Staðan gæti breyst í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í dag Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 11:45 Það skýrist endanlega hinn 5. september hver tekur við leiðtogaembættinu í Íhaldsflokknum og þar með forsætisráðherrastólnum. AP/Andy Bailey Sérfræðingur um málefni breska Íhaldsflokksins segir vel geta gerst að einhverjir þeirra sem komast áfram í annarri umferð í leiðtogakjöri flokksins í dag dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhvern þeirra efstu. Sama hver niðurstaðan verði að lokum megi ekki búast við stefnubreytingu í helstu málum flokksins. Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. Þar hlaut Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra 88 atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins og Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra varð önnur með 67 atkvæði. Hún er almennt talin eiga mestan stuðning meðal almennra flokksmanna sem að lokum greiða atkvæði um þá tvo frambjóðendur sem eftir standa að loknum kosningum þingmanna. Andrés Magnússon blaðamaður þekkir vel til innan breska Íhaldsflokksins.Mynd/FB síða Andrésar Magnússonar Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu bjó lengi íBretlandi og þekkir vel til innan Íhaldsflokksins. Hann segir stöðuna hæglega geta breyst í annarri umferðinni í dag þótt Sunak og Mordaunt hafi verið efst í gær. „Þá er samt sem áður nóg eftir af atkvæðum sem þurfa að ákveða sig upp á nýtt. Og þá er spurningin þessi, hvað verður um Sunak, er hann að fá ný atkvæði,“ segir Andrés. Þar segi margir að Penny Mordaunt eigi meiri möguleika. Þá eigi Liz Truss utanríkisráðherra sem varð í þriðja sætinu í gær enn möguleika á að komast í toppbaráttuna. „Nær Liz Truss að sannfæra einhvern með tali sínu um skattalækkanir og svo framvegis. Það er vel mögulegt. Hún er ekki illa liðin í flokknum. Það má alveg eins spyrja fyrir Penny Mordaunt sem hefur verið rísandi í þessu kapphlaupi núna. Hún hefur fengið á sig árásir í morgun fyrir að valda ekki starfinu og hafa ekki staðið sig nógu vel sem ráðherra frá fyrrverandi samstarfsmönnum,“ segir Andrés. Það geti hugsast eftir niðurstöður annarrar umferðar í dag aðeinhverjir sem gætu haldið baráttunni áfram dragi sig engu að síður í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhverja í efstu sætunum. Hins vegar væri ólíklegt að einhver stefnubreyting verði í meginmálum, hver sem nái kjöri að lokum. Enda hafi Boris Johnson unnið mikinn kosningasigur með núverandi kosningastefnu flokksins. „Það hefur enginn sem tekur við núna pólitískt umboð til að vera meðeinhverja stórkostlega stefnumörkun. Sigurvegarinn þarf bara að halda við kosningastefnu flokksins. Þannig að nei, það er ekki mikið að fara aðbreytast hvað stefnuna varðar,“ segir Andrés Magnússon. Þegar aðeins tveir frambjóðendur eru eftir fer fram póstkosning meðal flokksmanna. Eftir að niðurstöður hennar liggja fyrir verður nýr leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra kynntur hinn 5. september. Bretland Tengdar fréttir Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. Þar hlaut Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra 88 atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins og Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra varð önnur með 67 atkvæði. Hún er almennt talin eiga mestan stuðning meðal almennra flokksmanna sem að lokum greiða atkvæði um þá tvo frambjóðendur sem eftir standa að loknum kosningum þingmanna. Andrés Magnússon blaðamaður þekkir vel til innan breska Íhaldsflokksins.Mynd/FB síða Andrésar Magnússonar Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu bjó lengi íBretlandi og þekkir vel til innan Íhaldsflokksins. Hann segir stöðuna hæglega geta breyst í annarri umferðinni í dag þótt Sunak og Mordaunt hafi verið efst í gær. „Þá er samt sem áður nóg eftir af atkvæðum sem þurfa að ákveða sig upp á nýtt. Og þá er spurningin þessi, hvað verður um Sunak, er hann að fá ný atkvæði,“ segir Andrés. Þar segi margir að Penny Mordaunt eigi meiri möguleika. Þá eigi Liz Truss utanríkisráðherra sem varð í þriðja sætinu í gær enn möguleika á að komast í toppbaráttuna. „Nær Liz Truss að sannfæra einhvern með tali sínu um skattalækkanir og svo framvegis. Það er vel mögulegt. Hún er ekki illa liðin í flokknum. Það má alveg eins spyrja fyrir Penny Mordaunt sem hefur verið rísandi í þessu kapphlaupi núna. Hún hefur fengið á sig árásir í morgun fyrir að valda ekki starfinu og hafa ekki staðið sig nógu vel sem ráðherra frá fyrrverandi samstarfsmönnum,“ segir Andrés. Það geti hugsast eftir niðurstöður annarrar umferðar í dag aðeinhverjir sem gætu haldið baráttunni áfram dragi sig engu að síður í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhverja í efstu sætunum. Hins vegar væri ólíklegt að einhver stefnubreyting verði í meginmálum, hver sem nái kjöri að lokum. Enda hafi Boris Johnson unnið mikinn kosningasigur með núverandi kosningastefnu flokksins. „Það hefur enginn sem tekur við núna pólitískt umboð til að vera meðeinhverja stórkostlega stefnumörkun. Sigurvegarinn þarf bara að halda við kosningastefnu flokksins. Þannig að nei, það er ekki mikið að fara aðbreytast hvað stefnuna varðar,“ segir Andrés Magnússon. Þegar aðeins tveir frambjóðendur eru eftir fer fram póstkosning meðal flokksmanna. Eftir að niðurstöður hennar liggja fyrir verður nýr leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra kynntur hinn 5. september.
Bretland Tengdar fréttir Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15
Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21