Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2022 09:18 Sterkir vindar og heitt þurrt veður hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að stöðva gróðurelda í Gironde-héraði. AP/SDIS 33 Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geisuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. Slökkviliðsmenn hafa barist við að halda aftur af gróðureldunum í Frakklandi, Spáni og Portúgal en hitabylgjan sem ríður yfir Evrópu hefur aukið á eldana. Í héraðinu Gironde í suðvestur Frakklandi þurfti að flytja burt meira en tólf þúsund manns þar sem sterkir vindar gerðu slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að slökkva elda sem kviknuðu í nærliggjandi greniskógum. Eldurinn þar og annar skammt frá, rétt sunnan við Bordeaux, hafa tortímt meira en tíu þúsund hekturum. Á Spáni hefur hitinn farið nærri fimmtíu gráðum í hitabylgjunni sem ríður yfir.AP/SDIS 33 Á Spáni hefur gífurlegur hitinn erfiðað störf slökkviliðsmanna en þar hefur hitinn náð upp í rúmar 45 gráður. Í bænum Mijas nálægt Costa del Sol þurfti að flytja meira en þrjú þúsund manns frá heimilum þeirra vegna gróðurelda í nágrenni við bæinn. Portúgalar hafa komið illa út úr hitabylgjunni en að sögn heilbrigðisráðuneytis Portúgals létust 238 manns vegna hitabylgjunnar sem reið yfir frá 7. til 13. júlí en þar af voru flestir hinn látnu eldra fólk. Þá hafa meira en 160 manns slasast í gróðureldum sem herja á landið og hundruð manna þurft að flýja heimili sín. Á föstudag lést flugmaður slökkviliðsflugvélar þegar flugvél hans hrapaði í miðri slökkviaðgerð nálægt landamærunum að Spáni. Hann er sá fyrsti sem deyr í landinu vegna gróðureldanna. Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem herja á Vestur-Evrópu.AP/SDIS 33 Spánn Frakkland Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Slökkviliðsmenn hafa barist við að halda aftur af gróðureldunum í Frakklandi, Spáni og Portúgal en hitabylgjan sem ríður yfir Evrópu hefur aukið á eldana. Í héraðinu Gironde í suðvestur Frakklandi þurfti að flytja burt meira en tólf þúsund manns þar sem sterkir vindar gerðu slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að slökkva elda sem kviknuðu í nærliggjandi greniskógum. Eldurinn þar og annar skammt frá, rétt sunnan við Bordeaux, hafa tortímt meira en tíu þúsund hekturum. Á Spáni hefur hitinn farið nærri fimmtíu gráðum í hitabylgjunni sem ríður yfir.AP/SDIS 33 Á Spáni hefur gífurlegur hitinn erfiðað störf slökkviliðsmanna en þar hefur hitinn náð upp í rúmar 45 gráður. Í bænum Mijas nálægt Costa del Sol þurfti að flytja meira en þrjú þúsund manns frá heimilum þeirra vegna gróðurelda í nágrenni við bæinn. Portúgalar hafa komið illa út úr hitabylgjunni en að sögn heilbrigðisráðuneytis Portúgals létust 238 manns vegna hitabylgjunnar sem reið yfir frá 7. til 13. júlí en þar af voru flestir hinn látnu eldra fólk. Þá hafa meira en 160 manns slasast í gróðureldum sem herja á landið og hundruð manna þurft að flýja heimili sín. Á föstudag lést flugmaður slökkviliðsflugvélar þegar flugvél hans hrapaði í miðri slökkviaðgerð nálægt landamærunum að Spáni. Hann er sá fyrsti sem deyr í landinu vegna gróðureldanna. Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem herja á Vestur-Evrópu.AP/SDIS 33
Spánn Frakkland Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira