„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. júlí 2022 22:36 Erla Sigurðardóttir, íbúi í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn, segir að fólk gráti sig í svefn eftir ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Stöð 2 Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. „Bara ömurlegt, maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa,“ segir Erla Sigurðardóttir. Erla hefur átt hjólhýsi í byggðinni í 37 ár. Hún segir að mikil eftirsjá verði eftir hýsinu og því sem byggt hefur verið í kringum það. „Og missa allt góða fólkið, maður á góðan félagsskap hérna. Búin að eiga það í öll þessi ár.“ Erla sér ekki fyrir sér að koma upp sams konar aðstöðu á öðrum stað. „Ég er orðin svo gömul, ég er að verða áttræð í febrúar. Ég geri það ekki, ég hætti bara. Það hlýtur að vera svolítil eftirsjá í því? „Alveg ömurlegt.“ Fleiri sem átt hafa griðarstað í hjólhýsabyggðinni taka undir sjónarmið Erlu. „Þetta er náttúrulega ömurlegt, hérna höfum haft það gott og haft afdrep. Búið að vera mjög gott að vera hérna,“ segir Agnes Jónsdóttir, íbúi í byggðinni. Málið stendur mörgum afar nærri, en eftir ákvörðun Bláskógabyggðar þarf fólk að vera farið fyrir næstu áramót. „Það er náttúrulega fólk búið að vera hér allt upp í fjörutíu ár. Hérna er fólk enn þá hér og það er bara grátandi yfir þessu,“ segir Agnes. Fólk á svæðinu er margt ósátt við sveitarstjórnina og telur hana ekki hafa sýnt vilja til viðræðna um að halda byggðinni. „Halda okkur hérna í 21 mánuð, með von um það, eða okkur fannst það öllum, að við værum að sigla þessu í land. En nei. Svo kemur þetta núna bara eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Sigríður Kristín Eysteinsdóttir. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarstjórn skilji vel að fólk sé ekki sátt með niðurstöðuna. Ákvörðunin hafi þó verið tekin fyrir tveimur árum og nokkrum sinnum verið ítrekuð. „Maður gæti hugsað sem svo að hjólhýsi séu eitthvað sem er auðvelt að fara með og flytja annað. Auðvitað eru margir sem hafa byggt miklu meira en þá fjóra fermetra sem heimilt er samkvæmt samningum. Það er auðvitað heilmikið mál að taka það upp og flytja sig eða koma því í verð. Við skiljum það alveg að fólk sé ekki alveg svona sátt með þessa niðurstöðu að hún skuli vera svona endanleg,“ segir Ásta. Upp hafa sprottið margar samsæriskenningar um hvað skuli gera við landið eftir að hjólhýsabyggðin er farin á brot. Einhverjir hafa nefnt að landið verði selt undir hótel eða til Bláa lónsins. „Það hafa gengið ótrúlegar sögur og samsæriskenningar um þetta. Ég hef líka heyrt nefnda sorpbrennslustöð að það sé búið að selja landið undir hana. Það á ekki neitt af þessu við nein rök að styðjast. Í raun er það þannig að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað verður gert við landið,“ segir Ásta. Ákvörðunin verður ekki tekin fyrr en það verður búið að rýma svæðið. „Það er búið að vera miklar samsæriskenningar og kynda undir óánægju á netinu með því sem maður getur kallað netníð. Það er bara miður en við vonum að þetta bara leysist farsællega og það verði allir sáttir þegar þar að kemur.“ Bláskógabyggð Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Bara ömurlegt, maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa,“ segir Erla Sigurðardóttir. Erla hefur átt hjólhýsi í byggðinni í 37 ár. Hún segir að mikil eftirsjá verði eftir hýsinu og því sem byggt hefur verið í kringum það. „Og missa allt góða fólkið, maður á góðan félagsskap hérna. Búin að eiga það í öll þessi ár.“ Erla sér ekki fyrir sér að koma upp sams konar aðstöðu á öðrum stað. „Ég er orðin svo gömul, ég er að verða áttræð í febrúar. Ég geri það ekki, ég hætti bara. Það hlýtur að vera svolítil eftirsjá í því? „Alveg ömurlegt.“ Fleiri sem átt hafa griðarstað í hjólhýsabyggðinni taka undir sjónarmið Erlu. „Þetta er náttúrulega ömurlegt, hérna höfum haft það gott og haft afdrep. Búið að vera mjög gott að vera hérna,“ segir Agnes Jónsdóttir, íbúi í byggðinni. Málið stendur mörgum afar nærri, en eftir ákvörðun Bláskógabyggðar þarf fólk að vera farið fyrir næstu áramót. „Það er náttúrulega fólk búið að vera hér allt upp í fjörutíu ár. Hérna er fólk enn þá hér og það er bara grátandi yfir þessu,“ segir Agnes. Fólk á svæðinu er margt ósátt við sveitarstjórnina og telur hana ekki hafa sýnt vilja til viðræðna um að halda byggðinni. „Halda okkur hérna í 21 mánuð, með von um það, eða okkur fannst það öllum, að við værum að sigla þessu í land. En nei. Svo kemur þetta núna bara eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Sigríður Kristín Eysteinsdóttir. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarstjórn skilji vel að fólk sé ekki sátt með niðurstöðuna. Ákvörðunin hafi þó verið tekin fyrir tveimur árum og nokkrum sinnum verið ítrekuð. „Maður gæti hugsað sem svo að hjólhýsi séu eitthvað sem er auðvelt að fara með og flytja annað. Auðvitað eru margir sem hafa byggt miklu meira en þá fjóra fermetra sem heimilt er samkvæmt samningum. Það er auðvitað heilmikið mál að taka það upp og flytja sig eða koma því í verð. Við skiljum það alveg að fólk sé ekki alveg svona sátt með þessa niðurstöðu að hún skuli vera svona endanleg,“ segir Ásta. Upp hafa sprottið margar samsæriskenningar um hvað skuli gera við landið eftir að hjólhýsabyggðin er farin á brot. Einhverjir hafa nefnt að landið verði selt undir hótel eða til Bláa lónsins. „Það hafa gengið ótrúlegar sögur og samsæriskenningar um þetta. Ég hef líka heyrt nefnda sorpbrennslustöð að það sé búið að selja landið undir hana. Það á ekki neitt af þessu við nein rök að styðjast. Í raun er það þannig að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað verður gert við landið,“ segir Ásta. Ákvörðunin verður ekki tekin fyrr en það verður búið að rýma svæðið. „Það er búið að vera miklar samsæriskenningar og kynda undir óánægju á netinu með því sem maður getur kallað netníð. Það er bara miður en við vonum að þetta bara leysist farsællega og það verði allir sáttir þegar þar að kemur.“
Bláskógabyggð Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira