Eldgosið geti staðið í einhverja mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2022 19:02 Kristín Jónsdóttir við gosstöðvarnar í Geldingadölum sem byrjuðu að gjósa í fyrra. Hún segir eldgosið núna minna um margt á þau eldsumbrot. Vísir/Vilhelm Engin merki eru um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar í Meradölum. Líklegast er að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. „Við erum í rauninni að nýta okkur þekkingu frá síðasta gosi og það liðu þarna þrjár, fjórar vikur þangað til við fórum að sjá nýjar gossprungur í síðasta gosi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera vakandi fyrir núna,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað fólk við því að nýjar sprungur geti opnast á svæðinu. Kristín bendir fólki á að skoða kort sem Vísindaráð Almannavarna gaf út í gær. Þar sé hægt sé að sjá með skýrum hætti hvaða hluta svæðisins fólk er beðið um að forðast. Aðspurð um hvort Kristín geti spáð einhverju um framhald eldgossins bendir hún á að það sé að mörgu leyti svipað gosinu sem hófst á svipuðum stað í fyrra. „Þannig að ef ég ætti að giska þá myndi ég bara giska á að þetta yrði eitthvað svipað. Það er auðvitað mikill kraftur í gosinu og við sjáum nú að hrauntungan er farin að ná alveg út Meradalina þannig það fer örugglega ekki að líða á löngu þar til það fer að flæða úr þeim. Eigum við ekki að giska á að þetta eigi eftir að standa í einhverja mánuði en það er auðvitað erfitt að svara því.“ Kristín lagði áherslu á fólk sem geri sér ferð að gosinu þurfi að taka gasmengun á svæðinu alvarlega. „Fólk verður að vara sig á henni og halda sig upp á þeim hryggjum sem þarna eru og forðast að fara niður í dali, sérstaklega ef það er logn.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
„Við erum í rauninni að nýta okkur þekkingu frá síðasta gosi og það liðu þarna þrjár, fjórar vikur þangað til við fórum að sjá nýjar gossprungur í síðasta gosi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera vakandi fyrir núna,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað fólk við því að nýjar sprungur geti opnast á svæðinu. Kristín bendir fólki á að skoða kort sem Vísindaráð Almannavarna gaf út í gær. Þar sé hægt sé að sjá með skýrum hætti hvaða hluta svæðisins fólk er beðið um að forðast. Aðspurð um hvort Kristín geti spáð einhverju um framhald eldgossins bendir hún á að það sé að mörgu leyti svipað gosinu sem hófst á svipuðum stað í fyrra. „Þannig að ef ég ætti að giska þá myndi ég bara giska á að þetta yrði eitthvað svipað. Það er auðvitað mikill kraftur í gosinu og við sjáum nú að hrauntungan er farin að ná alveg út Meradalina þannig það fer örugglega ekki að líða á löngu þar til það fer að flæða úr þeim. Eigum við ekki að giska á að þetta eigi eftir að standa í einhverja mánuði en það er auðvitað erfitt að svara því.“ Kristín lagði áherslu á fólk sem geri sér ferð að gosinu þurfi að taka gasmengun á svæðinu alvarlega. „Fólk verður að vara sig á henni og halda sig upp á þeim hryggjum sem þarna eru og forðast að fara niður í dali, sérstaklega ef það er logn.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira