Fær aðeins sex leikja bann fyrir ítrekuð meint kynferðisbrot Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 14:01 Deshaun Watson á æfingu hjá Cleveland Browns. Nick Cammett/Getty Images Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í bandarísku NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur verið dæmdur í sex leikja bann af deildinni. Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas. Mál Watsons hafa verið í umræðunni síðustu vikur en yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Houston Texans, fyrrum félag hans, er þá sagt hafa aðstoðað Watson við gerð þagnarskyldusamninga. Í síðasta mánuði greiddi Texans 30 konum bætur fyrir hegðun hans og þá hefur Watson sjálfur greitt 23 af 24 konum sem hafa lögsótt hann sáttagreiðslur, með því skilyrði að kæra þeirra sé látin niður falla. NFL fékk fyrrum alríkisdómarann Sue Robinson til að dæma í máli deildarinnar gegn Watson en hann var í dag dæmdur í sex leikja bann fyrir hegðun sína. Þá slapp hann við sekt frá deildinni. Watson var ekki kærður af lögreglu fyrir hegðun sína en hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert eitthvað gegn vilja kvennana. Watson spilaði ekkert á síðustu leiktíð á meðan málið var til rannsóknar, en var þó áfram á launum hjá Texans-liðinu. Í sumar var honum skipt frá Houston Texans til Cleveland Browns hvar hann skrifaði undir fimm ára samning að verðmæti 230 milljóna dollara, sem jafngildir tæplega 31 og hálfum milljarði íslenskra króna. NFL-tímabilið hefst í byrjun september og mun Watson því missa af fyrstu sex leikjum Browns á tímabilinu vegna málsins. NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Mál Watsons hafa verið í umræðunni síðustu vikur en yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Houston Texans, fyrrum félag hans, er þá sagt hafa aðstoðað Watson við gerð þagnarskyldusamninga. Í síðasta mánuði greiddi Texans 30 konum bætur fyrir hegðun hans og þá hefur Watson sjálfur greitt 23 af 24 konum sem hafa lögsótt hann sáttagreiðslur, með því skilyrði að kæra þeirra sé látin niður falla. NFL fékk fyrrum alríkisdómarann Sue Robinson til að dæma í máli deildarinnar gegn Watson en hann var í dag dæmdur í sex leikja bann fyrir hegðun sína. Þá slapp hann við sekt frá deildinni. Watson var ekki kærður af lögreglu fyrir hegðun sína en hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert eitthvað gegn vilja kvennana. Watson spilaði ekkert á síðustu leiktíð á meðan málið var til rannsóknar, en var þó áfram á launum hjá Texans-liðinu. Í sumar var honum skipt frá Houston Texans til Cleveland Browns hvar hann skrifaði undir fimm ára samning að verðmæti 230 milljóna dollara, sem jafngildir tæplega 31 og hálfum milljarði íslenskra króna. NFL-tímabilið hefst í byrjun september og mun Watson því missa af fyrstu sex leikjum Browns á tímabilinu vegna málsins.
NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira