Lína Móey, ekkja John Snorra greinir frá þessu á Instagram reikningi sínum og segir að hún „hefði viljað vera í grunnbúðum og geta verið í betra sambandi við alla þarna og kannski eiga tækifæri á að vinna með fleirum,“ en fjölskylda John Snorra dvelur nú í Pakistan.
Að sögn Línu sé fólk komið niður úr grunnbúðum sem hún muni funda með til þess að skipuleggja næstu skref og komast að því hvort einhverjir hópar séu eftir í fjallinu sem hægt verði að vinna með.
Lína Móey leyfir fólki að fylgjast með gangi mála á Instagram reikningi sínum sem má sjá hér.