Ronaldo með risatilboð frá Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 10:02 Cristiano Ronaldo gæti íhugað gylliboð frá Sádi-Arabíu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo vill komast frá Manchester United. Hann vill spila í Meistaradeild Evrópu en gæti freistast til að taka gylliboði frá Sádi-Arabíu þar sem talið er að hann fengi rúmlega 105 milljónir punda á ári. Þegar leikmenn Man United mættu í vinnuna eftir stutt sumarfrí var Ronaldo hvergi sjáanlegur. Skömmu síðar bárust þær fregnir að ofurstjarnan frá Portúgal vildi yfirgefa félagið sökum „metnaðarleysis“ á leikmannamarkaðnum. Aðalástæðan er hins vegar talin sú að Ronaldo vilji spila í Meistaradeild Evrópu. Sökum þess að Man Utd er ekki í Meistaradeildinni á komandi leiktíð þá lækkar Ronaldo töluvert í launum. Í stað þess að vera með rúmlega 500 þúsund pund á viku þá fær hann „aðeins“ í kringum 350 þúsund pund nú. Það gæti því verið að gylliboð frá Sádi-Arabíu heilli kappann en það myndi líklega taka hann innan við eitt tímabil til að brjóta öll markamet sem hægt er að brjóta þar í landi. Götublöðin á Englandi halda því fram lið í S-Arabíu hafi boðið í leikmanninn og sé tilbúið að borga honum laun sem hafa vart sést áður. Man Utd myndi fá 30 milljónir í sinn vasa, sem er meira en félagið borgaði Juventus er það keypti Ronaldo á síðasta ári. Framherjinn myndi svo fá á bilinu 210-250 milljónir punda fyrir tvö ár í Sádi-Arabíu á meðan umboðsmenn hans myndu fá 20 milljónir punda fyrir sína vinnu. 300 million euros! Cristiano Ronaldo is believed to have received an offer of £254m to play for just two seasons for a club in Saudi Arabia.#BBCFootball #ManUtd— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Ronaldo, sem er enn í fríi á meðan liðsfélagar hans flengja Liverpool í Tælandi, gæti íhugað slíkt gylliboð þar sem ekki hefur komið fram hvenær hann mun snúa aftur til æfinga. Sem stendur er hann í „ótímabundnu“ leyfi vegna fjölskylduaðstæðna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
Þegar leikmenn Man United mættu í vinnuna eftir stutt sumarfrí var Ronaldo hvergi sjáanlegur. Skömmu síðar bárust þær fregnir að ofurstjarnan frá Portúgal vildi yfirgefa félagið sökum „metnaðarleysis“ á leikmannamarkaðnum. Aðalástæðan er hins vegar talin sú að Ronaldo vilji spila í Meistaradeild Evrópu. Sökum þess að Man Utd er ekki í Meistaradeildinni á komandi leiktíð þá lækkar Ronaldo töluvert í launum. Í stað þess að vera með rúmlega 500 þúsund pund á viku þá fær hann „aðeins“ í kringum 350 þúsund pund nú. Það gæti því verið að gylliboð frá Sádi-Arabíu heilli kappann en það myndi líklega taka hann innan við eitt tímabil til að brjóta öll markamet sem hægt er að brjóta þar í landi. Götublöðin á Englandi halda því fram lið í S-Arabíu hafi boðið í leikmanninn og sé tilbúið að borga honum laun sem hafa vart sést áður. Man Utd myndi fá 30 milljónir í sinn vasa, sem er meira en félagið borgaði Juventus er það keypti Ronaldo á síðasta ári. Framherjinn myndi svo fá á bilinu 210-250 milljónir punda fyrir tvö ár í Sádi-Arabíu á meðan umboðsmenn hans myndu fá 20 milljónir punda fyrir sína vinnu. 300 million euros! Cristiano Ronaldo is believed to have received an offer of £254m to play for just two seasons for a club in Saudi Arabia.#BBCFootball #ManUtd— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Ronaldo, sem er enn í fríi á meðan liðsfélagar hans flengja Liverpool í Tælandi, gæti íhugað slíkt gylliboð þar sem ekki hefur komið fram hvenær hann mun snúa aftur til æfinga. Sem stendur er hann í „ótímabundnu“ leyfi vegna fjölskylduaðstæðna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira