Biden boðar áframhaldandi ofsóknir og morð Hjálmtýr Heiðdal skrifar 21. júlí 2022 11:01 Biden forseti Bandaríkjanna heimsótti fyrir skömmu Ísrael og Palestínu. Í tvo daga ræddi hann við stjórnvöld í Ísrael og dagpart skrapp hann yfir á Vesturbakkann og hitti Abbas forseta Palestínu. Í viðræðunum við Abbas ítrekaði Biden að Bandaríkjastjórn styddi friðarsamkomulag sem binda á enda á hernám Ísraela á landi Palestínumanna - og tveggja ríkja lausnina sem á að leiða til stofnunar sjálstæðs Palestínuríkis. En raunveruleg stefna Bandaríkjaforseta í málefnum Ísraels og Palestínu opinberaðist í örfáum orðum sem forsetinn muldraði við komuna til Tel Aviv: „Við munum ræða áframhaldandi stuðning minn – jafnvel þó ég viti að það sé ekki á næstunni – við tveggja ríkja lausnina. Það er enn, að mínu mati, besta leiðin til að tryggja framtíð jafnt frelsis, velmegunar og lýðræðis fyrir Ísraela og Palestínumenn“. Biden veit vel að stjórnvöld í Ísrael munu aldrei samþykkja tilveru sjálfstæðrar Palestínu. Þessi málefni hafa fulltrúar BNA rætt í áratugi og niðurstaðan alltaf sú sama - Ísrael heldur áfram að ræna landi og myrða Palestínumenn án viðurlaga - með fullum stuðningi Bandaríkjanna óháð því hver situr í Hvíta húsinu. Það sem Biden ræddi ekki í ávörpum sínum er þó töluvert áhugaverðara: Hann ræddi ekki um morð Ísraelshers á blaðakonunni Abu Akleh sem er bandarískur ríkisborgari. Þar fylgir hann stefnu forvera sinna í embætti - sem aldrei ræddu morð Ísraelshers á bandarísku baráttukonunni Rachel Corrie. Biden ræddi ekki nýlegar skýrslur fjölda mannréttindasamtaka um aðskilnaðarstefnu Ísraels - stefna sem er ólögleg skv. samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Allar ræður Bidens um mannréttindi, hvort sem er í Úkraínu eða Palestínu, eru blekking Boðskapur Bidens er hinn sami og aðrir forsetar BNA hafa flutt Palestínumönnum í áratugi: Ísrael hefur allan rétt en þið engan. Heildarniðurstaðan er endurtekin réttlæting Bandaríkjastjórnar á glæpum Ísraels og staðfesting á þeirri stefnu Bandaríkjanna að styðja ofbeldið með vopnum og fjárframlögum auk stuðnings á vettvangi alþjóðasamtaka þegar Ísrael brýtur reglur og lög sem krafist er að öll ríki framfylgi. Rúsínan í pylsuendanum var svo yfirlýsing Bidens um að hann væri sjálfur síonisti: „Ég sagði og ég segi aftur, þú þarft ekki að vera gyðingur til að vera síonisti“. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Joe Biden Bandaríkin Ísrael Palestína Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Biden forseti Bandaríkjanna heimsótti fyrir skömmu Ísrael og Palestínu. Í tvo daga ræddi hann við stjórnvöld í Ísrael og dagpart skrapp hann yfir á Vesturbakkann og hitti Abbas forseta Palestínu. Í viðræðunum við Abbas ítrekaði Biden að Bandaríkjastjórn styddi friðarsamkomulag sem binda á enda á hernám Ísraela á landi Palestínumanna - og tveggja ríkja lausnina sem á að leiða til stofnunar sjálstæðs Palestínuríkis. En raunveruleg stefna Bandaríkjaforseta í málefnum Ísraels og Palestínu opinberaðist í örfáum orðum sem forsetinn muldraði við komuna til Tel Aviv: „Við munum ræða áframhaldandi stuðning minn – jafnvel þó ég viti að það sé ekki á næstunni – við tveggja ríkja lausnina. Það er enn, að mínu mati, besta leiðin til að tryggja framtíð jafnt frelsis, velmegunar og lýðræðis fyrir Ísraela og Palestínumenn“. Biden veit vel að stjórnvöld í Ísrael munu aldrei samþykkja tilveru sjálfstæðrar Palestínu. Þessi málefni hafa fulltrúar BNA rætt í áratugi og niðurstaðan alltaf sú sama - Ísrael heldur áfram að ræna landi og myrða Palestínumenn án viðurlaga - með fullum stuðningi Bandaríkjanna óháð því hver situr í Hvíta húsinu. Það sem Biden ræddi ekki í ávörpum sínum er þó töluvert áhugaverðara: Hann ræddi ekki um morð Ísraelshers á blaðakonunni Abu Akleh sem er bandarískur ríkisborgari. Þar fylgir hann stefnu forvera sinna í embætti - sem aldrei ræddu morð Ísraelshers á bandarísku baráttukonunni Rachel Corrie. Biden ræddi ekki nýlegar skýrslur fjölda mannréttindasamtaka um aðskilnaðarstefnu Ísraels - stefna sem er ólögleg skv. samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Allar ræður Bidens um mannréttindi, hvort sem er í Úkraínu eða Palestínu, eru blekking Boðskapur Bidens er hinn sami og aðrir forsetar BNA hafa flutt Palestínumönnum í áratugi: Ísrael hefur allan rétt en þið engan. Heildarniðurstaðan er endurtekin réttlæting Bandaríkjastjórnar á glæpum Ísraels og staðfesting á þeirri stefnu Bandaríkjanna að styðja ofbeldið með vopnum og fjárframlögum auk stuðnings á vettvangi alþjóðasamtaka þegar Ísrael brýtur reglur og lög sem krafist er að öll ríki framfylgi. Rúsínan í pylsuendanum var svo yfirlýsing Bidens um að hann væri sjálfur síonisti: „Ég sagði og ég segi aftur, þú þarft ekki að vera gyðingur til að vera síonisti“. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar