Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2022 14:44 Eldgos í Merardölum Fagradalsfjall 2022 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum er töluverður fjöldi bíla á bílastæðinu við Suðurstrandaveg og við veginn sjálfan. Veðuraðstæður hafa ekki verið sérstakar í dag ef marka má vefmyndavélar sem snúa að eldgosinu. „Nei, það er hífandi rok, grenjandi rigning og svartaþoka upp á Fagradalsfjalli eða á gönguleiðinni, segir Eðvarð Atli Bjarnason í vettvangsstjórn í Grindavík þegar Vísir náði tali af honum á þriðja tímanum. Eitthvað virðist þó þokunni vera að létta akkúrat yfir gosstöðvunum eftir því sem liðið hefur á daginn miðað við útsendingu vefmyndavéla frá svæðinu. Fáir hafa þó lagt leið sína að sprungunni sjálfri þar sem gýs. Mikill fjöldi bíla er við bílastæðið þar sem gönguleiðirnar að eldgosinu hefjast. Eins og sjá má er þoka á svæðinu þó eitthvað hafi létt til síðan þessi mynd var tekin á öðrum tímanum.Vísir/Vésteinn „Það er ekkert fólk staðsett við gígana. Það er mengun þar yfir en það er töluvert af fólki á leiðinni upp á fjall. Öll bílastæði orðin vel pökkuð og fólk farið að leggja við Suðurstrandavegi, segir Eðvarð Atli og bætir við að flestir fari svokallaða gönguleið A. Samkvæmt athugasemd veðurfræðings verða aðstæður til eldgosaskoðunnar lélegar í kvöld en það hvessir af suðaustri með rigningu og súld á umbrotasvæðinu. Betra veður til útsýnisferða verður á morgun, laugardag. Á sunnudag gengur í suðaustan 13-18 m/s á svæðinu með mikilli rigningu og verður ekkert ferðaveður á svæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Bein útsending: Púlsinn tekinn á gosstöðvunum Vísir verður með beina útsendingu frá eldgosinu í Meradölum. 5. ágúst 2022 14:18 Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og myndum er töluverður fjöldi bíla á bílastæðinu við Suðurstrandaveg og við veginn sjálfan. Veðuraðstæður hafa ekki verið sérstakar í dag ef marka má vefmyndavélar sem snúa að eldgosinu. „Nei, það er hífandi rok, grenjandi rigning og svartaþoka upp á Fagradalsfjalli eða á gönguleiðinni, segir Eðvarð Atli Bjarnason í vettvangsstjórn í Grindavík þegar Vísir náði tali af honum á þriðja tímanum. Eitthvað virðist þó þokunni vera að létta akkúrat yfir gosstöðvunum eftir því sem liðið hefur á daginn miðað við útsendingu vefmyndavéla frá svæðinu. Fáir hafa þó lagt leið sína að sprungunni sjálfri þar sem gýs. Mikill fjöldi bíla er við bílastæðið þar sem gönguleiðirnar að eldgosinu hefjast. Eins og sjá má er þoka á svæðinu þó eitthvað hafi létt til síðan þessi mynd var tekin á öðrum tímanum.Vísir/Vésteinn „Það er ekkert fólk staðsett við gígana. Það er mengun þar yfir en það er töluvert af fólki á leiðinni upp á fjall. Öll bílastæði orðin vel pökkuð og fólk farið að leggja við Suðurstrandavegi, segir Eðvarð Atli og bætir við að flestir fari svokallaða gönguleið A. Samkvæmt athugasemd veðurfræðings verða aðstæður til eldgosaskoðunnar lélegar í kvöld en það hvessir af suðaustri með rigningu og súld á umbrotasvæðinu. Betra veður til útsýnisferða verður á morgun, laugardag. Á sunnudag gengur í suðaustan 13-18 m/s á svæðinu með mikilli rigningu og verður ekkert ferðaveður á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Bein útsending: Púlsinn tekinn á gosstöðvunum Vísir verður með beina útsendingu frá eldgosinu í Meradölum. 5. ágúst 2022 14:18 Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Bein útsending: Púlsinn tekinn á gosstöðvunum Vísir verður með beina útsendingu frá eldgosinu í Meradölum. 5. ágúst 2022 14:18
Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30
Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17