Sport

For­eldrar stúlkna varaðir við því að senda þær á við­burði ReyCup

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Ítreki þjálfararnir að þeir treysti sínum stúlkum alfarið til þess að „haga sér.“
Ítreki þjálfararnir að þeir treysti sínum stúlkum alfarið til þess að „haga sér.“ Vísir/Hanna

Foreldrum þrettán og fjórtán ára gamalla stúlkna í fjórða flokki í Breiðablik hefur verið sent bréf frá þjálfurum liðsins. Í bréfinu eru foreldrar hvattir til þess að halda börnum sínum frá því að fara á ball og í sundlaugarpartý í tengslum við ReyCup.

Alþjóðlega knattspyrnumótið ReyCup hefst á morgun og eru liðin á mótinu í ár frá Íslandi, Noregi, Kanada og Bretlandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þjálfarar stúlkna í fjórða flokki í Breiðablik sent foreldrum bréf þar sem þeir lýsa því yfir að þeir vilji ekki að yngri stúlkurnar í flokknum fari á ball eða í sundlaugarpartý í tengslum við mótið.

Í bréfinu kemur fram að þjálfarar séu ekki að banna stúlkunum að fara á viðburðina en sé það alfarið á ábyrgð foreldra. Þjálfararnir bera fyrir sig menningarmun á milli þátttakenda á mótinu og vísa í atvik þar sem stúlka var áreitt í sundlaugarpartýi árið 2017 ásamt fleiru. Ítreki þjálfararnir að þeir treysti sínum stúlkum alfarið til þess að „haga sér.“

Í svari til Fréttablaðsins kemur fram að stjórnendum ReyCup hafi aldrei borist „áreitniskvörtun af slíku tagi á ReyCup viðburðum.“ Viðburðirnir séu haldnir ísamstarfi með ÍTR og Reykjavíkurborg.

Bréfið til foreldra frá þjálfurum Breiðabliks má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×