Sjáðu mörkin, rauðu spjöldin, vítin og lætin þegar Blikar og Víkingar unnu Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 14:25 Það var lítill vinskapur með leikmönnum Buducnost og Breiðabliks í gærkvöld og fróðlegt verður að fylgjast með seinni leik liðanna í Svartfjallalandi næsta fimmtudagskvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik og Víkingur unnu bæði góða 2-0 sigra í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Hitinn var öllu meiri í Kópavogi en í Fossvogi og fór rauða spjaldið þrisvar á loft auk þess sem litlu munaði að upp úr syði í leikslok. Breiðablik vann Buducnost frá Svartfjallalandi og eins og fram hefur komið var framkoma gestanna ekki til fyrirmyndar. Þeir voru líka ósáttir við dómgæsluna í leiknum en tveir leikmenn Buducnost voru reknir af velli sem og þjálfarinn. Andrija Raznatovic fékk rautt spjald á 55. mínútu fyrir að slá Jason Daða Svanþórsson í andlitið og Luka Mirkovic fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili fyrir brot á Jasoni Daða þegar enn voru tuttugu mínútur til leiksloka. Í uppbótartíma fékk svo þjálfarinn Aleksandar Nedovic rautt spjald, rétt eftir að Kristinn Steindórsson hafði komið Blikum yfir. Þá var enn tími fyrir Höskuld Gunnlaugsson til að skora afar mikilvægt mark úr vítaspyrnu sem Oliver Sigurjónsson krækti í. Mörkin, rauðu spjöldin og læti eftir leik í Kópavogi má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin og lætin í leik Breiðabliks og Buducnost Blikar fara því með 2-0 forskot til Svartfjallalands þar sem heimamenn verða án 3.000 stuðningsmanna vegna refsingar UEFA í kjölfar óláta á síðasta heimaleik þeirra. Víkingar unnu einnig 2-0 sigur og það án þess að rauða spjaldið færi nokkru sinni á loft. Gestirnir frá Wales, The New Saints, urðu að sætta sig við að Víkingar fengju tvær vítaspyrnur sem Kristall Máni Ingason skoraði úr. Kristall viðurkenndi sjálfur eftir leik að seinni vítaspyrnudómurinn hefði kannski ekki verið sérlega verðskuldaður en vítin má sjá hér að neðan. Klippa: Vítin og mörkin hjá Víkingi gegn TNS Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Fótbolti Tengdar fréttir Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Breiðablik vann Buducnost frá Svartfjallalandi og eins og fram hefur komið var framkoma gestanna ekki til fyrirmyndar. Þeir voru líka ósáttir við dómgæsluna í leiknum en tveir leikmenn Buducnost voru reknir af velli sem og þjálfarinn. Andrija Raznatovic fékk rautt spjald á 55. mínútu fyrir að slá Jason Daða Svanþórsson í andlitið og Luka Mirkovic fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili fyrir brot á Jasoni Daða þegar enn voru tuttugu mínútur til leiksloka. Í uppbótartíma fékk svo þjálfarinn Aleksandar Nedovic rautt spjald, rétt eftir að Kristinn Steindórsson hafði komið Blikum yfir. Þá var enn tími fyrir Höskuld Gunnlaugsson til að skora afar mikilvægt mark úr vítaspyrnu sem Oliver Sigurjónsson krækti í. Mörkin, rauðu spjöldin og læti eftir leik í Kópavogi má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin og lætin í leik Breiðabliks og Buducnost Blikar fara því með 2-0 forskot til Svartfjallalands þar sem heimamenn verða án 3.000 stuðningsmanna vegna refsingar UEFA í kjölfar óláta á síðasta heimaleik þeirra. Víkingar unnu einnig 2-0 sigur og það án þess að rauða spjaldið færi nokkru sinni á loft. Gestirnir frá Wales, The New Saints, urðu að sætta sig við að Víkingar fengju tvær vítaspyrnur sem Kristall Máni Ingason skoraði úr. Kristall viðurkenndi sjálfur eftir leik að seinni vítaspyrnudómurinn hefði kannski ekki verið sérlega verðskuldaður en vítin má sjá hér að neðan. Klippa: Vítin og mörkin hjá Víkingi gegn TNS
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Fótbolti Tengdar fréttir Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16