Það er franski fjölmiðillinn RMC sem greinir frá þessu en samkvæmt heimildarmanni miðilsins verða áform FIFA kynnt nánar í nóvember ef allt gengur eftir.
FIFA er að skoða allar leiðir til þess að færa áhorfandann nær leikmönnunum með því markmiði að auka áhugann á íþróttinni. Þessi aðferð er t.d. þekkt í ruðningi (e. rugby) þar sem sýnt er frá þeim taktísku pælingum sem lið hyggjast leggja áherslu á.
Einnig er þetta þekkt í körfuboltanum þar sem áhorfandinn fær að heyra hvert upplegg þjálfarans er þegar liðin taka leikhlé í miðjum leik.
🇶🇦 La FIFA a organisé pendant deux jours à Doha (Qatar) un grand séminaire pour permettre aux sélections de comprendre les derniers détails avant le début de la Coupe du monde 2022. Et pour le moment, Doha n'est pas encore tout à fait prêt.https://t.co/Qdq74bzzjL
— RMC Sport (@RMCsport) July 5, 2022