Innlent

Vara­ríkis­sak­sóknari segir hin­segin hælis­leit­endur „auð­vitað“ ljúga

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Helgi tjáir sig um kvöldfrétt Stöðvar 2 á Facebook.
Helgi tjáir sig um kvöldfrétt Stöðvar 2 á Facebook. Vísir/Vilhelm

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld birtist viðtal við Helga Þorsteinsson Silva lögmann sem segir stjórnvöld hafa sakað skjólstæðing sinn um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum um hæli. Að hans mati virðist stjórnvöld ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sæki um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga.

Vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson deilir fréttinni í færslu á Facebook og skrifar, „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“

Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan en Helgi hefur nokkrum sinnum verið gagnrýndur fyrir orðalag sitt varðandi hin ýmsu samfélagsmál. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gagnrýndi Helga fyrir hegðun sína á samfélagmiðlum þegar hann setti „like“ við umdeilda færslu á Facebook og deildi henni einnig. Áslaug sagði embættismenn ekki mega rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi.

Í umfjöllun Stundarinnar um skrif Helga á samfélagsmiðlum kemur fram að hann hafi ítrekað kvartað undan „innflytjendum, múslimum og hælisleitendum.“

Skjáskot af Facebook færslu Helga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×