Íslendingar að kafna í methita í Danmörku Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 21:30 Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar. Hitabylgjan sem dregið hefur þúsundir til dauða, þar af um 1500 í Portúgal og Spáni, færir sig nú norður á bóginn - þó að hún muni reyndar ekki ná til Íslands. Hitinn var víða þrúgandi í Belgíu og Þýskalandi í gær og þá var gærdagurinn metdagur hjá slökkviliði Lundúnaborgar, sem ekki hefur sinnt jafnmörgum útköllum á einum degi síðan í seinni heimsstyrjöldinni, í mesta hita frá upphafi mælinga. Og loks fengu Danir sinn skerf af hitabylgjunni í dag, þar sem veðurfræðingar spáðu raunar að allsherjar hitamet gæti fallið. Svo fór þó ekki en hins vegar mældist hiti 35,9 stig í Abed á Láglandi - sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júlímánuði í Danmörku. Fyrra met var 35,3 gráður árið 1941. Þrjár viftur á fullu Þarna er þó miðað við opinberar tölur. Hitamælar Íslendinga víðsvegar um Danmörku sem fréttastofa ræddi við í dag sýndu þó margir hærra hitastig en umræddan methita eins og sjá má í meðfylgjandi kvöldfrétt. Elka Mist Káradóttir, sem býr á Láglandi þar sem júlímetið féll, segir hitann sláandi fyrir Danmörku. „Svo eru krakkarnir núna úti bara bugaðir að leika í sundlauginni með úðara og vatnið er á fullu. Systir mín liggur úti í sólbaði og er með þrjár viftur á sér, því það er eiginlega bara of heitt til að liggja í sólbaði.“ Ólíft utandyra Og Martha Sif Jónsdóttir, nýflutt til Silkeborgar, segir hafa verið ólíft í borginni í dag. „Ég hef búið á Ítalíu áður og það var aldrei svona heitt þar, allavega ekki á meðan ég bjó þar.“ Þá séu götur borgarinnar nær tómar. „Maðurinn minn fór áðan niður á göngugötu sem er vanalega alveg full af fólki og það var bara ekki sála þar. því það er eiginlega ekkert hægt að vera úti.“ Þannig að þið kannski hugsið hlýtt til 12 stiganna hérna heima? „Já, maður væri alveg til í að vera heima í dag!“ segir Martha. Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Hitabylgjan sem dregið hefur þúsundir til dauða, þar af um 1500 í Portúgal og Spáni, færir sig nú norður á bóginn - þó að hún muni reyndar ekki ná til Íslands. Hitinn var víða þrúgandi í Belgíu og Þýskalandi í gær og þá var gærdagurinn metdagur hjá slökkviliði Lundúnaborgar, sem ekki hefur sinnt jafnmörgum útköllum á einum degi síðan í seinni heimsstyrjöldinni, í mesta hita frá upphafi mælinga. Og loks fengu Danir sinn skerf af hitabylgjunni í dag, þar sem veðurfræðingar spáðu raunar að allsherjar hitamet gæti fallið. Svo fór þó ekki en hins vegar mældist hiti 35,9 stig í Abed á Láglandi - sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júlímánuði í Danmörku. Fyrra met var 35,3 gráður árið 1941. Þrjár viftur á fullu Þarna er þó miðað við opinberar tölur. Hitamælar Íslendinga víðsvegar um Danmörku sem fréttastofa ræddi við í dag sýndu þó margir hærra hitastig en umræddan methita eins og sjá má í meðfylgjandi kvöldfrétt. Elka Mist Káradóttir, sem býr á Láglandi þar sem júlímetið féll, segir hitann sláandi fyrir Danmörku. „Svo eru krakkarnir núna úti bara bugaðir að leika í sundlauginni með úðara og vatnið er á fullu. Systir mín liggur úti í sólbaði og er með þrjár viftur á sér, því það er eiginlega bara of heitt til að liggja í sólbaði.“ Ólíft utandyra Og Martha Sif Jónsdóttir, nýflutt til Silkeborgar, segir hafa verið ólíft í borginni í dag. „Ég hef búið á Ítalíu áður og það var aldrei svona heitt þar, allavega ekki á meðan ég bjó þar.“ Þá séu götur borgarinnar nær tómar. „Maðurinn minn fór áðan niður á göngugötu sem er vanalega alveg full af fólki og það var bara ekki sála þar. því það er eiginlega ekkert hægt að vera úti.“ Þannig að þið kannski hugsið hlýtt til 12 stiganna hérna heima? „Já, maður væri alveg til í að vera heima í dag!“ segir Martha.
Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira