Umfjöllun: Aftur spillti svekkjandi víti fyrir góðri byrjun stelpnanna okkar á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2022 08:15 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnaði markinu sínu vel en gat ekki gleymt vítinu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik. Tilfinningatárin flæddu í leikslok. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var nálægt því að byrja Evrópumótið í Englandi á besta mögulega hátt en varð á endanum að sætta sig við 1-1 jafntefli á móti Belgíu í dag. Íslensku stelpurnar klúðruðu víti, komust yfir og fengu síðan nokkur ágæt tækifæri en niðurstaðan var engu að síður bara eitt stig. Berglind Björg Þorvaldsdóttir bætti fyrir vítaklúður sitt í fyrri hálfleik með því að opna markareikning íslenska landsliðsins á EM í Englandi í þeim síðari en um leið má segja að dómarinn hafi síðan bætt upp fyrir vítadóminn sinn með því að gefa Belgum strangt víti eftir rúmlega klukkutíma leik. Það voru þrjú stig á borðinu í þessum leik og því svekkjandi að ná þeim ekki öllum í hús. Mótið er samt enn þá galopið fyrir okkar konur en leikurinn á móti Ítalíu hefur nú breyst í hálfgerðan úrslitaleik fyrir íslenska liðið. Aftur var það vítaspyrna sem spillti fyrir góðri byrjun en á síðasta Evrópumóti í Hollandi 2017 var það víti rétt fyrir leikslok á móti stórliði Frakka í fyrsta leik. Að þessu var það víti sem færði Belgum stig úr leik þar sem íslenska liðið átti mun meira skilið. Þá hefði jafntefli verið sigur en nú líður stelpunum örugglega eins og þær hafi rétt misst af draumabyrjun. Belgarnir sköpuðu vissulega mikla hættu en færin voru líka að falla til íslenska liðsins og þá sérstaklega til Sveindísar Jane Jónsdóttur. Íslenska liðið gerði strax tilkall til að uppskera meira úr fyrri hálfleik en raun bar vitni. Það skorti hins vegar aðeins upp á gæðin í spilamennskunni í gegnum miðjuna en ungu stelpurnar á köntunum voru beittasta vopnið. Sveindís Jane Jónsdóttir var nálægt þvi að skora í þessum leik og átti afbragðsleik.Vísir/Vilhelm Byrjuðu leikinn á stórsókn Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn samt með stórsókn en það varð framhaldið á því að þrátt fyrir margar lofandi sóknir gekk illa að klára þær markvisst með góðum tækifærum. Belgarnir fengu jafnvel hættulegri færi úr hröðum sóknum sóknum. Íslenska liðinu gekk illa að loka á Janice Cayman í byrjun sem var mikið opin og komst mikið í boltann. Sem betur fer fannst nógu snemma lausn á því. Á móti lyftust allir úr sætunum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fékk boltann. Oft lofaði það góðu en niðurstaðan var ekki eins góð. Það var þó skot hennar sem gaf vítaspyrnu eftir að Varsjáin greip inn í. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gerði mjög vel í að tryggja það að dómararnir í myndherberginu fengju tækifæri til að skoða atvikið. Berglind Björg Þorvaldsdóttir lét hins vegar Nicky Evrard verja frá sér vítaspyrnuna og gullið tækifæri rann út í sandinn. Hún virkaði ekki sannfærandi fyrir vítið og fór því miður á taugum á þessu stóra augnabliki. Dagný Brynjarsdóttir fór meira að láta til sín taka í föstu leikatriðunum var tvisvar ógnandi, fyrst með skalla og svo þegar hún tæklaði frákast eftir sinn eigin skalla í teignum en boltinn fór yfir. Belgarnir fengu stórhættulegt færi undir lok fyrri hálfleiksins en í framhaldinu fékk íslenska liðið líka nokkur skotfæri í og við teiginn eftir þvögu í kjölfarið á innkasti Sveindísar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gat ekki leynt vonbrigðum sínum með vítið eftir leikinn.Vísir/Vilhelm Bætti fyrir vítaklúðrið Sveindís Jane byrjaði seinni hálfleikinn á því að koma sér í frábært færi eftir mikið einstaklingsframtak. Markvörður Belga, Nicky Evrard, var aftur á móti að fara breytast í hetju leiksins og varði vel frá henni. Tónninn var gefinn og Berglind Björg bætti fyrir vítaklúðrið með því að skora með skalla á fjærstöng eftir frábæran undirbúning frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Gleðin var mikil og smitandi hjá öllu liðinu og í framhaldinu fóru íslensku stelpurnar að herja meira á þær belgísku. Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Belgarnir fengu víti eftir brot Gunnhildar Yrsu á vítateigslínunni. Strangur dómur en líklegast rétt víti. Justine Vanhaevermaet skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni. Eftir þetta ógnuðu bæði lið en mörkin urðu þó ekki fleiri. Sandra Sigurðardóttir markvörður slapp með að gefa vítaspyrnu eftir rangstöðu og Sveindís vildi aftur fá víti eftir að varnarmaður fór fyrir skot hennar. Varamennirnir bjuggu næstum því til mark en á endanum kom ekkert í veg fyrir að liðin skiptust á stigi. Það var margt gott við þennan leik og auðvitað má segja að hlutirnir hafi ekki fallið með stelpunum. Þetta var aftur á móti algjört dauðafæri til að ná í þrjú stig. Glódís Perla Viggósdóttir var frábær í miðri vörninni og ungu stelpurnar Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru sískapandi hættu. Það er ekki hægt að gagnrýna neinn leikmann liðsins fyrir baráttuleysi eða skort á vinnusemi. Þær lögðu augljóslega allt í þetta og áttu líka meira skilið. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir bætti fyrir vítaklúður sitt í fyrri hálfleik með því að opna markareikning íslenska landsliðsins á EM í Englandi í þeim síðari en um leið má segja að dómarinn hafi síðan bætt upp fyrir vítadóminn sinn með því að gefa Belgum strangt víti eftir rúmlega klukkutíma leik. Það voru þrjú stig á borðinu í þessum leik og því svekkjandi að ná þeim ekki öllum í hús. Mótið er samt enn þá galopið fyrir okkar konur en leikurinn á móti Ítalíu hefur nú breyst í hálfgerðan úrslitaleik fyrir íslenska liðið. Aftur var það vítaspyrna sem spillti fyrir góðri byrjun en á síðasta Evrópumóti í Hollandi 2017 var það víti rétt fyrir leikslok á móti stórliði Frakka í fyrsta leik. Að þessu var það víti sem færði Belgum stig úr leik þar sem íslenska liðið átti mun meira skilið. Þá hefði jafntefli verið sigur en nú líður stelpunum örugglega eins og þær hafi rétt misst af draumabyrjun. Belgarnir sköpuðu vissulega mikla hættu en færin voru líka að falla til íslenska liðsins og þá sérstaklega til Sveindísar Jane Jónsdóttur. Íslenska liðið gerði strax tilkall til að uppskera meira úr fyrri hálfleik en raun bar vitni. Það skorti hins vegar aðeins upp á gæðin í spilamennskunni í gegnum miðjuna en ungu stelpurnar á köntunum voru beittasta vopnið. Sveindís Jane Jónsdóttir var nálægt þvi að skora í þessum leik og átti afbragðsleik.Vísir/Vilhelm Byrjuðu leikinn á stórsókn Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn samt með stórsókn en það varð framhaldið á því að þrátt fyrir margar lofandi sóknir gekk illa að klára þær markvisst með góðum tækifærum. Belgarnir fengu jafnvel hættulegri færi úr hröðum sóknum sóknum. Íslenska liðinu gekk illa að loka á Janice Cayman í byrjun sem var mikið opin og komst mikið í boltann. Sem betur fer fannst nógu snemma lausn á því. Á móti lyftust allir úr sætunum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fékk boltann. Oft lofaði það góðu en niðurstaðan var ekki eins góð. Það var þó skot hennar sem gaf vítaspyrnu eftir að Varsjáin greip inn í. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gerði mjög vel í að tryggja það að dómararnir í myndherberginu fengju tækifæri til að skoða atvikið. Berglind Björg Þorvaldsdóttir lét hins vegar Nicky Evrard verja frá sér vítaspyrnuna og gullið tækifæri rann út í sandinn. Hún virkaði ekki sannfærandi fyrir vítið og fór því miður á taugum á þessu stóra augnabliki. Dagný Brynjarsdóttir fór meira að láta til sín taka í föstu leikatriðunum var tvisvar ógnandi, fyrst með skalla og svo þegar hún tæklaði frákast eftir sinn eigin skalla í teignum en boltinn fór yfir. Belgarnir fengu stórhættulegt færi undir lok fyrri hálfleiksins en í framhaldinu fékk íslenska liðið líka nokkur skotfæri í og við teiginn eftir þvögu í kjölfarið á innkasti Sveindísar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gat ekki leynt vonbrigðum sínum með vítið eftir leikinn.Vísir/Vilhelm Bætti fyrir vítaklúðrið Sveindís Jane byrjaði seinni hálfleikinn á því að koma sér í frábært færi eftir mikið einstaklingsframtak. Markvörður Belga, Nicky Evrard, var aftur á móti að fara breytast í hetju leiksins og varði vel frá henni. Tónninn var gefinn og Berglind Björg bætti fyrir vítaklúðrið með því að skora með skalla á fjærstöng eftir frábæran undirbúning frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Gleðin var mikil og smitandi hjá öllu liðinu og í framhaldinu fóru íslensku stelpurnar að herja meira á þær belgísku. Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Belgarnir fengu víti eftir brot Gunnhildar Yrsu á vítateigslínunni. Strangur dómur en líklegast rétt víti. Justine Vanhaevermaet skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni. Eftir þetta ógnuðu bæði lið en mörkin urðu þó ekki fleiri. Sandra Sigurðardóttir markvörður slapp með að gefa vítaspyrnu eftir rangstöðu og Sveindís vildi aftur fá víti eftir að varnarmaður fór fyrir skot hennar. Varamennirnir bjuggu næstum því til mark en á endanum kom ekkert í veg fyrir að liðin skiptust á stigi. Það var margt gott við þennan leik og auðvitað má segja að hlutirnir hafi ekki fallið með stelpunum. Þetta var aftur á móti algjört dauðafæri til að ná í þrjú stig. Glódís Perla Viggósdóttir var frábær í miðri vörninni og ungu stelpurnar Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru sískapandi hættu. Það er ekki hægt að gagnrýna neinn leikmann liðsins fyrir baráttuleysi eða skort á vinnusemi. Þær lögðu augljóslega allt í þetta og áttu líka meira skilið.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira