Ríkið hagnist helst á heimsmarkaðshækkun olíuverðs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2022 18:56 Jóhanna Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. stöð 2 Framkvæmdastjóri hjá Orkunni segir ríkið vera eina aðilann sem grætt hafi á hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Ríkið innheimti nú um tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni en í byrjun janúar. Olíufélögin hafi lítið svigrúm til mikilla lækkana á bensínverði. Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaði á olíu frá áramótum en heimsmarkaðsverð hefur á tímabilinu hækkað um tæp 58 prósent á bensíni. Undanfarna daga hefur heimsmarkaðsverðið lækkað eða um 9,5 prósent í fyrradag og um þrjú prósent í gær. Framkvæmdastjóri FÍB sagði í kvöldfréttum okkar í gær að vegna þessa skuldi innlendu olíufélögin neytendum verðlækkun enda hafi þau innistæðu til þess, en hann óttast að græðgi olíufélaganna hægi á lækkun eldsneytisverðs. „Verðið hefur sveiflast alveg rosalega mikið síðustu misseri. Við sjáum að heimsmarkaðsverð hefur hækkað um tæp sextíu prósent á þessu ári, en það sem við hjá Orkunni höfum gert er að við höfum hækkað um sirka þrjátíu prósent. Þannig að munurinn liggur í því að við höfum verið að halda mjög í okkur við hækkanir og þar af leiðandi getum við ekki lækkað jafn hratt og heimsmarkaðsverð þegar það hefur verið að lækka svona mikið innan vikunnar,“ sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. Ekki mikið svigrúm til mikilla verðlækkana Jóhanna segir að verðið verði lækkað eins og svigrúm gefi tilefni til enda lofi Orkan lægsta eldsneytisverðinu og að staðið verði við það loforð. Hún tekur ekki undir orð framkvæmdastjóra FÍB um að mikið svigrúm sé til mikilla verðlækkana. „Nei ég er ekki sammála því að það sé eins mikið svigrúm og hann vill meina. Við höfum ekki hækkað okkar verð jafn mikið og heimsmarkaðsverð hefur hækkað og þar af leiðandi getum við ekki lækkað verð jafn hratt og heimsmarkaðsverð eins og margar nágrannaþjóðir hafa gert.“ Ríkið sá aðili sem helst hagnast á hækkuninni Ríkið innheimtir tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni nú en í byrjun árs og segir Jóhanna að ríkið beri einnig ábyrgð á verðlækkunum. „Jú klárlega. Það er ánægjulegt að heimsmarkaðsverðið sé búið að vera að lækka núna en það hefur enginn verið að græða á þessari stöðu nema þá helst mögulega ríkið þar sem virðisaukaskatturinn er prósenta af lítranum og hlutur þess hefur þá hækkað núna um 20 krónur á þessu ári.“ Bensín og olía Neytendur Bílar Verðlag Tengdar fréttir Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaði á olíu frá áramótum en heimsmarkaðsverð hefur á tímabilinu hækkað um tæp 58 prósent á bensíni. Undanfarna daga hefur heimsmarkaðsverðið lækkað eða um 9,5 prósent í fyrradag og um þrjú prósent í gær. Framkvæmdastjóri FÍB sagði í kvöldfréttum okkar í gær að vegna þessa skuldi innlendu olíufélögin neytendum verðlækkun enda hafi þau innistæðu til þess, en hann óttast að græðgi olíufélaganna hægi á lækkun eldsneytisverðs. „Verðið hefur sveiflast alveg rosalega mikið síðustu misseri. Við sjáum að heimsmarkaðsverð hefur hækkað um tæp sextíu prósent á þessu ári, en það sem við hjá Orkunni höfum gert er að við höfum hækkað um sirka þrjátíu prósent. Þannig að munurinn liggur í því að við höfum verið að halda mjög í okkur við hækkanir og þar af leiðandi getum við ekki lækkað jafn hratt og heimsmarkaðsverð þegar það hefur verið að lækka svona mikið innan vikunnar,“ sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Orkunni. Ekki mikið svigrúm til mikilla verðlækkana Jóhanna segir að verðið verði lækkað eins og svigrúm gefi tilefni til enda lofi Orkan lægsta eldsneytisverðinu og að staðið verði við það loforð. Hún tekur ekki undir orð framkvæmdastjóra FÍB um að mikið svigrúm sé til mikilla verðlækkana. „Nei ég er ekki sammála því að það sé eins mikið svigrúm og hann vill meina. Við höfum ekki hækkað okkar verð jafn mikið og heimsmarkaðsverð hefur hækkað og þar af leiðandi getum við ekki lækkað verð jafn hratt og heimsmarkaðsverð eins og margar nágrannaþjóðir hafa gert.“ Ríkið sá aðili sem helst hagnast á hækkuninni Ríkið innheimtir tuttugu krónum meira á hvern lítra af bensíni nú en í byrjun árs og segir Jóhanna að ríkið beri einnig ábyrgð á verðlækkunum. „Jú klárlega. Það er ánægjulegt að heimsmarkaðsverðið sé búið að vera að lækka núna en það hefur enginn verið að græða á þessari stöðu nema þá helst mögulega ríkið þar sem virðisaukaskatturinn er prósenta af lítranum og hlutur þess hefur þá hækkað núna um 20 krónur á þessu ári.“
Bensín og olía Neytendur Bílar Verðlag Tengdar fréttir Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. 6. júlí 2022 20:38