Ekkert ofbeldi á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 12:08 Þjóðhátíðarhöld fóru nokkuð vel fram í gærkvöldi og nótt, að mati lögreglu. Vísir/Vilhelm Ekkert ofbeldisbrot rataði inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt. Lögregla segir þjóðhátíðarhöld hafa farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega. Á Akureyri var nóttin rólegri en oft áður en mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík. Þrátt fyrir að mikill fjöldi sé saman kominn í Vestmannaeyjum til að halda upp á þjóðhátíð var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Lögreglustjórinn segir það ánægjulegt. „Það sem ber auðvitað hæst er að það eru í raun engin ofbeldisbrot sem komu inn á borð hjá lögreglu síðasta sólarhringinn, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Tólf einstaklingar voru lærðir fyrir fíkniefnabrot. Í einu tilfelli var lagt hald á talsvert magn fíkniefna, en önnur mál voru talin minniháttar. Þá var einn kærður fyrir ölvunarakstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Grímur segir að það sé nokkuð óvanalegt fyrir þjóðhátíðarhelgina að lögregla fái engin ofbeldismál inn á sitt borð. „Það er auðvitað svo sem þekkt að menn eru að kítast og takast á þegar færist fjör í leikinn.“ Óhætt sé að segja að minna hafi verið að gera en oft áður á föstudeginum á þjóðhátið. „Þetta bara fer rosa vel af stað og mjög ánægjulegt í rauninni. En þetta er bara rétt að byrja og maður reynir nú að vera rólegur,“ segir Grímur. Grímur Hergeirsson er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Skjáskot Nokkuð prúðmannlegt á Akureyri Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. „Það var svona tiltölulega rólegt, svona miðað við oft áður um þessa helgi. Gærdagurinn og nóttin var svona á köflum erilsöm en svo sem ekkert stórt hjá okkur,“ segir Aðalsteinn Júlíusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögregla hafi þó brugðist við hópamyndun fyrir utan Sjallann, en tekist hafi að leysa úr því áður en til slagsmála kom. Eins brutust út slagsmál á ráðhústorgi, auk þess sem ráðist var á dyravörð. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu ekki aldur til áfengisneyslu. „Svona heilt yfir má kannski segja að menn hafi verið að skemmta sér svona prúðmannlega, en það var talsverð ölvun eða vímuefnanotkun.“ Sjö gistu fangageymslur í bænum Þó margir séu á faraldsfæti um helgina og haldi í átt frá Reykjavík var mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar þar var mikið um ölvun og óspektir í nótt, en sjö gistu fangageymslur lögreglunnar. Þeirra ám eðal var kona sem kastað hafði öli yfir dyraverði skemmtistaðar. Þegar lögregla hafi svo ætlað að ræða við hana hafi hún misst stjórn á skapi sínu og ítrekað reynt að sparka í og bíta lögreglumenn. Þá var maður handtekinn vegna líkamsárásar, en dyraverðir voru með hann í taki þegar lögreglu bar að garði. Eins var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í Breiðholtinu, þar sem sex til sjö manns tókust á. Mannskapurinn hafi þó róast þegar lögreglu bar að garði. Lögreglumál Vestmannaeyjar Akureyri Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Þrátt fyrir að mikill fjöldi sé saman kominn í Vestmannaeyjum til að halda upp á þjóðhátíð var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Lögreglustjórinn segir það ánægjulegt. „Það sem ber auðvitað hæst er að það eru í raun engin ofbeldisbrot sem komu inn á borð hjá lögreglu síðasta sólarhringinn, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Tólf einstaklingar voru lærðir fyrir fíkniefnabrot. Í einu tilfelli var lagt hald á talsvert magn fíkniefna, en önnur mál voru talin minniháttar. Þá var einn kærður fyrir ölvunarakstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Grímur segir að það sé nokkuð óvanalegt fyrir þjóðhátíðarhelgina að lögregla fái engin ofbeldismál inn á sitt borð. „Það er auðvitað svo sem þekkt að menn eru að kítast og takast á þegar færist fjör í leikinn.“ Óhætt sé að segja að minna hafi verið að gera en oft áður á föstudeginum á þjóðhátið. „Þetta bara fer rosa vel af stað og mjög ánægjulegt í rauninni. En þetta er bara rétt að byrja og maður reynir nú að vera rólegur,“ segir Grímur. Grímur Hergeirsson er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Skjáskot Nokkuð prúðmannlegt á Akureyri Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. „Það var svona tiltölulega rólegt, svona miðað við oft áður um þessa helgi. Gærdagurinn og nóttin var svona á köflum erilsöm en svo sem ekkert stórt hjá okkur,“ segir Aðalsteinn Júlíusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögregla hafi þó brugðist við hópamyndun fyrir utan Sjallann, en tekist hafi að leysa úr því áður en til slagsmála kom. Eins brutust út slagsmál á ráðhústorgi, auk þess sem ráðist var á dyravörð. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu ekki aldur til áfengisneyslu. „Svona heilt yfir má kannski segja að menn hafi verið að skemmta sér svona prúðmannlega, en það var talsverð ölvun eða vímuefnanotkun.“ Sjö gistu fangageymslur í bænum Þó margir séu á faraldsfæti um helgina og haldi í átt frá Reykjavík var mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar þar var mikið um ölvun og óspektir í nótt, en sjö gistu fangageymslur lögreglunnar. Þeirra ám eðal var kona sem kastað hafði öli yfir dyraverði skemmtistaðar. Þegar lögregla hafi svo ætlað að ræða við hana hafi hún misst stjórn á skapi sínu og ítrekað reynt að sparka í og bíta lögreglumenn. Þá var maður handtekinn vegna líkamsárásar, en dyraverðir voru með hann í taki þegar lögreglu bar að garði. Eins var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í Breiðholtinu, þar sem sex til sjö manns tókust á. Mannskapurinn hafi þó róast þegar lögreglu bar að garði.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Akureyri Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53