Sveindís tók sprett í leik gegn Belgíu sem mældist á hraða upp á 31,7 km/klst en enginn hefur ferðast eins hratt og hún þegar öll lið á EM í Englandi eru búin að leika einn leik.
Sveindís Jane var valin besti leikmaður vallarins þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belgíu fyrr í dag.
Þýski leikmaðurinn Jule Brand er næst hröðust til þessa en Brand mældist á 30,6 km/klst í 4-0 sigri Þýskalands á Danmörku síðasta föstudag.
En ekki hvað. pic.twitter.com/YnCwBT6sES
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) July 10, 2022