Stefna á að geta fargað þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2022 23:02 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Aðsend Íslenska kolefnisbindifyrirtækið Carbfix hefur fengið sextán milljarða króna styrk úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Fjármununum verður varið í uppbyggingu stöðvar sem mun taka á móti og farga koltvísýringi frá öðru löndum. Stefnt er að því að stöðin nái fullum afköstum eftir tíu ár. Stöðin verður staðsett í Straumsvík og verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að starfsemi hennar geti hafist árið 2026. Þá verði hægt að farga hálfri milljón tonna af koltvísýringi á ári. Hámarksafköstum verði náð árið 2031. Þá verði mögulegt að farga þremur milljónum tonna á ári. Það jafngildir um 65 prósent af heildarlosun Íslands árið 2019. Í höfninni við Straumsvík verður koltvísýringnum dælt á tanka, þaðan í lagnir út í basalthraunið skammt frá, þar sem honum verður dælt niður í sérútbúnar holur. Þar á koltvísýringurinn að steingerast á um tveimur árum. Fyrirtækið horfir til þess að farga kolefni frá löndunum næst Íslandi. Það er að segja, Skandinavíu, Bretland og fleiri lönd í norðurhluta Evrópu. „Við erum í samtali við aðila sem eru að undirbúa föngun á koldíoxíði í sinni starfsemi. Það eru ólíkir aðilar sem koma til greina, en það er hluti af vinnunni sem er í gangi að loka samningum,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Mikill áhugi fjárfesta Styrkurinn frá Nýsköpunarsjóði Evrópusambandins, sem er fjármagnaður með sölu á losunarheimildum, mun fjármagna um þriðjung verkefnisins. „Hugmyndin er að fjárfestar taki þátt í að fjármagna rest, alþjóðlegir og innlendir. Við erum bara í ferli með það og höfum stofnað sérstakt verkefnafélag utan um starfsemina, og það verður þá fjármagnað með þessum hætti,“ segir Edda. Þannig að það verður ekkert vandamál að fá fjármagn í verkefnið? „Áhuginn er gríðarlega mikill. En við þurfum auðvitað að landa samningum og koma ákveðnum þáttum verkefnisins eilítið lengra, áður en við ljúkum því skrefi.“ Edda telur að verkefnið feli í sér mikil tækifæri fyrir Ísland, sem hafi verið leiðandi í að fanga og farga koltvísýringi. „Þetta festir okkur auðvitað bara enn betur í þeim sessi og sýnir auðvitað líka bara hvaða tækifæri felast í því að markvisst byggja upp hugvit og hugverkaiðnað hér á landi. Þannig að við sjáum bara fram á mikil tækifæri fyrir íslenskt efnahagslíf.“ Hér má sjá hvernig stöðin kemur til með að líta út. Gráleitu kúlurnar marka holurnar þar sem koltvísýringnum verður dælt ofan í jörðina, þar sem hann steingerist á um tveimur árum.Vísir/Vilhelm Í sjónvarpsfréttinni sem má sjá hér að ofan var sagt að stöðin ætti að ná hámarksafköstum árið 2032. Hið rétta er að það á að gerast ári fyrr, árið 2031. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stöðin verður staðsett í Straumsvík og verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að starfsemi hennar geti hafist árið 2026. Þá verði hægt að farga hálfri milljón tonna af koltvísýringi á ári. Hámarksafköstum verði náð árið 2031. Þá verði mögulegt að farga þremur milljónum tonna á ári. Það jafngildir um 65 prósent af heildarlosun Íslands árið 2019. Í höfninni við Straumsvík verður koltvísýringnum dælt á tanka, þaðan í lagnir út í basalthraunið skammt frá, þar sem honum verður dælt niður í sérútbúnar holur. Þar á koltvísýringurinn að steingerast á um tveimur árum. Fyrirtækið horfir til þess að farga kolefni frá löndunum næst Íslandi. Það er að segja, Skandinavíu, Bretland og fleiri lönd í norðurhluta Evrópu. „Við erum í samtali við aðila sem eru að undirbúa föngun á koldíoxíði í sinni starfsemi. Það eru ólíkir aðilar sem koma til greina, en það er hluti af vinnunni sem er í gangi að loka samningum,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Mikill áhugi fjárfesta Styrkurinn frá Nýsköpunarsjóði Evrópusambandins, sem er fjármagnaður með sölu á losunarheimildum, mun fjármagna um þriðjung verkefnisins. „Hugmyndin er að fjárfestar taki þátt í að fjármagna rest, alþjóðlegir og innlendir. Við erum bara í ferli með það og höfum stofnað sérstakt verkefnafélag utan um starfsemina, og það verður þá fjármagnað með þessum hætti,“ segir Edda. Þannig að það verður ekkert vandamál að fá fjármagn í verkefnið? „Áhuginn er gríðarlega mikill. En við þurfum auðvitað að landa samningum og koma ákveðnum þáttum verkefnisins eilítið lengra, áður en við ljúkum því skrefi.“ Edda telur að verkefnið feli í sér mikil tækifæri fyrir Ísland, sem hafi verið leiðandi í að fanga og farga koltvísýringi. „Þetta festir okkur auðvitað bara enn betur í þeim sessi og sýnir auðvitað líka bara hvaða tækifæri felast í því að markvisst byggja upp hugvit og hugverkaiðnað hér á landi. Þannig að við sjáum bara fram á mikil tækifæri fyrir íslenskt efnahagslíf.“ Hér má sjá hvernig stöðin kemur til með að líta út. Gráleitu kúlurnar marka holurnar þar sem koltvísýringnum verður dælt ofan í jörðina, þar sem hann steingerist á um tveimur árum.Vísir/Vilhelm Í sjónvarpsfréttinni sem má sjá hér að ofan var sagt að stöðin ætti að ná hámarksafköstum árið 2032. Hið rétta er að það á að gerast ári fyrr, árið 2031.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira