Hefur engar áhyggjur af hundasjúkdómi sem getur smitast í menn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júlí 2022 17:26 Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi. vísir/arnar Starfandi sóttvarnalæknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ólíklega yfir í menn þó hún geti það vissulega. Hún hefur ekki áhyggjur af stöðunni sem Matvælastofnun hafi þegar náð vel utan um. Greint var frá því í dag að sterkur grunur léki á að hér á landi hefði greinst Brucella canis baktería í hundi, á íslensku heita bakteríur af þessari gerð öldusótt. Bakterían er svokölluð súna, það er sjúkdómur sem getur borist frá dýrum yfir í menn. „Þetta er eitthvað sem að hefur ekki greinst hér á landi áður og þess vegna er verið að gera sérstaklega viðvart um það en það er ekki líklegt að þetta berist í fólk, það getur gerst en það er mjög sjaldgæft,“ segir Guðrún Aspelund, starfandi sóttvarnalæknir. Og enginn grunur um það núna að það sé búið að gerast eða hvað? „Nei, það er enginn grunur um það.“ Hundurinn sem er líklega smitaður hefur verið notaður til ræktunar hér á landi en samkvæmt heimildum fréttastofu kom hann til landsins frá Úkraínu fyrir fáeinum árum. Helsta smitleið sjúkdómsins er einmitt við pörun eða náið samneyti milli hunda. Matvælastofnun vinnur nú að því að rekja samskipti hundsins við aðra hunda og koma tilmælum til eigenda um heimasóttkví dýranna. Helsta einkenni sjúkdómsins hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Í þeim fáu tilfellum sem sjúkdómurinn hefur greinst í mannfólki hafa einkennin verið væg; hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- eða vöðvaverkir og eitlastækkanir. Þannig það er engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur af þessum sjúkdómi eins og staðan er núna eða hvað? „Nei, mér finnst ekki nein ástæða til að hafa áhyggjur eins og er. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að staðfesta og ef það kemur í ljós að þetta er þessi sjúkdómur þá held ég að sé búið að grípa inn í nú þegar og ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af því,“ segir Guðrún. Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Greint var frá því í dag að sterkur grunur léki á að hér á landi hefði greinst Brucella canis baktería í hundi, á íslensku heita bakteríur af þessari gerð öldusótt. Bakterían er svokölluð súna, það er sjúkdómur sem getur borist frá dýrum yfir í menn. „Þetta er eitthvað sem að hefur ekki greinst hér á landi áður og þess vegna er verið að gera sérstaklega viðvart um það en það er ekki líklegt að þetta berist í fólk, það getur gerst en það er mjög sjaldgæft,“ segir Guðrún Aspelund, starfandi sóttvarnalæknir. Og enginn grunur um það núna að það sé búið að gerast eða hvað? „Nei, það er enginn grunur um það.“ Hundurinn sem er líklega smitaður hefur verið notaður til ræktunar hér á landi en samkvæmt heimildum fréttastofu kom hann til landsins frá Úkraínu fyrir fáeinum árum. Helsta smitleið sjúkdómsins er einmitt við pörun eða náið samneyti milli hunda. Matvælastofnun vinnur nú að því að rekja samskipti hundsins við aðra hunda og koma tilmælum til eigenda um heimasóttkví dýranna. Helsta einkenni sjúkdómsins hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Í þeim fáu tilfellum sem sjúkdómurinn hefur greinst í mannfólki hafa einkennin verið væg; hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- eða vöðvaverkir og eitlastækkanir. Þannig það er engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur af þessum sjúkdómi eins og staðan er núna eða hvað? „Nei, mér finnst ekki nein ástæða til að hafa áhyggjur eins og er. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að staðfesta og ef það kemur í ljós að þetta er þessi sjúkdómur þá held ég að sé búið að grípa inn í nú þegar og ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af því,“ segir Guðrún.
Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira