Líður eins og stjörnu í Sarajevó Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2022 18:31 Blær að taka við verðlaununum. Mario Ilić / OFF Press Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi. Í samtali við fréttastofu segist Blær vera hæstánægður með verðlaunin. Stemningin í Sarajevó sé rosalega góð þessa dagana. „Maður lifir smá eins og stjarna hérna. Ég vissi ekkert hvað ég væri að fara út í eða hversu stór kvikmyndahátíð þetta væri. Það er svo oft með svona hátíðir, maður veit ekki hvort það séu tíu manns að fara að horfa á myndina eða fullt af fólki. Þetta er ágætlega stór hátíð og maður er eins og stjarna hérna,“ segir Blær. Blær með umboðsmanni sínum Maríu Hrund Marinósdóttur.Aðsent Hjartasteinn kom út árið 2016 en var samt sem áður á hátíðinni í ár. Blær segir skondna sögu vera á bak við hvers vegna myndin var á hátíðinni í ár. „Myndin átti að vera á hátíðinni árið 2019 en því var frestað út af Covid. Einn stærsti leikstjórinn í Bosníu, hann er hér og á að velja hvaða myndir eiga að vera á hátíðinni. Hann alveg elskar Hjartastein og sagði „Við þurfum að hafa þetta sem aðalmynd. Við þurfum,“ en stjórinn sagði að það væri ekki hægt því hún er frá 2016. Þannig myndin er „special feature“ á hátíðinni og er eiginlega aðalmyndin sem er mjög fyndið því hún er svona gömul,“ segir Blær. Blær segist ekki vera að vinna í öðrum kvikmyndaverkefnum þessa stundina heldur sé hann bara að njóta í Sarajevó og undirbúa sig fyrir komandi átök í Olís-deildinni í handbolta. Þar spilar hann með Aftureldingu. „Það er 32 stiga hiti og á morgun er fjörutíu stiga hiti. Það er alveg æðislegt að vera hérna. Þetta er svo falleg borg, hefur svo mikla sögu og er mjög merkileg bara. Það er ekkert uppi á borðum, maður fer í prufur annað slagið og svona en svo er bara undirbúningur fyrir handboltatímabilið. Maður reynir að hreyfa sig áður en maður fer í viðtöl og að labba á rauða dreglinum,“ segir Blær. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Bosnía og Hersegóvína Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Blær vera hæstánægður með verðlaunin. Stemningin í Sarajevó sé rosalega góð þessa dagana. „Maður lifir smá eins og stjarna hérna. Ég vissi ekkert hvað ég væri að fara út í eða hversu stór kvikmyndahátíð þetta væri. Það er svo oft með svona hátíðir, maður veit ekki hvort það séu tíu manns að fara að horfa á myndina eða fullt af fólki. Þetta er ágætlega stór hátíð og maður er eins og stjarna hérna,“ segir Blær. Blær með umboðsmanni sínum Maríu Hrund Marinósdóttur.Aðsent Hjartasteinn kom út árið 2016 en var samt sem áður á hátíðinni í ár. Blær segir skondna sögu vera á bak við hvers vegna myndin var á hátíðinni í ár. „Myndin átti að vera á hátíðinni árið 2019 en því var frestað út af Covid. Einn stærsti leikstjórinn í Bosníu, hann er hér og á að velja hvaða myndir eiga að vera á hátíðinni. Hann alveg elskar Hjartastein og sagði „Við þurfum að hafa þetta sem aðalmynd. Við þurfum,“ en stjórinn sagði að það væri ekki hægt því hún er frá 2016. Þannig myndin er „special feature“ á hátíðinni og er eiginlega aðalmyndin sem er mjög fyndið því hún er svona gömul,“ segir Blær. Blær segist ekki vera að vinna í öðrum kvikmyndaverkefnum þessa stundina heldur sé hann bara að njóta í Sarajevó og undirbúa sig fyrir komandi átök í Olís-deildinni í handbolta. Þar spilar hann með Aftureldingu. „Það er 32 stiga hiti og á morgun er fjörutíu stiga hiti. Það er alveg æðislegt að vera hérna. Þetta er svo falleg borg, hefur svo mikla sögu og er mjög merkileg bara. Það er ekkert uppi á borðum, maður fer í prufur annað slagið og svona en svo er bara undirbúningur fyrir handboltatímabilið. Maður reynir að hreyfa sig áður en maður fer í viðtöl og að labba á rauða dreglinum,“ segir Blær.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Bosnía og Hersegóvína Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira