Beyoncé sendir frá sér nýja plötu og þakkar aðdáendum sínum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. júlí 2022 11:00 Beyoncé var að gefa út plötuna RENAISSANCE. Kevin Winter/Getty Images Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé var að senda frá sér sína sjöundu stúdíó plötu sem ber nafnið RENAISSANCE, eða Endurreisn. Er um að ræða sextán laga breiðskífu sem kom út á miðnætti og er þetta fyrsti hluti af þremur sem Beyoncé hyggst gefa út sem seríu. Lemonade og Black is King, síðustu tvö tónlistarverkefni Beyoncé, voru sjónræn og tónlistarmyndböndin tóku virkan þátt í söguþræði laganna, sem mynduðu svo saman heildræna frásögn. Nú virðast lögin tala sínu en Beyoncé hefur sent frá sér textamyndbönd við hvert lag svo auðvelt er að syngja með og ná utan um textann. Þó verður forvitnilegt að fylgjast með hvort sjónrænni útfærslur á lögunum séu væntanlegar. Break My Soul var fyrsti smellur plötunnar en hann kom út 20. júní síðastliðinn. Plötunni var lekið af hökkurum áður en hún var opinberlega gefin út af Beyoncé en hún gaf út tilkynningu þar sem hún þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bíða. Í Instagram færslu frá söngkonunni skrifar hún meðal annars: „Plötunni var lekið og þið biðuð öll eftir almennilegu útgáfunni svo þið gætuð öll notið þess saman að hlusta. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég get ekki þakkað ykkur nóg fyrir ást ykkar og vernd. Ég er þakklát að þið stóðuð upp gegn þeim sem vildi komast inn á klúbbinn snemma. Það er þýðingarmikið fyrir mig. Takk fyrir óhagganlegan stuðning ykkar. Takk fyrir að vera þolinmóð. Við ætlum að taka okkar tíma og njóta tónlistarinnar. Ég mun halda áfram að gefa allt af mér og gera mitt besta við að færa ykkur hamingju. Ég elska ykkur heitt.“ View this post on Instagram A post shared by Beyonce (@beyonce) Beyoncé prýðir forsíðu breska Vogue í júlí mánuði og þar ræðir hún plötuna. Ritstjóri breska Vogue, Edward Enninful, tók viðtalið við Beyoncé og skrifar meðal annars: „Sköpunin hefur verið langt ferli [...] og heimsfaraldurinn hefur gefið henni mun lengri tíma til þess að eyða í að hugsa og endurhugsa allar ákvarðanirnar. Alveg eins og hún vill hafa það.“ View this post on Instagram A post shared by Edward Enninful, OBE (@edward_enninful) Enningful tók einnig viðtal við Beyoncé fyrir breska Vogue í desember 2020 í kjölfar útgáfu á tónlistarkvikmynd hennar Black is King. Hér má heyra lög plötunnar RENAISSANCE: I'M THAT GIRL COZY ALIEN SUPERSTAR CUFF IT ENERGY BREAK MY SOUL CHURCH GIRL PLASTIC OFF THE SOFA VIRGO'S GROOVE MOVE HEATED THIQUE ALL UP IN YOUR MIND AMERICA HAS A PROBLEM PURE/HONEY SUMMER RENAISSANCE Hollywood Tónlist Menning Tengdar fréttir Beyoncé efst á lagalista Barack Obama Fyrrum Bandaríkjaforsetinn Barack Obama hefur deilt sumarlagalista frá sér með fylgjendum sínum. Það er engin önnur er Beyoncé sem er efst á listanum en á honum má einnig finna listamenn á borð við Harry Styles, Prince, Rosalíu, Bruce Springsteen, Fatboy Slim og Rihönnu. 27. júlí 2022 13:31 Beyoncé mætt á íslenska listann Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé er mætt á íslenska listann á FM957 með nýjasta lagið sitt Break my soul. Lagið situr í 13. sæti þessa vikuna og má gera ráð fyrir að það eigi eftir að fara enn hærra. 9. júlí 2022 18:01 Beyoncé gefur út fyrsta lagið af væntanlegri plötu Söngkonan Beyoncé gaf út fyrsta lagið af væntanlegri plötu sinni í gær og heitir lagið Break My Soul. Platan sem kemur út í lok júlí mun bera heitið Renaissance og verður fyrsta sóló platan hennar síðan 2016. 21. júní 2022 12:46 Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út. 16. júní 2022 09:44 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lemonade og Black is King, síðustu tvö tónlistarverkefni Beyoncé, voru sjónræn og tónlistarmyndböndin tóku virkan þátt í söguþræði laganna, sem mynduðu svo saman heildræna frásögn. Nú virðast lögin tala sínu en Beyoncé hefur sent frá sér textamyndbönd við hvert lag svo auðvelt er að syngja með og ná utan um textann. Þó verður forvitnilegt að fylgjast með hvort sjónrænni útfærslur á lögunum séu væntanlegar. Break My Soul var fyrsti smellur plötunnar en hann kom út 20. júní síðastliðinn. Plötunni var lekið af hökkurum áður en hún var opinberlega gefin út af Beyoncé en hún gaf út tilkynningu þar sem hún þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bíða. Í Instagram færslu frá söngkonunni skrifar hún meðal annars: „Plötunni var lekið og þið biðuð öll eftir almennilegu útgáfunni svo þið gætuð öll notið þess saman að hlusta. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég get ekki þakkað ykkur nóg fyrir ást ykkar og vernd. Ég er þakklát að þið stóðuð upp gegn þeim sem vildi komast inn á klúbbinn snemma. Það er þýðingarmikið fyrir mig. Takk fyrir óhagganlegan stuðning ykkar. Takk fyrir að vera þolinmóð. Við ætlum að taka okkar tíma og njóta tónlistarinnar. Ég mun halda áfram að gefa allt af mér og gera mitt besta við að færa ykkur hamingju. Ég elska ykkur heitt.“ View this post on Instagram A post shared by Beyonce (@beyonce) Beyoncé prýðir forsíðu breska Vogue í júlí mánuði og þar ræðir hún plötuna. Ritstjóri breska Vogue, Edward Enninful, tók viðtalið við Beyoncé og skrifar meðal annars: „Sköpunin hefur verið langt ferli [...] og heimsfaraldurinn hefur gefið henni mun lengri tíma til þess að eyða í að hugsa og endurhugsa allar ákvarðanirnar. Alveg eins og hún vill hafa það.“ View this post on Instagram A post shared by Edward Enninful, OBE (@edward_enninful) Enningful tók einnig viðtal við Beyoncé fyrir breska Vogue í desember 2020 í kjölfar útgáfu á tónlistarkvikmynd hennar Black is King. Hér má heyra lög plötunnar RENAISSANCE: I'M THAT GIRL COZY ALIEN SUPERSTAR CUFF IT ENERGY BREAK MY SOUL CHURCH GIRL PLASTIC OFF THE SOFA VIRGO'S GROOVE MOVE HEATED THIQUE ALL UP IN YOUR MIND AMERICA HAS A PROBLEM PURE/HONEY SUMMER RENAISSANCE
Hollywood Tónlist Menning Tengdar fréttir Beyoncé efst á lagalista Barack Obama Fyrrum Bandaríkjaforsetinn Barack Obama hefur deilt sumarlagalista frá sér með fylgjendum sínum. Það er engin önnur er Beyoncé sem er efst á listanum en á honum má einnig finna listamenn á borð við Harry Styles, Prince, Rosalíu, Bruce Springsteen, Fatboy Slim og Rihönnu. 27. júlí 2022 13:31 Beyoncé mætt á íslenska listann Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé er mætt á íslenska listann á FM957 með nýjasta lagið sitt Break my soul. Lagið situr í 13. sæti þessa vikuna og má gera ráð fyrir að það eigi eftir að fara enn hærra. 9. júlí 2022 18:01 Beyoncé gefur út fyrsta lagið af væntanlegri plötu Söngkonan Beyoncé gaf út fyrsta lagið af væntanlegri plötu sinni í gær og heitir lagið Break My Soul. Platan sem kemur út í lok júlí mun bera heitið Renaissance og verður fyrsta sóló platan hennar síðan 2016. 21. júní 2022 12:46 Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út. 16. júní 2022 09:44 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Beyoncé efst á lagalista Barack Obama Fyrrum Bandaríkjaforsetinn Barack Obama hefur deilt sumarlagalista frá sér með fylgjendum sínum. Það er engin önnur er Beyoncé sem er efst á listanum en á honum má einnig finna listamenn á borð við Harry Styles, Prince, Rosalíu, Bruce Springsteen, Fatboy Slim og Rihönnu. 27. júlí 2022 13:31
Beyoncé mætt á íslenska listann Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé er mætt á íslenska listann á FM957 með nýjasta lagið sitt Break my soul. Lagið situr í 13. sæti þessa vikuna og má gera ráð fyrir að það eigi eftir að fara enn hærra. 9. júlí 2022 18:01
Beyoncé gefur út fyrsta lagið af væntanlegri plötu Söngkonan Beyoncé gaf út fyrsta lagið af væntanlegri plötu sinni í gær og heitir lagið Break My Soul. Platan sem kemur út í lok júlí mun bera heitið Renaissance og verður fyrsta sóló platan hennar síðan 2016. 21. júní 2022 12:46
Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út. 16. júní 2022 09:44