Hinn fjölhæfi Viktor Örlygur er einnig fimur á saumavélinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 09:30 Viktor Örlygur í einum af fjórum Evrópuleikjum Víkings til þessa á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Undirbúningur leikmanna er misjafn fyrir stóran Evrópuleik. Víkingurinn Viktor Örlygur Andrason verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu er Íslands- og bikarmeistararnir mæta The New Saints frá Wales í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Undirbúningur hans er töluvert frábrugðinn öðrum leikmönnum liðsins. Leikmaðurinn fjölhæfi hannar og saumar snyrtitöskur og kortaveski úr leðri sem kemur úr bóndabæ langafa hans. Áður hefur verið fjallað um fjölhæfni Viktors Örlygs í tölvuleiknum Football Manager en þar getur hann leikið að því virðist allar stöður nema í marki þó hann hafi einnig spilað þar á sínum tíma. „Þetta byrjaði fyrir alvöru fyrir svona einu og hálfu ári. Þá byrjaði ég að gera kortaveski og svo í janúar fékk í Covid-19 og fór aðeins að pæla í þessu, horfði á nokkur myndbönd og eftir það fór ég að gera snyrtitöskur. Fór til bólstrara, fékk afgangsleður þar og þá fór þetta að rúlla,“ sagði Viktor Örlygur um iðn sína. „Þetta er mest bara Youtube, einhver myndbönd þar ásamt Instagram og Google, fullt af upplýsingum þar. Það eru ekkert rosalega margir í þessu á Íslandi,“ sagði Viktor Örlygur aðspurður hvar hann hefði lært fag sitt. Leðrið hefur lengi verið í fjölskyldunni. „Þetta er frá kindunum sem langafi átti, sem bróðir mömmu lét súta. Það var eitthvað til af því sem hafði ekki verið notað svo ég fékk það frá mömmu.“ „Það er smá biðlisti og ég for vonandi að vinna í honum bráðum. Það eru einhverjar pantanir komnar. Svo þegar ég er búinn að hanna betur töskurnar og fullkomna þær þá fer kannski alvöru framleiðsla í gang.“ Einn þeirra sem hefur fengið tösku er nýjasti leikmaður norska stórliðsins Rosenborg. „Hún er geggjuð,“ sagði Kristall Máni Ingason um töskuna sem hann fékk frá samherja sínum. „Það er alveg hægt að segja það. Að hafa eitthvað annað að gera en fótboltann þegar hann er í smá pásu yfir daginn. Þá er fínt að fara í þetta,“ sagði Viktor Örlygur að endingu í viðtali sem sjá má hér að neðan. Leikur Víkings og The New Saints frá Wales hefst klukkan 19.30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 19.20. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leikmaðurinn fjölhæfi hannar og saumar snyrtitöskur og kortaveski úr leðri sem kemur úr bóndabæ langafa hans. Áður hefur verið fjallað um fjölhæfni Viktors Örlygs í tölvuleiknum Football Manager en þar getur hann leikið að því virðist allar stöður nema í marki þó hann hafi einnig spilað þar á sínum tíma. „Þetta byrjaði fyrir alvöru fyrir svona einu og hálfu ári. Þá byrjaði ég að gera kortaveski og svo í janúar fékk í Covid-19 og fór aðeins að pæla í þessu, horfði á nokkur myndbönd og eftir það fór ég að gera snyrtitöskur. Fór til bólstrara, fékk afgangsleður þar og þá fór þetta að rúlla,“ sagði Viktor Örlygur um iðn sína. „Þetta er mest bara Youtube, einhver myndbönd þar ásamt Instagram og Google, fullt af upplýsingum þar. Það eru ekkert rosalega margir í þessu á Íslandi,“ sagði Viktor Örlygur aðspurður hvar hann hefði lært fag sitt. Leðrið hefur lengi verið í fjölskyldunni. „Þetta er frá kindunum sem langafi átti, sem bróðir mömmu lét súta. Það var eitthvað til af því sem hafði ekki verið notað svo ég fékk það frá mömmu.“ „Það er smá biðlisti og ég for vonandi að vinna í honum bráðum. Það eru einhverjar pantanir komnar. Svo þegar ég er búinn að hanna betur töskurnar og fullkomna þær þá fer kannski alvöru framleiðsla í gang.“ Einn þeirra sem hefur fengið tösku er nýjasti leikmaður norska stórliðsins Rosenborg. „Hún er geggjuð,“ sagði Kristall Máni Ingason um töskuna sem hann fékk frá samherja sínum. „Það er alveg hægt að segja það. Að hafa eitthvað annað að gera en fótboltann þegar hann er í smá pásu yfir daginn. Þá er fínt að fara í þetta,“ sagði Viktor Örlygur að endingu í viðtali sem sjá má hér að neðan. Leikur Víkings og The New Saints frá Wales hefst klukkan 19.30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 19.20.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira