Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, var lögreglan ræst út klukkan hálf þrjú í nótt eftir tilkynningu um útafakstur á Meðallandsvegi. Á staðnum kom í ljós að tveir væru alvarlega slasaðir.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í kjölfarið kölluð út og flutti tvo sjúklinga til Reykjavíkur. Að sögn Morgunblaðsins lenti hún á Landspítalanum klukkan hálf sex í morgun.