Tiltölulega róleg helgi hjá lögreglunni og betri en margir þorðu að vona Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. ágúst 2022 18:55 Margir héldu til Vestmannaeyja þessa helgina og skemmtu sér vel. Stöð 2 Landsmenn skemmtu sér nokkuð vel um verslunarmannahelgina en að sögn lögreglu var helgin betri en menn þorðu að vona eftir faraldurinn. Á Akureyri og í Vestmannaeyjum var lítið um alvarleg brot en þó á eftir að gera helgina frekar upp. Ýmsar útihátíðir fóru fram um helgina, til að mynda Ein með öllu á Akureyri en Hallgrímur Kristján Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir helgina hafa gengið vel heilt yfir litið. „Það má segja að þessi helgi hafi bara gengið mjög vel fyrir sig, lögreglan var með mikið og gott eftirlit og við vorum vel mönnuð um helgina þannig það var hægt að sinna öllu vel og vandlega og gefa sér góðan tíma í að leysa þau mál sem komu upp,“ segir Hallgrímur. Lögreglan hafi vissulega haft nóg að gera en í gærkvöldi og nótt voru ríflega 50 mál skráð í dagbók lögreglu, til að mynda komu upp slagsmál í miðbænum í nótt þar sem lögregla þurfti að beita piparúða. Það hafi þó ekki reynst alvarlegt og eftir helgina hafi ekkert alvarlegt afbrot verið tilkynnt. „Það má segja að þetta gekk miklu betur en maður svona þorði að vona. Maður var einhvern veginn búinn að búast við kannski meiri látum eða eitthvað svoleiðis, en flestir alla vega virtust hafa skemmt sér bara vel,“ segir Hallgrímur. Þjóðhátíð gekk vel miðað við allt Í Vestmannaeyjum fór síðan stærsta útihátíðin fram um helgina en margir kíktu á Þjóðhátíð eftir þriggja ára hlé. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir svipaða sögu af hegðun gesta og lögreglan á Akureyri. „Það er tilfinning okkar hérna í lögreglunni, svona fljótt á litið, að helgin hafi heilt yfir verið með rólegra móti en fyrri ár. En svo auðvitað skoðum við þetta svona þegar allt er liðið hjá, tökum saman tölfræði, og þá getum við borið þetta saman við fyrri hátíðir,“ segir Grímur. Einhverjar líkamsárásir komu á borð lögreglu, þar á meðal ein síðasta sólarhring og nokkrar á aðfaranótt sunnudags, en enn sem komið er hafa engin kynferðisbrot verið tilkynnt eftir helgina. „En það er nú kannski vert að hafa í huga með þau brot að tilkynningar um þau berast gjarnan eftir á þannig það er ekki öll sagan sögð þó að þessi staða sé góð akkúrat núna,“ segir Grímur. Í grunninn hafi allt gengið nokkuð vel. „Miðað við hvað við erum að tala um mikinn fjölda og auðvitað mikil ölvun á svona hátíð, miðað við það allt saman þá held ég að þetta hafi bara farið þokkalega,“ segir Grímur. „Við erum bara tiltölulega sátt.“ Þjóðhátíð í Eyjum Akureyri Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. 1. ágúst 2022 07:43 Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 31. júlí 2022 09:21 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ýmsar útihátíðir fóru fram um helgina, til að mynda Ein með öllu á Akureyri en Hallgrímur Kristján Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir helgina hafa gengið vel heilt yfir litið. „Það má segja að þessi helgi hafi bara gengið mjög vel fyrir sig, lögreglan var með mikið og gott eftirlit og við vorum vel mönnuð um helgina þannig það var hægt að sinna öllu vel og vandlega og gefa sér góðan tíma í að leysa þau mál sem komu upp,“ segir Hallgrímur. Lögreglan hafi vissulega haft nóg að gera en í gærkvöldi og nótt voru ríflega 50 mál skráð í dagbók lögreglu, til að mynda komu upp slagsmál í miðbænum í nótt þar sem lögregla þurfti að beita piparúða. Það hafi þó ekki reynst alvarlegt og eftir helgina hafi ekkert alvarlegt afbrot verið tilkynnt. „Það má segja að þetta gekk miklu betur en maður svona þorði að vona. Maður var einhvern veginn búinn að búast við kannski meiri látum eða eitthvað svoleiðis, en flestir alla vega virtust hafa skemmt sér bara vel,“ segir Hallgrímur. Þjóðhátíð gekk vel miðað við allt Í Vestmannaeyjum fór síðan stærsta útihátíðin fram um helgina en margir kíktu á Þjóðhátíð eftir þriggja ára hlé. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir svipaða sögu af hegðun gesta og lögreglan á Akureyri. „Það er tilfinning okkar hérna í lögreglunni, svona fljótt á litið, að helgin hafi heilt yfir verið með rólegra móti en fyrri ár. En svo auðvitað skoðum við þetta svona þegar allt er liðið hjá, tökum saman tölfræði, og þá getum við borið þetta saman við fyrri hátíðir,“ segir Grímur. Einhverjar líkamsárásir komu á borð lögreglu, þar á meðal ein síðasta sólarhring og nokkrar á aðfaranótt sunnudags, en enn sem komið er hafa engin kynferðisbrot verið tilkynnt eftir helgina. „En það er nú kannski vert að hafa í huga með þau brot að tilkynningar um þau berast gjarnan eftir á þannig það er ekki öll sagan sögð þó að þessi staða sé góð akkúrat núna,“ segir Grímur. Í grunninn hafi allt gengið nokkuð vel. „Miðað við hvað við erum að tala um mikinn fjölda og auðvitað mikil ölvun á svona hátíð, miðað við það allt saman þá held ég að þetta hafi bara farið þokkalega,“ segir Grímur. „Við erum bara tiltölulega sátt.“
Þjóðhátíð í Eyjum Akureyri Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. 1. ágúst 2022 07:43 Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 31. júlí 2022 09:21 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. 1. ágúst 2022 07:43
Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 31. júlí 2022 09:21
Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01