Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 21:40 Óskar Hrafn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. Breiðablik mætti Santa Coloma í kvöld á Kópavogsvelli en Blikar leiddu 1-0 eftir góðan sigur ytra. Gestirnir komu öllum á óvart með marki af tæplega 40 metra færi þegar hálftími var liðinn en Blikar svöruðu undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks fékk leikmaður Coloma rautt spjald fyrir að verja með hendi á línu, Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni og eftir það var ljóst að einvígið væri búið. „Við erum sáttir með að vera komnir áfram. Kannski ekkert sérstaklega sáttur með fyrri hálfleikinn sem einkenndist af smá ótta og skort á að þora að spila. Seinni hálfleikurinn var frábær og byrjunin á honum var virkilega sterk og ekkert hægt að kvarta. Santa Coloma er vel skipulagt, kann að verjast í 4-4-2 og það tók tíma að brjóta þá á bak aftur.“ „Mér fannst menn vera að leggja sig fram allan leikinn í 90 mínútur. Við sjáum það á aukaspyrnunni sem Dagur Dan (Þórhallsson) fær í uppbótartíma eftir að hlaupa 70 metra, búinn að hlaupa allan leikinn. Ég er sáttur og fínn taktur á þessu, góður inngangur fyrir leikinn á móti Keflavík á sunnudag,“ sagði Óskar Hrafn aðspurður hvort hann væri sáttur við hlaupatölur dagsins en hann sagði fyrir leik að hann vildi sjá sína menn hlaupa meira en í Andorra. Blikar halda áfram að raða inn mörkum á heimavelli. Óskar Hrafn var spurður hvort hann væri hræddur um að stuðningsfólk Blika gæti orðið of góðu vant. „Við þurfum að passa okkur á því að hver leikur á sitt líf og þetta er ekki sjálfgefið, sáum það úti og í fyrri hálfleik í dag. Það er ekki sjálfgefið að liðið spili vel, skapi sér færi og skori mörk. Þú þarft að hafa fyrir því allan tímann, vonandi heldur það áfram en það heldur bara áfram ef við spilum eins og menn.“ Breiðablik mætir Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. „Ég held við eigum von á erfiðum leik. Ég hef horft á leikinn milli Budućnost og liðsins frá Kósovó. Þetta er gott lið, vel mannað, rútínerað í Evrópu svo ég býst við hörku leikjum en auðvitað er alveg ljóst að við ætlum okkur áfram.“ Að lokum var Óskar Hrafn spurður út í þá staðreynd að hann sé á blaði hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping. „Ekkert sem ég ætla að tjá mig um. Hef ekki haft það í vana að tjá mig um orðróma og er með 100 prósent fókus á verkefnið hjá Breiðablik.“ Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01 Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira
Breiðablik mætti Santa Coloma í kvöld á Kópavogsvelli en Blikar leiddu 1-0 eftir góðan sigur ytra. Gestirnir komu öllum á óvart með marki af tæplega 40 metra færi þegar hálftími var liðinn en Blikar svöruðu undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks fékk leikmaður Coloma rautt spjald fyrir að verja með hendi á línu, Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnunni og eftir það var ljóst að einvígið væri búið. „Við erum sáttir með að vera komnir áfram. Kannski ekkert sérstaklega sáttur með fyrri hálfleikinn sem einkenndist af smá ótta og skort á að þora að spila. Seinni hálfleikurinn var frábær og byrjunin á honum var virkilega sterk og ekkert hægt að kvarta. Santa Coloma er vel skipulagt, kann að verjast í 4-4-2 og það tók tíma að brjóta þá á bak aftur.“ „Mér fannst menn vera að leggja sig fram allan leikinn í 90 mínútur. Við sjáum það á aukaspyrnunni sem Dagur Dan (Þórhallsson) fær í uppbótartíma eftir að hlaupa 70 metra, búinn að hlaupa allan leikinn. Ég er sáttur og fínn taktur á þessu, góður inngangur fyrir leikinn á móti Keflavík á sunnudag,“ sagði Óskar Hrafn aðspurður hvort hann væri sáttur við hlaupatölur dagsins en hann sagði fyrir leik að hann vildi sjá sína menn hlaupa meira en í Andorra. Blikar halda áfram að raða inn mörkum á heimavelli. Óskar Hrafn var spurður hvort hann væri hræddur um að stuðningsfólk Blika gæti orðið of góðu vant. „Við þurfum að passa okkur á því að hver leikur á sitt líf og þetta er ekki sjálfgefið, sáum það úti og í fyrri hálfleik í dag. Það er ekki sjálfgefið að liðið spili vel, skapi sér færi og skori mörk. Þú þarft að hafa fyrir því allan tímann, vonandi heldur það áfram en það heldur bara áfram ef við spilum eins og menn.“ Breiðablik mætir Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. „Ég held við eigum von á erfiðum leik. Ég hef horft á leikinn milli Budućnost og liðsins frá Kósovó. Þetta er gott lið, vel mannað, rútínerað í Evrópu svo ég býst við hörku leikjum en auðvitað er alveg ljóst að við ætlum okkur áfram.“ Að lokum var Óskar Hrafn spurður út í þá staðreynd að hann sé á blaði hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping. „Ekkert sem ég ætla að tjá mig um. Hef ekki haft það í vana að tjá mig um orðróma og er með 100 prósent fókus á verkefnið hjá Breiðablik.“
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01 Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira
Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01