Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2022 15:03 Arnheiður (t.v.) og Katrín Harðardóttir, starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands, sem hafa haft meira en nóg að gera í sumar, ásamt öðru starfsfólki stofunnar við að þjónusta ferðamenn á Norðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Þó að veðrið hafi ekki alltaf verið með besta móti það sem af er sumri hvað varðar hitastig hefur það ekki látið ferðamenn stoppa sig við að staldra á Akureyri eða skoða sig um víða á Norðurlandi. Sumarið fór mjög vel á stað hvað varðar fjölda ferðamanna og þannig verður það væntanlega alveg fram á haust, allt fullt af ferðamönnum hér og þar um svæðið. „Já, já, það hefur verður brjálað að gera. Við sjáum fram á sumar eins og var 2019 miðað við bókanir, já, það er bara allt vitlaust að gera. Asíumarkaðurinn er ekki komin enn þá en við erum að sjá mikið Bandaríkjamenn núna, Breta, Þýskaland, Frakka og Ítali koma aftur, þessar þjóðir, sem við þekkjum,“ segir Arnheiður. Mjög mikið af ferðamönnum eru alltaf á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnheiður segir að það verði mjög mikið um skemmtiferðaskip á nokkrum stöðum á Norðurlandi í allt sumar í nokkrum höfnum. „Þau eru auðvitað að skila til okkar bæði fjölda ferðamanna, sem eru að kaupa sér þjónustu. Leiðsögn í ferðir, mat og minjagripi meðal annars.“ Hvað eru svona vinsælustu ferðamannastaðirnir á þessu svæði? „Mývatn er auðvitað vinsælasti áfangastaðurinn á þessu svæði, Mývatn og allt, sem að því tengist. Dettifoss og Goðafoss eru líka mjög sterkir. Svo erum við að sjá Húsavík og Siglufjörð koma mjög sterkt inn og svo er mjög vaxandi áhugi á Norðurlandi vestra,“ segir Arnheiður. Arnheiður segir að Markaðsstofa Norðurlands, sem hún stýrir sé að vinna með um 250 ferðaþjónustuaðilum og sveitarfélögunum á svæðinu og sú vinna gangi ljómandi vel og að hún gangi meðal annars út á að byggja upp heilsársferðaþjónustu. Og þið komist ekkert í sumarfrí eða hvað? „Nei, nei, menn eru búnir að taka vorfrí og svo verður tekið haustfrí og allt það en það er bara eitthvað, sem ferðaþjónustan er vön,“ segir Arnheiður skælbrosandi með ferðasumarið 2022. Hér er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Þó að veðrið hafi ekki alltaf verið með besta móti það sem af er sumri hvað varðar hitastig hefur það ekki látið ferðamenn stoppa sig við að staldra á Akureyri eða skoða sig um víða á Norðurlandi. Sumarið fór mjög vel á stað hvað varðar fjölda ferðamanna og þannig verður það væntanlega alveg fram á haust, allt fullt af ferðamönnum hér og þar um svæðið. „Já, já, það hefur verður brjálað að gera. Við sjáum fram á sumar eins og var 2019 miðað við bókanir, já, það er bara allt vitlaust að gera. Asíumarkaðurinn er ekki komin enn þá en við erum að sjá mikið Bandaríkjamenn núna, Breta, Þýskaland, Frakka og Ítali koma aftur, þessar þjóðir, sem við þekkjum,“ segir Arnheiður. Mjög mikið af ferðamönnum eru alltaf á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnheiður segir að það verði mjög mikið um skemmtiferðaskip á nokkrum stöðum á Norðurlandi í allt sumar í nokkrum höfnum. „Þau eru auðvitað að skila til okkar bæði fjölda ferðamanna, sem eru að kaupa sér þjónustu. Leiðsögn í ferðir, mat og minjagripi meðal annars.“ Hvað eru svona vinsælustu ferðamannastaðirnir á þessu svæði? „Mývatn er auðvitað vinsælasti áfangastaðurinn á þessu svæði, Mývatn og allt, sem að því tengist. Dettifoss og Goðafoss eru líka mjög sterkir. Svo erum við að sjá Húsavík og Siglufjörð koma mjög sterkt inn og svo er mjög vaxandi áhugi á Norðurlandi vestra,“ segir Arnheiður. Arnheiður segir að Markaðsstofa Norðurlands, sem hún stýrir sé að vinna með um 250 ferðaþjónustuaðilum og sveitarfélögunum á svæðinu og sú vinna gangi ljómandi vel og að hún gangi meðal annars út á að byggja upp heilsársferðaþjónustu. Og þið komist ekkert í sumarfrí eða hvað? „Nei, nei, menn eru búnir að taka vorfrí og svo verður tekið haustfrí og allt það en það er bara eitthvað, sem ferðaþjónustan er vön,“ segir Arnheiður skælbrosandi með ferðasumarið 2022. Hér er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira