Átök Rússlands og vesturveldanna ná út í geim Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2022 16:08 Alþjóðlega geimstöðin sést hér fyrir ofan Persaflóa. NASA Rússar hyggjast slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina árið 2024 og byggja upp sína eigin geimstöð. Yuri Borisov, nýr yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos, segir Rússar ætla að efna allar skuldbindingar sínar fram að því en þeir hafa átt í samstarfi við Bandaríkin og fleiri ríki um rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá árinu 1998. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu en samskipti Rússlands og Vesturlanda hafa versnað til muna eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Fram að þessu virtust átökin hafa haft lítil áhrif á samstarf ríkjanna í geimnum en nú er breyting þar á. Fyrir innrásina höfðu Rússar áður hótað því að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni í kjölfar efnahagslegra refsiaðgerða vesturvelda. Fimm geimvísindastofnanir standa að baki Alþjóðlegu geimstöðinni sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998 og nýtt til að framkvæma þúsundir vísindatilrauna. Auk NASA og Roskosmos taka geimferðastofnanir Evrópu, Japans og Kanada þátt í verkefninu. NASA ekki enn borist formleg tilkynning Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi starfsemi geimstöðvarinnar fram til ársins 2024 og hafa Bandaríkin kallað eftir því að allir samstarfsaðilarnir samþykki að framlengja samkomulagið um sex ár. Borisov tók við stjórn Roskosmos eftir að Vladimir Putin Rússlandsforseti rak forvera hans Dmitrí Rogozin fyrr í júlí en sá hafði hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu. Að sögn BBC tilkynnti Borisov ákvörðunina á fundi sínum með Putin og bætti við að uppsetning nýrrar rússneskrar geimstöðvar yrði forgangsverkefni stofnunarinnar. Frá fundi Yuri Borisov og Vladimir Putin í Kreml í dag. Epa/MIKHAIL KLIMENTYEV Fulltrúi NASA segir í samtali við fréttaveituna Reuters að geimferðastofnunin hafi ekki enn verið formlega tilkynnt um þessa stefnubreytingu Rússa. Rússar hafa reglulega talað um að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni og hefja eigið geimstöðvarverkefni en lengi var óljóst hversu mikil alvara lægi þar að baki. Jonathan Amos, fréttamaður BBC, segir ljóst að slíkt verkefni yrði kostnaðarsamt fyrir rússnesk stjórnvöld og kallaði á meiri fjármuni en þau hafi veitt til geimferðaáætlunar fram til þessa. Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04 Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu en samskipti Rússlands og Vesturlanda hafa versnað til muna eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Fram að þessu virtust átökin hafa haft lítil áhrif á samstarf ríkjanna í geimnum en nú er breyting þar á. Fyrir innrásina höfðu Rússar áður hótað því að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni í kjölfar efnahagslegra refsiaðgerða vesturvelda. Fimm geimvísindastofnanir standa að baki Alþjóðlegu geimstöðinni sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998 og nýtt til að framkvæma þúsundir vísindatilrauna. Auk NASA og Roskosmos taka geimferðastofnanir Evrópu, Japans og Kanada þátt í verkefninu. NASA ekki enn borist formleg tilkynning Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi starfsemi geimstöðvarinnar fram til ársins 2024 og hafa Bandaríkin kallað eftir því að allir samstarfsaðilarnir samþykki að framlengja samkomulagið um sex ár. Borisov tók við stjórn Roskosmos eftir að Vladimir Putin Rússlandsforseti rak forvera hans Dmitrí Rogozin fyrr í júlí en sá hafði hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu. Að sögn BBC tilkynnti Borisov ákvörðunina á fundi sínum með Putin og bætti við að uppsetning nýrrar rússneskrar geimstöðvar yrði forgangsverkefni stofnunarinnar. Frá fundi Yuri Borisov og Vladimir Putin í Kreml í dag. Epa/MIKHAIL KLIMENTYEV Fulltrúi NASA segir í samtali við fréttaveituna Reuters að geimferðastofnunin hafi ekki enn verið formlega tilkynnt um þessa stefnubreytingu Rússa. Rússar hafa reglulega talað um að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni og hefja eigið geimstöðvarverkefni en lengi var óljóst hversu mikil alvara lægi þar að baki. Jonathan Amos, fréttamaður BBC, segir ljóst að slíkt verkefni yrði kostnaðarsamt fyrir rússnesk stjórnvöld og kallaði á meiri fjármuni en þau hafi veitt til geimferðaáætlunar fram til þessa.
Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04 Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04
Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00