Danir enginn fyrirstaða fyrir Þjóðverja Atli Arason skrifar 8. júlí 2022 21:00 Þjóðverjar fagna fjórða marki sínu í leiknum sem Alexandra Popp skoraði. Getty Images Þýskaland hefur EM í Englandi með látum en Þjóðverjar unnu 4-0 stórsigur á Dönum í sínum fyrsta leik á mótinu. Þjóðverjar hófu leikinn af krafi og skoruðu fyrsta markið strax á 21. mínútu. Eftir vandræðagang í vörn Danmerkur hirti Lina Magull, miðjumaður Þýskalands, boltann af öftustu línu Dana og slapp þar að leiðandi ein í gegn. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Magull sem setti boltann á nærstöng framhjá Christensen í marki Dana. Það er mark - Þýskaland skorar fyrsta mark leiksins á móti Danmörku. Það var Lina Magull sem það gerir á 21.mínútu pic.twitter.com/fmkHqmxEfH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 8, 2022 Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Lea Schüller forystu Þjóðverja með kollspyrnu eftir hornspyrnu frá vinstri. Þýskaland skorar sitt annað mark í leiknum úr hornspyrnu á 57.mínútu. Það var Lea Schueller sem skorar þetta mark. pic.twitter.com/EGvC2dR310— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 8, 2022 Á 78. mínútu bætti Lena Lattwein í forskot Þjóðverja með þriðja markinu eftir þrumuskot á nærstöng af stuttu færi eftir flott samspil Þjóðverja. Enn skora Þjóðverjar - þriðja markið komið í leiknum á móti Danmörku. Nú var það Lena Lattwein sem skoraði mark Þjóðverja. pic.twitter.com/kTXxAvCViL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 8, 2022 Sigur Þjóðverja var aldrei í hættu og snerist leikurinn í kvöld í raun bara um hversu stór sigur Þjóðverja yrði. Alexandra Popp bætti við fjórða og síðasta marki leiksins á 86. mínútu þegar hún skallaði fyrirgjöf Lohmann í net Dana, aftur eftir afar laglegt samspil hjá þýska liðinu. Mark - Þjóðverjar komnir í 4-0 á móti Danmörku sem varla sér til sólu í þessu leik. Það var Alexandra Popp sem skoraði fjórða mark þýskalands. pic.twitter.com/jwSAf3cTxa— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 8, 2022 Kathrine Møller Kühl, 19 ára leikmaður Dana, lét svo reka sig af leikvelli í uppbótatíma síðari hálfleiks þegar hún fékk sitt annað gula spjald. Kühl kom inn á völlinn sem varamaður á 56. mínútu og tókst að næla sér í tvö gul spjöld á rúmum hálftíma. 4-0 sigur Þjóðverja var því staðreynd sem er jafnframt stærsti sigurinn á EM til þessa. Þær þýsku fara því á topp B-riðils, upp fyrir Spánverja sem unnu Finnland 4-1 fyrr í dag í sama riðli. Fótbolti EM 2022 í Englandi
Þýskaland hefur EM í Englandi með látum en Þjóðverjar unnu 4-0 stórsigur á Dönum í sínum fyrsta leik á mótinu. Þjóðverjar hófu leikinn af krafi og skoruðu fyrsta markið strax á 21. mínútu. Eftir vandræðagang í vörn Danmerkur hirti Lina Magull, miðjumaður Þýskalands, boltann af öftustu línu Dana og slapp þar að leiðandi ein í gegn. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Magull sem setti boltann á nærstöng framhjá Christensen í marki Dana. Það er mark - Þýskaland skorar fyrsta mark leiksins á móti Danmörku. Það var Lina Magull sem það gerir á 21.mínútu pic.twitter.com/fmkHqmxEfH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 8, 2022 Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Lea Schüller forystu Þjóðverja með kollspyrnu eftir hornspyrnu frá vinstri. Þýskaland skorar sitt annað mark í leiknum úr hornspyrnu á 57.mínútu. Það var Lea Schueller sem skorar þetta mark. pic.twitter.com/EGvC2dR310— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 8, 2022 Á 78. mínútu bætti Lena Lattwein í forskot Þjóðverja með þriðja markinu eftir þrumuskot á nærstöng af stuttu færi eftir flott samspil Þjóðverja. Enn skora Þjóðverjar - þriðja markið komið í leiknum á móti Danmörku. Nú var það Lena Lattwein sem skoraði mark Þjóðverja. pic.twitter.com/kTXxAvCViL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 8, 2022 Sigur Þjóðverja var aldrei í hættu og snerist leikurinn í kvöld í raun bara um hversu stór sigur Þjóðverja yrði. Alexandra Popp bætti við fjórða og síðasta marki leiksins á 86. mínútu þegar hún skallaði fyrirgjöf Lohmann í net Dana, aftur eftir afar laglegt samspil hjá þýska liðinu. Mark - Þjóðverjar komnir í 4-0 á móti Danmörku sem varla sér til sólu í þessu leik. Það var Alexandra Popp sem skoraði fjórða mark þýskalands. pic.twitter.com/jwSAf3cTxa— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 8, 2022 Kathrine Møller Kühl, 19 ára leikmaður Dana, lét svo reka sig af leikvelli í uppbótatíma síðari hálfleiks þegar hún fékk sitt annað gula spjald. Kühl kom inn á völlinn sem varamaður á 56. mínútu og tókst að næla sér í tvö gul spjöld á rúmum hálftíma. 4-0 sigur Þjóðverja var því staðreynd sem er jafnframt stærsti sigurinn á EM til þessa. Þær þýsku fara því á topp B-riðils, upp fyrir Spánverja sem unnu Finnland 4-1 fyrr í dag í sama riðli.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti