Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2022 15:03 Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi. Tálknafjörður Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. Samkvæmt ráðningarsamningnum má Ólafur ekki taka að sér önnur störf án samþykkis sveitarstjórnar en honum er hins vegar heimilt að gegna áfram starfi formanns knattspyrnudeildar Reynis Sandgerðis. Bæjarins besta greina frá þessu. Ólafur var fyrst ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps í febrúar 2020 og voru laun hans þá 1,4 milljón króna á mánuði. Hins vegar eru launin tengd launavísitölu og hækka hver áramót miðað við þær breytingar. Núverandi ráðningarsamningur gildir til loka maí 2026 og er gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur. Hærri laun en aðrir í svipað stórum sveitarfélögum Auk grunnlauna sem eru 1,55 milljón króna á mánuði fær Ólafur ökutækjastyrk upp á 400 kílómetra sem er andvirði 50 þúsund króna á mánuði og sveitarfélagið greiðir bæði síma og net fyrir hann. Íbúafjöldi Tálknafjarðarhrepps var 255 manns þann 1. janúar 2022 samkvæmt vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun Ólafs gera því um sex þúsund krónur á hvern íbúa. Samband íslenskra sveitarfélaga gerði könnun á kjörum sveitarstjóra sveitarfélaga í mars síðastliðnum. Af 69 sveitarfélögum svöruðu 56 spurningalistanum eða um 80 prósent. Samkvæmt könnuninni eru tólf sveitarfélög með 200-499 íbúa og af þeim svöruðu níu spurningalistanum. Sveitarstjórar í sveitarfélögum með 200-499 íbúa voru með mánaðarlaun á bilinu 400 þúsund til 1,3 milljón króna. Þá voru hlunnindi sveitarstjóra, þ.e. greiðslur utan beinna launagreiðslna, á bilinu 25 til 125 þúsund. Miðað við þá könnun fær Ólafur nokkuð hærri laun en launahæsti sveitarstjórinn sem svaraði könnuninni, eða 250 þúsundum krónum meira. Ekki náðist í sveitarstjórnarfulltrúa Tálknafjarðarhrepps við gerð fréttarinnar. Kjaramál Stjórnsýsla Tálknafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Samkvæmt ráðningarsamningnum má Ólafur ekki taka að sér önnur störf án samþykkis sveitarstjórnar en honum er hins vegar heimilt að gegna áfram starfi formanns knattspyrnudeildar Reynis Sandgerðis. Bæjarins besta greina frá þessu. Ólafur var fyrst ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps í febrúar 2020 og voru laun hans þá 1,4 milljón króna á mánuði. Hins vegar eru launin tengd launavísitölu og hækka hver áramót miðað við þær breytingar. Núverandi ráðningarsamningur gildir til loka maí 2026 og er gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur. Hærri laun en aðrir í svipað stórum sveitarfélögum Auk grunnlauna sem eru 1,55 milljón króna á mánuði fær Ólafur ökutækjastyrk upp á 400 kílómetra sem er andvirði 50 þúsund króna á mánuði og sveitarfélagið greiðir bæði síma og net fyrir hann. Íbúafjöldi Tálknafjarðarhrepps var 255 manns þann 1. janúar 2022 samkvæmt vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun Ólafs gera því um sex þúsund krónur á hvern íbúa. Samband íslenskra sveitarfélaga gerði könnun á kjörum sveitarstjóra sveitarfélaga í mars síðastliðnum. Af 69 sveitarfélögum svöruðu 56 spurningalistanum eða um 80 prósent. Samkvæmt könnuninni eru tólf sveitarfélög með 200-499 íbúa og af þeim svöruðu níu spurningalistanum. Sveitarstjórar í sveitarfélögum með 200-499 íbúa voru með mánaðarlaun á bilinu 400 þúsund til 1,3 milljón króna. Þá voru hlunnindi sveitarstjóra, þ.e. greiðslur utan beinna launagreiðslna, á bilinu 25 til 125 þúsund. Miðað við þá könnun fær Ólafur nokkuð hærri laun en launahæsti sveitarstjórinn sem svaraði könnuninni, eða 250 þúsundum krónum meira. Ekki náðist í sveitarstjórnarfulltrúa Tálknafjarðarhrepps við gerð fréttarinnar.
Kjaramál Stjórnsýsla Tálknafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira