Fyrr í dag var greint frá því hér á Vísi að Viðar væri að öllum líkindum á leið til gríska félagsins. Nú hefur það verið staðfest á samfélagsmiðlum Atromitos, en Viðar skrifar undir tveggja ára samning.
Hjá Atromitos mun Viðar leika undir stjórn Walesverjans Chris Coleman sem hefur áður stýrt velska landsliðinu og Sunderland.
🚨𝚺𝚻𝚶𝚴 𝚨𝚻𝚸𝚶𝚳𝚮𝚻𝚶 𝚶 𝚩𝚰𝚴𝚻𝚨𝚸 𝚱𝚰𝚨𝚸𝚻𝚨𝚴𝚺𝚶𝚴❗🚨
— Atromitosfc (@atromitos1923) August 1, 2022
𝑽𝒆𝒍𝒌𝒐𝒎𝒊𝒏𝒏 𝑽𝒊ð𝒂𝒓❗ 🇮🇸 ⤵️https://t.co/7jGVxYA2CV pic.twitter.com/O23G2nBJhZ
Á atvinnumannaferli sínum hefur Viðar komið víða við, en Grikkland verður sjöunda landið fyrir utan Ísland þar sem framherjinn mun leika. Áður hafði hann leikið fyrir Vålerenga í Noregi, Jiangsu Sainty í Kína, Malmö og Hammarby í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov og Rubin Kazan í Rússlandi og Yeni Malatyaspor í Tyrklandi. Þá á Viðar að baki 32 leiki fyrir íslenska landsliðið þar sem hann hefur skorað fjögur mörk.