Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 10:58 Samtökin '78 kæra Helga Magnús vararíkissaksóknara vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum um hinsegin hælisleitendur. Vísir Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri samtakanna staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Stjórn Samtakanna '78 hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar, vegna ummæla hans um hinsegin fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd,“ segir í kærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum. Hana má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ummælin lét Helgi falla á Facebook á fimmtudagskvöld í síðustu viku þegar hann deildi viðtali fréttastofu Vísis og Stöðvar 2 við lögmanninn Helga Þorsteinsson Silva, sem sagði frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri ákvörðun Útlendingastofnunar við á þeim grundvelli að sannað taldist að maðurinn væri samkynhneigður. Ummæli Helga á Facebook.Facebook Helgi Magnús skrifaði við deilinguna að „auðvitað ljúgi hælisleitendur.“ Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Helgi sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi ekki verið að gera athugasemdir við málið sjálft heldur almennt. Þá þætti honum vænt um samkynhneigða og hefði aldrei haft neitt á móti þeim. Ríkissaksóknari hefur ummæli Helga til skoðunar og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að ummælin kæmu illa við sig. Hinsegin Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri samtakanna staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Stjórn Samtakanna '78 hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar, vegna ummæla hans um hinsegin fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd,“ segir í kærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum. Hana má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ummælin lét Helgi falla á Facebook á fimmtudagskvöld í síðustu viku þegar hann deildi viðtali fréttastofu Vísis og Stöðvar 2 við lögmanninn Helga Þorsteinsson Silva, sem sagði frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri ákvörðun Útlendingastofnunar við á þeim grundvelli að sannað taldist að maðurinn væri samkynhneigður. Ummæli Helga á Facebook.Facebook Helgi Magnús skrifaði við deilinguna að „auðvitað ljúgi hælisleitendur.“ Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Helgi sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi ekki verið að gera athugasemdir við málið sjálft heldur almennt. Þá þætti honum vænt um samkynhneigða og hefði aldrei haft neitt á móti þeim. Ríkissaksóknari hefur ummæli Helga til skoðunar og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að ummælin kæmu illa við sig.
Hinsegin Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35
Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08
Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49