Vildi vera krúttlegur teppalistamaður en endaði sem stríðsljósmyndari Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2022 14:31 Óskar Hallgrímsson hefur venjulega rætt við fjölmiðlafólk með aðstoð fjarfundabúnaðar en í morgun mætti hann í Bylgjuhljóðverið. Bylgjan Óskar Hallgrímsson segist lifa tvöföldu lífi, annars vegar búi hann til krúttleg teppalistaverk ásamt eiginkonu sinni og hins vegar sé hann ljósmyndari á stríðshrjáðu svæði. „Ég bara óvart endaði í þessu þessu stríði, ég ætlaði ekkert að vera þar. Ég ætlaði bara að vera krúttlegur teppalistamaður og taka af og til myndir. Síðan einhvern veginn ákvað Pútín að það væri eitthvað annað á dagskránni,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu í morgun. Hann er orðinn mörgum landsmönnum að góðu kunnur en hann hefur undanfarna mánuði verið búsettur í Kænugarði og reglulega mætt í fjarviðtöl í fjölmiðlum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hann kom nýverið heim til Íslands og opnar ásamt eiginkonu sinni, Ma Riika, myndlistarsýninguna Ljómandi þægilegt í Gallery Port næstkomandi laugardag. Hann segir gríðarleg viðbrigði að koma til Íslands eftir að hafa verið í stríðsástandinu í Úkraínu. „Ég á pínu erfitt með að troða mér inn í þennan íslenska púls. Besta lýsingin á þessu er að taugarnar á mér eru rosalega strekktar. Miklu strekktari en ég hélt,“ segir hann. Óskar segist hafa haldið að Kænugarður væri orðinn eins og hann ætti að sér að vera eftir að Úkraínumenn náðu að hrekja Rússa frá borginni. Stríðið hafi verið fallið í bakgrunninn hjá sér. Eftir að hann hafi komið til Póllands hafi hann séð að lífið í Kænugarði hafi verið langt frá eðlilegu. Deginum ljósara að Rússar haldi áfram nema gripið verði inn í Óskar segir að sú athygli sem Úkraína hefur fengið frá því að innrás Rússa í landið hófst hafi bjargað lífi Úkraínu. Því séu Úkraínumenn þakklátir. Hann segir að þrátt fyrir að áhugi fjölmiðla færist hægt og rólega frá Úkraínu þýði það ekki að ráðamenn Vesturveldanna sjái ekki hvað muni gerast ef þeir minnka stuðning við Úkraínu. „Þeir sjá það alveg, ef við styrkjum ekki þessi landamæri þarna, ef við hjálpum ekki Úkraínu að sparka Rússum út, sem er verið að gera, Þetta er stærsta inngrip í sögunni frá öðrum þjóðum inn í aðra þjóð, að þeir munu bara halda áfram,“ segir hann. Þá segir Óskar að fólk í Úkraínu sé hætt að fylgjast með fjölmiðlum, það fylgist bara með því sem kemur frá stofnunum á borð við Nato og bresku leyniþjónustuna. Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Ég bara óvart endaði í þessu þessu stríði, ég ætlaði ekkert að vera þar. Ég ætlaði bara að vera krúttlegur teppalistamaður og taka af og til myndir. Síðan einhvern veginn ákvað Pútín að það væri eitthvað annað á dagskránni,“ segir Óskar í viðtali í Bítinu í morgun. Hann er orðinn mörgum landsmönnum að góðu kunnur en hann hefur undanfarna mánuði verið búsettur í Kænugarði og reglulega mætt í fjarviðtöl í fjölmiðlum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hann kom nýverið heim til Íslands og opnar ásamt eiginkonu sinni, Ma Riika, myndlistarsýninguna Ljómandi þægilegt í Gallery Port næstkomandi laugardag. Hann segir gríðarleg viðbrigði að koma til Íslands eftir að hafa verið í stríðsástandinu í Úkraínu. „Ég á pínu erfitt með að troða mér inn í þennan íslenska púls. Besta lýsingin á þessu er að taugarnar á mér eru rosalega strekktar. Miklu strekktari en ég hélt,“ segir hann. Óskar segist hafa haldið að Kænugarður væri orðinn eins og hann ætti að sér að vera eftir að Úkraínumenn náðu að hrekja Rússa frá borginni. Stríðið hafi verið fallið í bakgrunninn hjá sér. Eftir að hann hafi komið til Póllands hafi hann séð að lífið í Kænugarði hafi verið langt frá eðlilegu. Deginum ljósara að Rússar haldi áfram nema gripið verði inn í Óskar segir að sú athygli sem Úkraína hefur fengið frá því að innrás Rússa í landið hófst hafi bjargað lífi Úkraínu. Því séu Úkraínumenn þakklátir. Hann segir að þrátt fyrir að áhugi fjölmiðla færist hægt og rólega frá Úkraínu þýði það ekki að ráðamenn Vesturveldanna sjái ekki hvað muni gerast ef þeir minnka stuðning við Úkraínu. „Þeir sjá það alveg, ef við styrkjum ekki þessi landamæri þarna, ef við hjálpum ekki Úkraínu að sparka Rússum út, sem er verið að gera, Þetta er stærsta inngrip í sögunni frá öðrum þjóðum inn í aðra þjóð, að þeir munu bara halda áfram,“ segir hann. Þá segir Óskar að fólk í Úkraínu sé hætt að fylgjast með fjölmiðlum, það fylgist bara með því sem kemur frá stofnunum á borð við Nato og bresku leyniþjónustuna. Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent