Formaðurinn segir erfiða stöðu blasa við og að ríkisstjórnin virðist hafa lítinn skilning á hagkerfi heimilanna.
Þá verður rætt við Íslending sem býr í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa í kvöldfréttum og fjallað verður um stöðuna í Úkraínu.
Verslunarmannahelgin verður til umfjöllunar auk þess sem farið verður í heimsókn í dýragarð á Skorrastöðum við Neskaupsstað.
Þetta og fleira í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.
Hægt er að hlusta á fréttirnar í spilaranum hér að ofan.