í baráttunni fyrir jafnara samfélagi þar sem hinsegin fólk nýtur nákvæmlega sömu viðhorfa og þjónustu allir aðrir, bæði innan lögreglunnar og út í samfélaginu. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Hinsegin Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ég tók við sem formaður stéttarfélags lögreglumanna fyrir um ári síðan og fljótlega fór ég að velta fyrir mér með hvaða hætti félagið gæti lagt sitt að mörkum til baráttu hinsegins fólks í samfélaginu. Innan lögreglunnar eins og annarstaðar starfar auðvitað fólk með mismunandi kynhneigðir og ég fór að hugsa um hvort að þessir félagar mínir ættu ekki rétt á, vildu og þyrftu á auknum stuðningi félags síns að halda. Ég taldi og tel mikilvægt fyrir samfélagið að gera betur sýnilegt hversu fjölbreyttur hópur fólks starfar innan lögreglunnar. Ég spurðist því fyrir um hvort Landssamband lögreglumanna gæti með einhverjum hætti lagt sitt að mörkum til Hinsegindaga. Þegar ég bar þessa hugmynd upp varð ég strax var við ákveðna tortryggni hjá aðilum sem starfa að málefnum hinsegin fólks. Mér var vel tekið af öllum þeim sem ég ræddi við en var tjáð að þátttaka félags sem á einhvern hátt tengdist lögreglunni yrði líklega ekki vel séð inna hinsegin samfélagsins. Þetta urðum mér auðvitað viss vonbrigði því líkt og áður segir sá ég þetta sem tækifæri til þess að veita hinsegin lögreglumönnum aukin stuðning og gera þá betur sýnilega innan lögreglunnar. Ég tel að þessi aukni sýnileiki gæti hjálpað mikið til í samfélagsumræðunni og við að útrýma fordómum. Margir virðast líta á lögregluna sem mjög einsleitan hóp sem er auðvitað ekki rétt heldur starfar þar fjölbreytur hópur fólks með mismunda kyn, kynhneigð, þarfir og langanir. Það eru mér auðvitað líka vonbrigði að hópur hinsegin fólks í samfélaginu skuli líta á lögregluna sem einhverskonar andstæðing sinn. Auðvitað er ég ekki svo blindur eða gleyminn að ég viti ekki að mjög víða í samfélaginu hafa á síðustu árum og áratugum verið fordómar gagnvart hinsegin fólki, bæði hjá ýmsum ríkisstofnunum og hjá einstaklingum í samfélaginu og því má telja fullvíst að líka hafi verið fordómar meðal sumra lögreglumanna í gegnum tíðina. En ég hafði á einhvern hátt í einfaldleika mínum talið mér trú um að þeir tímar væru liðnir og samskipti lögreglu við hinsegin fólk undanfarin ár hefðu ekki gengið verr eða betur en við aðra borgara landsins. Þó ég sé ekki í stöðu til þess að lofa því þá er ég alveg sannfærður um að stjórnendur lögreglunnar í dag eru tilbúnir að biðjast afsökunar á framferði lögreglunnar þegar hún hefur brotið á fólki vegna kynhneigðar þess. Til þess að græða slík sár mætti til dæmis safna slíkum sögum saman til að læra af þeim og fá þá sem telja að brotið hafi verið á til að segja sína sögu. Fyrir slíku fyrirkomulagi eru nokkur fordæmi hér innanlands og erlendis. Það er ungu fólki nauðsynlegt að eiga fyrirmyndir á sem flestum sviðum samfélagsins og því tel ég mjög mikilvægt fyrir ungt hinsegin fólk að vita að innan lögreglunnar starfar fjöldi hinsegin fólks og að þau geta fundið sínar fyrirmyndir þar. Mér finnst áríðandi að koma því á framfæri að lögreglan er fyrir alla. Öll eiga að fá sömu þjónustu hjá lögreglunni óháð kyni eða kynhneigð og öll eiga að geta starfað innan lögreglunnar óháð kyni eða kynhneigð. Lögreglumenn er sú starfstétt sem á að tryggja að farið sé að lögum og að lýðræði og mannréttindi séu virt í hvívetna í samfélaginu öllu. Það er einlæg von mín og trú að hinsegin samfélagið og lögreglan taki höndum saman í baráttunni fyrir jafnara samfélagi þar sem hinsegin fólk nýtur nákvæmlega sömu viðhorfa og þjónustu allir aðrir, bæði innan lögreglunnar og út í samfélaginu. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar