Halldór Kristinn Harðarson skipuleggjandi hátíðarinnar segir gleði vera í mönnum og góða dagskrá vera í vændum, mikið sé í gangi fyrir norðan.
Aðspurður hverjir hápunktar helgarinnar verði nefnir hann kirkjutröppuhlaupið, fjallahlaup, Evrópumótið í torfæru. Hann segir tónleikana sem eru á dagskrá vera extra sérstaka í þetta sinn. Boðið verði upp á risa flugeldasýningu og flott tónlistafólk.
„Tvö ár síðan við fengum að gera eitthvað almennilegt þannig að ég ætla bara að vona að Norðlendingar og aðrir gestir fjölmenni á samkomuflötina og hlusti á góða tóna og fagni smá að við getum kannski já, hisst aðeins á ný.“
Hann segir alla vera jákvæða og bjartsýna þrátt fyrir að það „sé einhver smá úði.“