Erlent

Fram­kvæmda­stjóri OPEC látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Mohammad Barkindo tók við starfi framkvæmdastjóra OPEC árið 2016 og hugðist láta af störfum síðar í sumar.
Mohammad Barkindo tók við starfi framkvæmdastjóra OPEC árið 2016 og hugðist láta af störfum síðar í sumar. EPA

Mohammad Barkindo, framkvæmdastjóri Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, er látinn, 63 ára að aldri. Nígeríumaðurinn Barkindo hafði gegnt stöðunni frá árinu 2016, en hann hugðist láta af störfum síðar í þessum mánuði.

Ríkisolíufélag Nígeríu NNPC greindi frá andlátinu í morgun. Mele Kyari, forstjóri NNPC, segir að Barkindo hafi andast fáeinum klukkustundum eftir fund með forseta Nígeríu, Muhammadu Buhari, auk þess að hann hafði nýverið flutt ræðu á orkuráðstefnu í nígerísku höfuðborginni Abuja.

Barkindo hóf feril sinn innan olíugeirans snemma á níunda áratugnum, starfaði lengi innan NNPC áður en hann tók sæti í efnahagsnefnd OPEC fyrir hönd Nígeríu.

Barkindo hafði í hyggju að ganga til liðs við bandarísku hugveituna Atlantic Council's Global Energy Center síðar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×