Innlent

Sam­eina menningu, ferða­mál, í­þróttir og tóm­stundir undir eitt svið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Er þetta í samræmi við nýjan samstarfssáttmála núverandi meirihluta. Á myndinni má sjá Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, Þórdísi Lói Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar (f.m.) og Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata (t.h), þegar þau kynntu nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á öðrum degi hvítasunnu.
Er þetta í samræmi við nýjan samstarfssáttmála núverandi meirihluta. Á myndinni má sjá Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, Þórdísi Lói Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar (f.m.) og Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata (t.h), þegar þau kynntu nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á öðrum degi hvítasunnu. Vísir/Vilhelm

Borgarráð samþykkti í dag að sameina menningar- og ferðamálasvið (MOF) og íþrótta- og tómstundasvið (ÍTR). Markmiðið er að styrkja málaflokkana með því að nýta samlegð í innviðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að breytingin sé í samræmi við samstarfssáttmála núverandi meirihluta.

Auglýst verður nýtt starf sviðsstjóra sviðsins en það mun heita menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar.

Starfshópur embættismanna mun halda utan um sameininguna og verður áhersla lögð á samráð við stjórnendur og annað starfsfólk sviðanna. Borgarritara hefur verið falið að leiða starfshópinn og undirbúning sameiningar þar til nýr sviðsstjóri tekur til starfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×