Öruggari greiðslur með sterkri auðkenningu Hermann Þór Snorrason skrifar 13. júlí 2022 11:00 Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni. Þegar þú skráir þig inn í netbanka eða bankaapp eða framkvæmir greiðslu á netinu þarftu að staðfesta að þú sért í raun og veru þú með því að nota sterka auðkenningu. Það getur þú t.d. gert með því að nota rafræn skilríki, nota fingrafara- eða andlitsskanna á símanum eða aðrar leiðir sem bankinn þinn býður upp á, t.d. Auðkennisappið, en allt telst þetta vera sterk auðkenning. Ef þú hefur skráð þig inn í netbanka eða app einungis með því að slá inn notandanafn og lykilorð, er bönkum skylt að krefjast viðbótarstaðfestingar áður en þú getur lokið við að framkvæma greiðslu. Dæmi um viðbótarstaðfestingu er að slá inn einnota auðkennisnúmer sem þú færð með SMSi, í appi eða á öryggislykli. Með sterkri auðkenningu er hægt að staðfesta að þú sért bara þú – að þú sért „orginal“ eins og Sálin hans Jóns míns söng um, sællar minningar. Allar þessar breytingar eru liður í innleiðingu á PSD2-tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu sem er ætlað að bregðast við auknum fjársvikatilraunum á netinu og gera fleiri þjónustuveitendum en bara bönkum fært að veita bankaþjónustu. Þær valda því að snjallsími og rafræn skilríki eru enn mikilvægari við hvers kyns bankaviðskipti og greiðslur en áður. Vinsælast að auðkenna sig með andlitsgreiningu eða fingrafari Í Landsbankaappinu hefur alltaf verið hægt að auðkenna sig með lífkenni, þ.e. með andlitsgreiningu eða fingrafari. Þetta er langvinsælasta leiðin við innskráningu og er notuð í um 70% tilfella. Aðrir viðskiptavinir nota helst rafræn skilríki. Innan skamms munu viðskiptavinir Landsbankans einnig geta staðfest greiðslur með lífkenni, rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu. Með þessu viljum við tryggja að þú getir sinnt bankaviðskiptum þótt þú sért bara í netsambandi en ekki í símasambandi. Sama gildir ef þú hefur bara símasamband en ekkert netsamband. Mikilvæg breyting í netverslun Verslun á netinu er ekki hættulaus og netglæpamenn leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum, s.s. kreditkortanúmerum. Lengi hefur verið hægt að staðfesta greiðslur á netinu með því að slá inn auðkennisnúmer sem kemur með SMSi en með nýju reglunum verður gerð krafa um sterka auðkenningu við netgreiðslur, s.s. lífkenni eða rafræn skilríki sem mun gera netverslun öruggari. Ógn vegna netglæpa er stöðug og við þurfum öll að vera vakandi fyrir henni. Þess vegna munum við, þrátt fyrir sterkar auðkenningar, halda áfram að starfrækja núverandi öryggiskerfi í netbanka Landsbankans og Landsbankaappinu. Þar mun áfram eiga sér stað áhættumat sem byggir meðal annars á hegðunarvenjum og -mynstri notandans. Þetta tvennt ásamt sterkum auðkenningum eru öflug vopn í baráttunni gegn netglæpum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Netöryggi Netglæpir Fjártækni Greiðslumiðlun Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni. Þegar þú skráir þig inn í netbanka eða bankaapp eða framkvæmir greiðslu á netinu þarftu að staðfesta að þú sért í raun og veru þú með því að nota sterka auðkenningu. Það getur þú t.d. gert með því að nota rafræn skilríki, nota fingrafara- eða andlitsskanna á símanum eða aðrar leiðir sem bankinn þinn býður upp á, t.d. Auðkennisappið, en allt telst þetta vera sterk auðkenning. Ef þú hefur skráð þig inn í netbanka eða app einungis með því að slá inn notandanafn og lykilorð, er bönkum skylt að krefjast viðbótarstaðfestingar áður en þú getur lokið við að framkvæma greiðslu. Dæmi um viðbótarstaðfestingu er að slá inn einnota auðkennisnúmer sem þú færð með SMSi, í appi eða á öryggislykli. Með sterkri auðkenningu er hægt að staðfesta að þú sért bara þú – að þú sért „orginal“ eins og Sálin hans Jóns míns söng um, sællar minningar. Allar þessar breytingar eru liður í innleiðingu á PSD2-tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu sem er ætlað að bregðast við auknum fjársvikatilraunum á netinu og gera fleiri þjónustuveitendum en bara bönkum fært að veita bankaþjónustu. Þær valda því að snjallsími og rafræn skilríki eru enn mikilvægari við hvers kyns bankaviðskipti og greiðslur en áður. Vinsælast að auðkenna sig með andlitsgreiningu eða fingrafari Í Landsbankaappinu hefur alltaf verið hægt að auðkenna sig með lífkenni, þ.e. með andlitsgreiningu eða fingrafari. Þetta er langvinsælasta leiðin við innskráningu og er notuð í um 70% tilfella. Aðrir viðskiptavinir nota helst rafræn skilríki. Innan skamms munu viðskiptavinir Landsbankans einnig geta staðfest greiðslur með lífkenni, rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu. Með þessu viljum við tryggja að þú getir sinnt bankaviðskiptum þótt þú sért bara í netsambandi en ekki í símasambandi. Sama gildir ef þú hefur bara símasamband en ekkert netsamband. Mikilvæg breyting í netverslun Verslun á netinu er ekki hættulaus og netglæpamenn leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum, s.s. kreditkortanúmerum. Lengi hefur verið hægt að staðfesta greiðslur á netinu með því að slá inn auðkennisnúmer sem kemur með SMSi en með nýju reglunum verður gerð krafa um sterka auðkenningu við netgreiðslur, s.s. lífkenni eða rafræn skilríki sem mun gera netverslun öruggari. Ógn vegna netglæpa er stöðug og við þurfum öll að vera vakandi fyrir henni. Þess vegna munum við, þrátt fyrir sterkar auðkenningar, halda áfram að starfrækja núverandi öryggiskerfi í netbanka Landsbankans og Landsbankaappinu. Þar mun áfram eiga sér stað áhættumat sem byggir meðal annars á hegðunarvenjum og -mynstri notandans. Þetta tvennt ásamt sterkum auðkenningum eru öflug vopn í baráttunni gegn netglæpum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landsbankanum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun