Arnór Ísak og Bernat, sem eru báðir fæddir árið 2002, voru í nokkuð stóru hlutverki hjá KA-liðinu sem komst alla leið í bikarúrslitin á síðustu leiktíð.
Arnór Ísak, sem spilar sem leikstjórnandi, hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands síðustu ár og Bruno hefur verið einn efnilegasti markmaður landsins.
„Eitt helsta kennimerki Bruno, fyrir utan frábærar vörslur, eru magnaðar sendingar upp völlinn sem gefa oft góð hraðaupphlaupsmörk.
Arnór spilar sem leikstjórnandi og hefur gríðarlegan kraft og sprengju sem varnarmenn andstæðinganna óttast oft og tíðum," segir í tilkynningu KA-manna um undirritun samninganna.