Að vera með stjórnmálamenn í vasanum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 14. júlí 2022 19:00 Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum. En kannski er það mikilvægasta að með því að hafa stjórnmálamenn og flokka í vasanum þá getur þú stýrt umræðunni um aðgang að auðlindinni. Þannig hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn til dæmis tryggt að mest öll umræðan er um litlu aðilana sem stunda fiskveiðar. Þannig er endalaust verið að skerða rétt þeirra sem stunda strandveiðar, einu veiðarnar sem eru byggðavænar og hafa einnig mun minni áhrif á umhverfið. Þetta er alls ekki óþekkt aðferð sem kemur úr smiðju stóriðjunnar, en þeim hefur tekist að láta alla umræðu um umhverfismál snúast um hvað almenningur þurfi að gera á meðan 80% útblásturs kemur í raun frá stóriðjunni og þannig fáum við að heyra matvælaráðherra tala um þörf á breytingum á stjórnun strandveiða, sem í raun tengjast aðeins örlitlu broti af þeim afla sem veiddur er í lögsögu Íslands. Matvælaráðherra vill hverfa aftur til þess kerfis þegar kvótinn var bundinn við svæði, algjörlega óháð því hvernig fiskurinn dreifist í kringum landið á mismunandi hátt með breytingum á hitastigi í hafinu. Svo reynir ráðherra að friðþægja sjómennina með því að hækka kvótann örlítið. Því miður er nokkuð augljóst að ekkert af því sem verið er að gera tryggir strandveiðibátum 48 daga á sjó eins og miða átti við. Á sama tíma er um þriðjungur kvótans á Íslandi kominn í hendur örfárra aðila og ráðherrar sjá engar ástæður til þess að taka á því og leyfa stjórnendum þessara fyrirtækja að fela sig bak við það að þar sem félögin séu skráð á markað, þá séu í raun þúsundir eigenda, en sannleikurinn er sá að þegar eignarhlutur fólks í þessum fyrirtækjum er skoðaður, þá eru það innan við 20 aðilar á Íslandi ráða í raun yfir 80% kvótans. Það er hins vegar auðvelt að sjá af hverju ríkisstjórnarflokkarnir eru í vasanum á útgerðinni. Þegar skoðaðir eru ársreikningar flokkanna, en þeir eru aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunnar, þá má sjá að undanfarinn áratug þá hafa þessir þrír flokkar og frambjóðendur þeirra verið vel styrktir af þessum aðilum. Það er því ekkert skrýtið að þessir flokkar ruggi ekki bátnum hjá stóru útgerðunum en sé endalaust að reyna að sökkva strandveiðibátum. Ef að ætlunin er að tryggja dreifða byggð í landinu og sanngjarnan aðgang að auðlindum hafsins, þá þarf að tryggja 48 daga á hvern strandveiðibát, óháð því hvar hann er staðsettur á landinu, setja alvöru reglur um dreift eignarhald á kvóta og að rukka sanngjarnt auðlindagjald af þeim sem halda utan um kvótann. Það að við skattgreiðendur borgum með eftirliti með auðlindinni á sama tíma og örfáir einstaklingar moka inn milljarða í arð á hverju ári er óásættanlegt í öllum lýðræðislegum þjóðfélögum. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum. En kannski er það mikilvægasta að með því að hafa stjórnmálamenn og flokka í vasanum þá getur þú stýrt umræðunni um aðgang að auðlindinni. Þannig hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn til dæmis tryggt að mest öll umræðan er um litlu aðilana sem stunda fiskveiðar. Þannig er endalaust verið að skerða rétt þeirra sem stunda strandveiðar, einu veiðarnar sem eru byggðavænar og hafa einnig mun minni áhrif á umhverfið. Þetta er alls ekki óþekkt aðferð sem kemur úr smiðju stóriðjunnar, en þeim hefur tekist að láta alla umræðu um umhverfismál snúast um hvað almenningur þurfi að gera á meðan 80% útblásturs kemur í raun frá stóriðjunni og þannig fáum við að heyra matvælaráðherra tala um þörf á breytingum á stjórnun strandveiða, sem í raun tengjast aðeins örlitlu broti af þeim afla sem veiddur er í lögsögu Íslands. Matvælaráðherra vill hverfa aftur til þess kerfis þegar kvótinn var bundinn við svæði, algjörlega óháð því hvernig fiskurinn dreifist í kringum landið á mismunandi hátt með breytingum á hitastigi í hafinu. Svo reynir ráðherra að friðþægja sjómennina með því að hækka kvótann örlítið. Því miður er nokkuð augljóst að ekkert af því sem verið er að gera tryggir strandveiðibátum 48 daga á sjó eins og miða átti við. Á sama tíma er um þriðjungur kvótans á Íslandi kominn í hendur örfárra aðila og ráðherrar sjá engar ástæður til þess að taka á því og leyfa stjórnendum þessara fyrirtækja að fela sig bak við það að þar sem félögin séu skráð á markað, þá séu í raun þúsundir eigenda, en sannleikurinn er sá að þegar eignarhlutur fólks í þessum fyrirtækjum er skoðaður, þá eru það innan við 20 aðilar á Íslandi ráða í raun yfir 80% kvótans. Það er hins vegar auðvelt að sjá af hverju ríkisstjórnarflokkarnir eru í vasanum á útgerðinni. Þegar skoðaðir eru ársreikningar flokkanna, en þeir eru aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunnar, þá má sjá að undanfarinn áratug þá hafa þessir þrír flokkar og frambjóðendur þeirra verið vel styrktir af þessum aðilum. Það er því ekkert skrýtið að þessir flokkar ruggi ekki bátnum hjá stóru útgerðunum en sé endalaust að reyna að sökkva strandveiðibátum. Ef að ætlunin er að tryggja dreifða byggð í landinu og sanngjarnan aðgang að auðlindum hafsins, þá þarf að tryggja 48 daga á hvern strandveiðibát, óháð því hvar hann er staðsettur á landinu, setja alvöru reglur um dreift eignarhald á kvóta og að rukka sanngjarnt auðlindagjald af þeim sem halda utan um kvótann. Það að við skattgreiðendur borgum með eftirliti með auðlindinni á sama tíma og örfáir einstaklingar moka inn milljarða í arð á hverju ári er óásættanlegt í öllum lýðræðislegum þjóðfélögum. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun