Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði jafntefli við Belga í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu. Við skoðum hvernig stemningin var hér heima og í Manchester þar sem leikurinn fór fram.

Verðlækkanir í ákveðnum vöruflokkum eru ekki endilega til marks um hjaðnandi verðbólgu. Þættir sem stuðla að aukinni verðbólgu vega á móti þeim sem hægja ættu á henni. Hagfræðingur segir að verðbólgan sé ekki á förum á næstunni.

Við höldum áfram umfjöllun um stöðuna í Úkraínu en ríkisstjóri Luhansk hefur lýst ástandinu í Donetsk sem helvíti.

Forsvarsmenn Pure Arctic segja mikla möguleika á útflutningi á íslensku grænmeti ef tryggt verði að grænmetisræktendur fái raforkuna á sama verði og stóriðjan. Nú þegar, er töluvert flutt út af gúrkum og öðru grænmeti til Danmerkur, Grænlands og Færeyja.

Þá fylgjumst við með þingkosningum í Japan og skoðum eina stærstu gestabók landsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×