Hefur engar áhyggjur af hundasjúkdómi sem getur smitast í menn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júlí 2022 17:26 Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi. vísir/arnar Starfandi sóttvarnalæknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ólíklega yfir í menn þó hún geti það vissulega. Hún hefur ekki áhyggjur af stöðunni sem Matvælastofnun hafi þegar náð vel utan um. Greint var frá því í dag að sterkur grunur léki á að hér á landi hefði greinst Brucella canis baktería í hundi, á íslensku heita bakteríur af þessari gerð öldusótt. Bakterían er svokölluð súna, það er sjúkdómur sem getur borist frá dýrum yfir í menn. „Þetta er eitthvað sem að hefur ekki greinst hér á landi áður og þess vegna er verið að gera sérstaklega viðvart um það en það er ekki líklegt að þetta berist í fólk, það getur gerst en það er mjög sjaldgæft,“ segir Guðrún Aspelund, starfandi sóttvarnalæknir. Og enginn grunur um það núna að það sé búið að gerast eða hvað? „Nei, það er enginn grunur um það.“ Hundurinn sem er líklega smitaður hefur verið notaður til ræktunar hér á landi en samkvæmt heimildum fréttastofu kom hann til landsins frá Úkraínu fyrir fáeinum árum. Helsta smitleið sjúkdómsins er einmitt við pörun eða náið samneyti milli hunda. Matvælastofnun vinnur nú að því að rekja samskipti hundsins við aðra hunda og koma tilmælum til eigenda um heimasóttkví dýranna. Helsta einkenni sjúkdómsins hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Í þeim fáu tilfellum sem sjúkdómurinn hefur greinst í mannfólki hafa einkennin verið væg; hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- eða vöðvaverkir og eitlastækkanir. Þannig það er engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur af þessum sjúkdómi eins og staðan er núna eða hvað? „Nei, mér finnst ekki nein ástæða til að hafa áhyggjur eins og er. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að staðfesta og ef það kemur í ljós að þetta er þessi sjúkdómur þá held ég að sé búið að grípa inn í nú þegar og ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af því,“ segir Guðrún. Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Greint var frá því í dag að sterkur grunur léki á að hér á landi hefði greinst Brucella canis baktería í hundi, á íslensku heita bakteríur af þessari gerð öldusótt. Bakterían er svokölluð súna, það er sjúkdómur sem getur borist frá dýrum yfir í menn. „Þetta er eitthvað sem að hefur ekki greinst hér á landi áður og þess vegna er verið að gera sérstaklega viðvart um það en það er ekki líklegt að þetta berist í fólk, það getur gerst en það er mjög sjaldgæft,“ segir Guðrún Aspelund, starfandi sóttvarnalæknir. Og enginn grunur um það núna að það sé búið að gerast eða hvað? „Nei, það er enginn grunur um það.“ Hundurinn sem er líklega smitaður hefur verið notaður til ræktunar hér á landi en samkvæmt heimildum fréttastofu kom hann til landsins frá Úkraínu fyrir fáeinum árum. Helsta smitleið sjúkdómsins er einmitt við pörun eða náið samneyti milli hunda. Matvælastofnun vinnur nú að því að rekja samskipti hundsins við aðra hunda og koma tilmælum til eigenda um heimasóttkví dýranna. Helsta einkenni sjúkdómsins hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Í þeim fáu tilfellum sem sjúkdómurinn hefur greinst í mannfólki hafa einkennin verið væg; hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- eða vöðvaverkir og eitlastækkanir. Þannig það er engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur af þessum sjúkdómi eins og staðan er núna eða hvað? „Nei, mér finnst ekki nein ástæða til að hafa áhyggjur eins og er. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að staðfesta og ef það kemur í ljós að þetta er þessi sjúkdómur þá held ég að sé búið að grípa inn í nú þegar og ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af því,“ segir Guðrún.
Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira