Skemmdir unnar á sameign á stúdentagörðum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. júlí 2022 11:32 Nauðsynlegt sé að huga að persónuvernd þegar uppsetning á öryggismyndavélum sé annars vegar. Myndin er samsett. Aðsent, Vísir/Hanna Andrésdóttir Arnar Kjartansson fyrrum íbúi á Stúdentagörðunum við Suðurgötu greinir á Twitter síðu sinni frá skemmdarverkum sem gerð hafa verið á sameign garðana. Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri Stúdentagarða segir málið vera í farvegi. Ekki er vitað hver er að verki en Arnar birtir myndir af hinum ýmsu skemmdum sem hafa verið unnar og óþægindum sem aðilinn hefur valdið. „Ég ætlaði varla að trúa því sem að kom næst. Aðilinn tók risastórt grjót, setti í eina af fjórum sameignarþvottavélina og setti hana af stað. Hún er núna ónýt. Aðilinn hætti ekki þar, hann tók allskyns heimilisáhöld og dagblöð, setti í aðra þvottavél með næstum heilum dúnk af þvottaefni nokkrum dögum seinna og stíflaði hana. Það er nú beðið eftir viðgerðum og hvort hún sé í lagi,“ segir Arnar á Twitter. Bjó á Suðurgötunni í Stúdentagörðunum. Er enn í fb grúppunni og það er allt í steik þarna. Það er eh fáviti sem er að leika sér að því að eyðileggja fyrir öðrum og sameignir byggingarinnar. 1/?— Arnar Liberalmálaráðherra (@arnar111) July 17, 2022 Heiður Anna segir að búið sé að læsa hjólageymslunni og þvottahúsinu svo enginn komist inn án þess að hafa lykil og unnið sé að því að koma upp öryggismyndavélum. „Ef það gengur ekki þá verðum við bara að setja vakt á húsið,“ segir Heiður. Íbúar hafi ítrekað beðið um öryggismyndavélar Í ummælum við færslu Arnars má sjá gagnrýni gagnvart öryggi á sameignum Stúdentagarðana en íbúar hafi ítrekað beðið um að settar yrðu upp myndavélar á lesstofu. Heiður segir könnun hafa verið gerða meðal íbúa hvað varðar uppsetningu öryggismyndavéla en hafi meirihluti ekki viljað það. Myndavélar séu í sameignum á ýmsum stöðum en ekki alls staðar. Aðspurð hvenær síðan sú könnun sé segir hún hana vera tveggja til þriggja ára gamla. „Það er alveg algjörlega mögulega kominn tími til að athuga málið aftur,“ segir Heiður. Hún bætir því við að nauðsynlegt sé að huga að persónuvernd þegar uppsetning á öryggismyndavélum sé annars vegar. Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Ekki er vitað hver er að verki en Arnar birtir myndir af hinum ýmsu skemmdum sem hafa verið unnar og óþægindum sem aðilinn hefur valdið. „Ég ætlaði varla að trúa því sem að kom næst. Aðilinn tók risastórt grjót, setti í eina af fjórum sameignarþvottavélina og setti hana af stað. Hún er núna ónýt. Aðilinn hætti ekki þar, hann tók allskyns heimilisáhöld og dagblöð, setti í aðra þvottavél með næstum heilum dúnk af þvottaefni nokkrum dögum seinna og stíflaði hana. Það er nú beðið eftir viðgerðum og hvort hún sé í lagi,“ segir Arnar á Twitter. Bjó á Suðurgötunni í Stúdentagörðunum. Er enn í fb grúppunni og það er allt í steik þarna. Það er eh fáviti sem er að leika sér að því að eyðileggja fyrir öðrum og sameignir byggingarinnar. 1/?— Arnar Liberalmálaráðherra (@arnar111) July 17, 2022 Heiður Anna segir að búið sé að læsa hjólageymslunni og þvottahúsinu svo enginn komist inn án þess að hafa lykil og unnið sé að því að koma upp öryggismyndavélum. „Ef það gengur ekki þá verðum við bara að setja vakt á húsið,“ segir Heiður. Íbúar hafi ítrekað beðið um öryggismyndavélar Í ummælum við færslu Arnars má sjá gagnrýni gagnvart öryggi á sameignum Stúdentagarðana en íbúar hafi ítrekað beðið um að settar yrðu upp myndavélar á lesstofu. Heiður segir könnun hafa verið gerða meðal íbúa hvað varðar uppsetningu öryggismyndavéla en hafi meirihluti ekki viljað það. Myndavélar séu í sameignum á ýmsum stöðum en ekki alls staðar. Aðspurð hvenær síðan sú könnun sé segir hún hana vera tveggja til þriggja ára gamla. „Það er alveg algjörlega mögulega kominn tími til að athuga málið aftur,“ segir Heiður. Hún bætir því við að nauðsynlegt sé að huga að persónuvernd þegar uppsetning á öryggismyndavélum sé annars vegar.
Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira