Sektaður um 323 milljónir króna vegna skattalagabrots Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2022 13:15 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri var í síðasta mánuði dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot. Að auki var honum gert að greiða 323 milljóna króna sekt vegna brotsins. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Georg Mikaelsson hafi staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Georg neitaði sök og bar meðal annars fyrir sig fyrningu. Héraðsdómur hafnaði því og taldi óumdeilt í málinu að Georg hafi ekki getið um félagið á skattframtölum, sannað væri að ákærði hafi frá árinu 2009 verið einkaeigandi Félagsins GM. Jafnframt lá fyrir í málinu að félagið hafi verið afskráð 1. janúar 2016. Bar Georg fyrir sig að honum hafi verið óskylt að geta um félagið á skattframtali þar sem hann hafi aðeins átt 10 prósent hlut í félaginu, eftir að gengið var að tryggingu er hann hafi sett fyrir láni sem hann og félagið hafi fengið árið áður. Þótti ekki unnt að leggja til grundvallar að 90 prósent hlutur Georgs hafi farið úr hans eigu líkt og hann greindi frá. Varð því að miða við það í málinu að Georg hafi einn verið eigandi félagsins frá upphafi þar til það var lagt niður. Bar honum greina frá því eignarhaldi sínu á skattframtali en það gerði hann ekki á þeim árum sem rakin hafa verið. Var það virt honum til stórfellds hirðuleysis. Var Georg því dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 323 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Athygli vekur að málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ólafs Garðarssonar lögmanns, voru ákveðin rúmar 22 milljónir króna. Tekið var fram að málið hafi verið umfangsmikið, gagnaöflun víðtæk og fjöldi vitna komið fyrir dóm. Dóminn má nálgast á vefsíðu héraðsdómstóla. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Georg Mikaelsson hafi staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Georg neitaði sök og bar meðal annars fyrir sig fyrningu. Héraðsdómur hafnaði því og taldi óumdeilt í málinu að Georg hafi ekki getið um félagið á skattframtölum, sannað væri að ákærði hafi frá árinu 2009 verið einkaeigandi Félagsins GM. Jafnframt lá fyrir í málinu að félagið hafi verið afskráð 1. janúar 2016. Bar Georg fyrir sig að honum hafi verið óskylt að geta um félagið á skattframtali þar sem hann hafi aðeins átt 10 prósent hlut í félaginu, eftir að gengið var að tryggingu er hann hafi sett fyrir láni sem hann og félagið hafi fengið árið áður. Þótti ekki unnt að leggja til grundvallar að 90 prósent hlutur Georgs hafi farið úr hans eigu líkt og hann greindi frá. Varð því að miða við það í málinu að Georg hafi einn verið eigandi félagsins frá upphafi þar til það var lagt niður. Bar honum greina frá því eignarhaldi sínu á skattframtali en það gerði hann ekki á þeim árum sem rakin hafa verið. Var það virt honum til stórfellds hirðuleysis. Var Georg því dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 323 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Athygli vekur að málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ólafs Garðarssonar lögmanns, voru ákveðin rúmar 22 milljónir króna. Tekið var fram að málið hafi verið umfangsmikið, gagnaöflun víðtæk og fjöldi vitna komið fyrir dóm. Dóminn má nálgast á vefsíðu héraðsdómstóla.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira