Umfjöllun og viðtal: Valur 0-3 Keflavík | Einum fleiri gengu Keflvíkingar á lagið Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. júlí 2022 21:30 Vísir/ Tjörvi Týr Gíslason Keflavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld, 0-3. Keflavík komst yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu sem kostaði heimamenn rautt spjald að auki. Gestirnir lokuðu leiknum svo í síðari hálfleik eftir mikla orrahríð að marki Vals. Keflvíkingar, sem hafa verið á ágætis skriði í undanförnum leikjum, mættu í heimsókn að Hlíðarenda í kvöld til þess að etja kappi við Valsmenn sem hafa átt misjöfnu gegni að fagna í sumar, að minnsta kosti miðað við væntingar. Fyrir leikinn voru heimamenn í Val í fimmta sæti deildarinnar með tuttugu stig en Keflvíkingar í því sjöunda með fjórtán stig. Það var því til mikils að vinna fyrir bæði lið að sækja öll stigin þrjú. Leikurinn byrjaði fjörlega og voru heimamenn mikið í því að vinna hornspyrnur sem þeir reyndar nýttu ekkert sérstaklega vel. Þeir komust þó í úrvalsfæri þegar að Patrik Pedersen komst einn í gegn en Sindri Kristinn í marki Keflavíkur gerði frábærlega í því að verja, boltinn stefndi þó enn að marki og Nacho bjargaði á marklínu. Stálheppnir gestirnir. Það dró heldur betur til tíðinda á 29. mínútu leiksins þegar að Keflavík átti hornspyrnu. Eftir klafs barst boltinn til Patrik Johannesen sem var við það að hnoða boltanum yfir línuna þegar að Sebastian Hedlund braut á honum. Vítaspyna dæmd sem og rautt spjald. Vissulega harkaleg örlög fyrir Valsmenn en sennilega réttur dómur. Johannesen tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Tvöfalda refsingin hélt og Keflavík komið yfir. Gestirnir féllu svolítið til baka eftir markið og fengu Valsmenn nokkra sénsa til þess að jafna en ekki varð neitt úr því og staðan 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Keflvíkingar mættu af krafti inn í síðari hálfleikinn og pressu Val stíft og það skilaði sér í mörgum færum en inn vildi boltinn ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Frederik Schram í marki Vals átti algeran stórleik og ljóst að Guy Smit mun eiga í vandræðum með að koma sér inn í liðið aftur. Það var svo á 79. mínútu að Keflavík tvöfaldaði forystuna. Sindri Kristinn í marki Keflavíkur greip auðveldlega inn í lélega fyrirgjöf og kom boltanum hratt á varamanninn Rúnar Þór Sigurgeirsson sem gerði frábærlega. Lék fram völlinn og laumaði boltanum á Adam Ægi Pálsson sem lyfti boltanum smekklega yfir Frederik Schram í markinu. 0-2 og leikurinn í rauninni farinn. Keflvíkingar stráðu svo salti í sár Vals þegar Adam Ægir launaði Rúnari greiðann og sendi hann einan í gegn. Rúnar gerði engin mistök og smellti boltanum framhjá Frederik í markinu. 0-3. Takk, og bless. Með sigrinum lyftu Keflvíkingar sér upp fyrir KR í sjötta sæti deildarinnar. Valsmenn sitja enn í fimmta sætinu. Af hverju vann Keflavík? Vendipunktur leiksins var vítið. Leikurinn var í ágætis jafnvægi og mögulega Valsmenn líklegri aðilinn þegar að rauða spjaldið kom. Víti, rautt og svo mark í kjölfarið var of stór biti fyrir Val sem reyndu hvað þeir gátu en máttu ekki við beittum Keflvíkingum. Maður leiksins Það er freistandi að velja markvörð Vals, Frederik Schram sem var algerlega frábær á köflum. En í 0-3 tapi er það erfitt og nafnbótina að mati fréttaritara fær Adam Ægir Pálsson sem var stórhættulegur í leiknum. Mark, stoðsending og svo tók hann líka hornið sem leiddi til vítisins. Hvað næst? Keflavík fær Breiðablik í heimsókn næstkomandi sunnudag, 17. júlí klukkan 19:15. Fyrr um daginn negla Valsmenn sér í Herjólf og mæta ÍBV á Hásteinsvelli klukkan 16:00. Vísir/Tjörvi Týr Gíslason Adam Ægir: „Duttum aðeins niður eftir fyrsta markið“ Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflavíkur, var að vonum ánægður í leikslok. Aðspurður um vítið sagði Adam: „Já, þetta var réttur dómur, ég var reyndar að taka hornspyrnuna lengst frá en þetta var hárréttur dómur, klárlega“, sagði Adam brosandi. Keflvíkingar gengu á lagið einum fleiri í síðari hálfleiknum og skoruðu tvö mörk, hver voru skilaboð þjálfarans? “Við duttum aðeins niður eftir að þeir misstu mann útaf en Siggi Raggi sagði okkur að ýta bara ofar og ekki vera hræddir og halda bara áfram.“ Adam Ægir skoraði og lagði upp mark í leiknum og var aðspurður nokkuð sáttur. „Mjög sáttur og fannst fyrri hálfleikurinn hjá mér líka mjög góður. Mörk og stoðsendingar breyta frammistöðum og ég var bara mjög sáttur við leikinn“, sagði Adam að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Hefði kostað Keflavík eina milljón dollara Úkraínski miðjumaðurinn Ivan Kaliuzhnyi hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta en lánssamningur hans rennur út í byrjun næsta mánaðar. 28. júní 2022 17:01
Keflavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld, 0-3. Keflavík komst yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu sem kostaði heimamenn rautt spjald að auki. Gestirnir lokuðu leiknum svo í síðari hálfleik eftir mikla orrahríð að marki Vals. Keflvíkingar, sem hafa verið á ágætis skriði í undanförnum leikjum, mættu í heimsókn að Hlíðarenda í kvöld til þess að etja kappi við Valsmenn sem hafa átt misjöfnu gegni að fagna í sumar, að minnsta kosti miðað við væntingar. Fyrir leikinn voru heimamenn í Val í fimmta sæti deildarinnar með tuttugu stig en Keflvíkingar í því sjöunda með fjórtán stig. Það var því til mikils að vinna fyrir bæði lið að sækja öll stigin þrjú. Leikurinn byrjaði fjörlega og voru heimamenn mikið í því að vinna hornspyrnur sem þeir reyndar nýttu ekkert sérstaklega vel. Þeir komust þó í úrvalsfæri þegar að Patrik Pedersen komst einn í gegn en Sindri Kristinn í marki Keflavíkur gerði frábærlega í því að verja, boltinn stefndi þó enn að marki og Nacho bjargaði á marklínu. Stálheppnir gestirnir. Það dró heldur betur til tíðinda á 29. mínútu leiksins þegar að Keflavík átti hornspyrnu. Eftir klafs barst boltinn til Patrik Johannesen sem var við það að hnoða boltanum yfir línuna þegar að Sebastian Hedlund braut á honum. Vítaspyna dæmd sem og rautt spjald. Vissulega harkaleg örlög fyrir Valsmenn en sennilega réttur dómur. Johannesen tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Tvöfalda refsingin hélt og Keflavík komið yfir. Gestirnir féllu svolítið til baka eftir markið og fengu Valsmenn nokkra sénsa til þess að jafna en ekki varð neitt úr því og staðan 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Keflvíkingar mættu af krafti inn í síðari hálfleikinn og pressu Val stíft og það skilaði sér í mörgum færum en inn vildi boltinn ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Frederik Schram í marki Vals átti algeran stórleik og ljóst að Guy Smit mun eiga í vandræðum með að koma sér inn í liðið aftur. Það var svo á 79. mínútu að Keflavík tvöfaldaði forystuna. Sindri Kristinn í marki Keflavíkur greip auðveldlega inn í lélega fyrirgjöf og kom boltanum hratt á varamanninn Rúnar Þór Sigurgeirsson sem gerði frábærlega. Lék fram völlinn og laumaði boltanum á Adam Ægi Pálsson sem lyfti boltanum smekklega yfir Frederik Schram í markinu. 0-2 og leikurinn í rauninni farinn. Keflvíkingar stráðu svo salti í sár Vals þegar Adam Ægir launaði Rúnari greiðann og sendi hann einan í gegn. Rúnar gerði engin mistök og smellti boltanum framhjá Frederik í markinu. 0-3. Takk, og bless. Með sigrinum lyftu Keflvíkingar sér upp fyrir KR í sjötta sæti deildarinnar. Valsmenn sitja enn í fimmta sætinu. Af hverju vann Keflavík? Vendipunktur leiksins var vítið. Leikurinn var í ágætis jafnvægi og mögulega Valsmenn líklegri aðilinn þegar að rauða spjaldið kom. Víti, rautt og svo mark í kjölfarið var of stór biti fyrir Val sem reyndu hvað þeir gátu en máttu ekki við beittum Keflvíkingum. Maður leiksins Það er freistandi að velja markvörð Vals, Frederik Schram sem var algerlega frábær á köflum. En í 0-3 tapi er það erfitt og nafnbótina að mati fréttaritara fær Adam Ægir Pálsson sem var stórhættulegur í leiknum. Mark, stoðsending og svo tók hann líka hornið sem leiddi til vítisins. Hvað næst? Keflavík fær Breiðablik í heimsókn næstkomandi sunnudag, 17. júlí klukkan 19:15. Fyrr um daginn negla Valsmenn sér í Herjólf og mæta ÍBV á Hásteinsvelli klukkan 16:00. Vísir/Tjörvi Týr Gíslason Adam Ægir: „Duttum aðeins niður eftir fyrsta markið“ Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflavíkur, var að vonum ánægður í leikslok. Aðspurður um vítið sagði Adam: „Já, þetta var réttur dómur, ég var reyndar að taka hornspyrnuna lengst frá en þetta var hárréttur dómur, klárlega“, sagði Adam brosandi. Keflvíkingar gengu á lagið einum fleiri í síðari hálfleiknum og skoruðu tvö mörk, hver voru skilaboð þjálfarans? “Við duttum aðeins niður eftir að þeir misstu mann útaf en Siggi Raggi sagði okkur að ýta bara ofar og ekki vera hræddir og halda bara áfram.“ Adam Ægir skoraði og lagði upp mark í leiknum og var aðspurður nokkuð sáttur. „Mjög sáttur og fannst fyrri hálfleikurinn hjá mér líka mjög góður. Mörk og stoðsendingar breyta frammistöðum og ég var bara mjög sáttur við leikinn“, sagði Adam að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Hefði kostað Keflavík eina milljón dollara Úkraínski miðjumaðurinn Ivan Kaliuzhnyi hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta en lánssamningur hans rennur út í byrjun næsta mánaðar. 28. júní 2022 17:01
Hefði kostað Keflavík eina milljón dollara Úkraínski miðjumaðurinn Ivan Kaliuzhnyi hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta en lánssamningur hans rennur út í byrjun næsta mánaðar. 28. júní 2022 17:01
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti