Öryggi yngstu barnanna ekki tryggt í leikskóla Flóahrepps vegna manneklu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2022 10:05 Leikskólinn Krakkaborg í Flóahreppi, sem er 40 barna leikskóli. Ekki verður hægt að taka á móti sex krökkum í aðlögun þar eftir sumarleyfi vegna manneklu í leikskólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórn Flóahrepps lýsti áhyggjum sínum á fundi í vikunni á erfiðleikum við að fullmanna yngstu deild leikskólans Krakkaborgar. Miðað við núverandi stöðu telja stjórnendur leikskólans að ekki sé hægt að tryggja öryggi nemenda og að ekki sé hægt að taka á móti nýjum nemendum á Lóudeild að lokinni sumarlokun leikskólans. Í bókun sveitarstjórnar kemur m.a. fram að hún vilji leita allra leiða til að leysa mönnunarvanda leikskólans og leggur áherslu á að áfram verði reynt að veita þá þjónustu innan sveitarfélagsins að tekið sé við börnum að loknu fæðingarorlofi, þó svo að ekki sé um lögbundna þjónustu að ræða. Verðandi sveitarstjóra, ásamt leikskólastjóra hefur verið falið að skoða leiðir til að laða að fólk til starfa við leikskólann og að halda aðstandendum sem eiga umsóknir um leikskólavist upplýstum. „Til þess að ná að taka við nýjum nemendum vantar okkur 2 til 2,5 stöðugildi. Þannig tryggjum við mönnun og um leið öryggi nemenda á leikskólanum okkar. Deild fyrir svo unga nemendur krefst meiri starfsmannafjölda en deildir eldri nemenda eðli málsins samkvæmt. Að sjálfsögðu bindum við vonir við að vandinn leysist sem fyrst og að við fáum góðar umsóknir, sem leysa þetta núna í sumar eða í byrjun ágúst,” segir Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí en á sæti í meirihluta sveitarstjórnar. Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí og á jafnframt sæti í meirihluta sveitarstjórnar.Aðsend Sex börn komast ekki í aðlögun „Við sjáum fyrir okkur að geta opnað Lóudeildina eftir sumarfrí, en ekki er mögulegt að taka inn þau börn sem eru að hefja leikskólagöngu sína. Til að útskýra þetta enn betur þá eiga þeir nemendur sem voru á yngstu deildinni fyrir sumarlokun enn sitt pláss en ekki er hægt að taka við þeim 6 nemendum sem hefur verið sótt um í aðlögun strax í ágúst eftir sumarlokun,” segir Hulda enn fremur og bætir við. „Það er eftirsóknarvert að starfa á leikskóla eins og Krakkaborg í Flóahreppi. Leikskólinn er um 40 barna leikskóli með um 16-20 starfsmönnum í mismiklu starfshlutfalli. Leikskólinn er staðsettur við þjóðveg 1 í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í mögum tilfellum tekur styttri tíma að keyra þangað frá Selfossi heldur en að sækja vinnu innanbæjar á Selfossi enda bein og greið leið.” Krakkaborg í Flóahreppi þar sem vantar nauðsynlega starfsfólk á yngstu deildina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í bókun sveitarstjórnar kemur m.a. fram að hún vilji leita allra leiða til að leysa mönnunarvanda leikskólans og leggur áherslu á að áfram verði reynt að veita þá þjónustu innan sveitarfélagsins að tekið sé við börnum að loknu fæðingarorlofi, þó svo að ekki sé um lögbundna þjónustu að ræða. Verðandi sveitarstjóra, ásamt leikskólastjóra hefur verið falið að skoða leiðir til að laða að fólk til starfa við leikskólann og að halda aðstandendum sem eiga umsóknir um leikskólavist upplýstum. „Til þess að ná að taka við nýjum nemendum vantar okkur 2 til 2,5 stöðugildi. Þannig tryggjum við mönnun og um leið öryggi nemenda á leikskólanum okkar. Deild fyrir svo unga nemendur krefst meiri starfsmannafjölda en deildir eldri nemenda eðli málsins samkvæmt. Að sjálfsögðu bindum við vonir við að vandinn leysist sem fyrst og að við fáum góðar umsóknir, sem leysa þetta núna í sumar eða í byrjun ágúst,” segir Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí en á sæti í meirihluta sveitarstjórnar. Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí og á jafnframt sæti í meirihluta sveitarstjórnar.Aðsend Sex börn komast ekki í aðlögun „Við sjáum fyrir okkur að geta opnað Lóudeildina eftir sumarfrí, en ekki er mögulegt að taka inn þau börn sem eru að hefja leikskólagöngu sína. Til að útskýra þetta enn betur þá eiga þeir nemendur sem voru á yngstu deildinni fyrir sumarlokun enn sitt pláss en ekki er hægt að taka við þeim 6 nemendum sem hefur verið sótt um í aðlögun strax í ágúst eftir sumarlokun,” segir Hulda enn fremur og bætir við. „Það er eftirsóknarvert að starfa á leikskóla eins og Krakkaborg í Flóahreppi. Leikskólinn er um 40 barna leikskóli með um 16-20 starfsmönnum í mismiklu starfshlutfalli. Leikskólinn er staðsettur við þjóðveg 1 í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í mögum tilfellum tekur styttri tíma að keyra þangað frá Selfossi heldur en að sækja vinnu innanbæjar á Selfossi enda bein og greið leið.” Krakkaborg í Flóahreppi þar sem vantar nauðsynlega starfsfólk á yngstu deildina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira